Skagafjörður

Meira en lífsstíll

Það er deginum ljósara að orðaval landbúnaðarráðherra, um að sauðfjárrækt væri lífsstíll þegar rætt var um vanda greinarinnar, var særandi og kom flatt upp á bændur og fleiri. Að neita fyrir það gerir lítið annað en ýfa fólk enn meir en nú er orðið. Ég harma það sérstaklega að sjá á eftir góðu fólki úr Sjálfstæðisflokknum vegna þessa. Sauðfjárrækt hefur verið hluti af samfélagsgerð okkar um aldir og -ásamt fiskinum- jafnvel haldið í okkur lífinu á erfiðustu tímum sögunnar. En tímarnir breytast og mennirnir með og undanfarin ár hefur neysla lambakjöts sannanlega dregist saman með tilheyrandi tekjuskerðingu hjá bændum.
Meira

Enn eru orð landbúnaðarráðherra fordæmd

Stjórn Kjördæmafélags Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem lýst er yfir vantrausti á Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðarráðherra. Þar er fullyrt að hann hafi ítrekað sýnt að hann valdi ekki því embætti, þar á meðal með því að gera lítið úr sauðfjárbændum og telur hann þá vera að stunda lífstíl með atvinnu sinni líkt og tómstundaiðkun fólks.
Meira

Boltaleikir settir á ís í bili

Knattspyrnusamband Íslands hefur ákveðið vegna aðstæðna í samfélaginu og hertra aðgerða yfirvalda til að sporna við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins, að fresta mótahaldi innanlands í öllum aldursflokkum í eina viku. Þá verður ákvörðun tekin um framhaldið. Körfuknattleikssamband Íslands hefur af sömu ástæðu frestað öllum leikjum á sínum vegum til og með 19. október.
Meira

Kristján Þór Júlíusson harðlega gagnrýndur af ummælum sínum um stöðu sauðfjárræktar á Íslandi

Landssamtök sauðfjárbænda gagnrýna harðlega málflutningi Kristjáns Þórs Júlíussonar, Sjávarútvegsráðherra, á Alþingi þann 6. október, þess efnis að sauðfjárbændur telji að sauðfjárrækt á Íslandi snúist um lífstíl og að afkoma greinarinnar skipti ekki máli. Þá hafa ungt Framsóknarfólk lýst yfir vantrausti á ráðherra og þykja ummæli hans taktlaus.
Meira

Vilja takmarka ferðalög á höfuðborgarsvæðið

Aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra hefur verið mönnuð í ljósi færslu af hættustigi yfir á neyðarstig á landinu öllu, segir í tilkynningu á Facebook-síðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra, en það hefur hún ekki verið síðan neyðarstigi almannavarna var aflétt í vor. Í færslunni segir að aðgerðastjórn hafi þungar áhyggjur af ástandinu og þeirri þróun sem við blasir þó svo að ástandið á Norðurlandi vestra sé ásættanlegt, aðeins þrír í einangrun.
Meira

Skapandi tækifæri fyrir öll börn á Íslandi

Öllum grunnskólanemum landsins gefst nú tækifæri á að taka þátt í áhugaverðum og skapandi menningarverkefnum í gegnum verkefnið List fyrir alla, sem skipulagt er af mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Markmið verkefnisins er að velja og miðla listviðburðum af margbreytilegu tagi til barna og ungmenna um land allt.
Meira

Skellti í eitt ljóð í tilefni dagsins... vertu með:)

Því í dag, 7. október, er nefnilega alþjóðlegi ljóðadagurinn. Ég gerði því tilraun til að skella í eitt en held að þetta sé meira vísa...
Meira

Óboðinn gestur fór inn í hús á Siglufirði

Í fyrrinótt gekk dökkklæddur fremur lágvaxinn maður með svarta skíðagrímu fyrir andlitinu inn í nokkur hús í suðurbænum á Siglufirði en eftir því sem fram kemur á Trölla.is er ekki vitað hvort fleiri þjófar en hann hafi verið á ferðinni. Ekki var um innbrot að ræða, þar sem hann fór inn var óslæst og telst það vera húsbrot að sögn lögreglunnar en að minnsta kosti tveir einstaklingar urðu mannsins varir og varð þeim mikið um að mæta honum innandyra hjá sér.
Meira

Ný stjórn Ferðafélags Skagfirðinga

Aðalfundur Ferðafélags Skagfirðinga var haldinn 29. september sl. Félagið fagnar nú 50 ára afmæli sínu. Það var formlega stofnað þann 27. desember 1970 í gamla bæjarþingsalnum við Kirkjutorg. Alls voru 22 mættir á stofnfundinn og að auki sendu 10 manns umboð. Því voru stofnfélagar 32 talsins.
Meira

Björn J. Sighvatz tilnefndur til Íslensku menntaverðlaunanna

Mennta- og menningarmálaráðherra kynnti í gær tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna 2020. Markmið verðlaunanna er að auka veg menntaumbótastarfs og vekja athygli samfélagsins á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístundastarfi með börnum og unglingum. Björn J. Sighvatz, kennari á málmsmíða- og vélstjórnarbraut Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, fékk tilnefningu fyrir framúrskarandi kennslu, meðal annars við að hvetja nemendur til dáða og stuðla að góðum námsárangri þeirra.
Meira