Skagafjörður

Ingimar sæmdur Gullmerki Landsambands hestamanna

Eiðfaxi segir frá því að stjórn Landsambands hestamanna sæmdi á laugardag Ingimar Ingimarsson, frá Flugumýri en nú ábúanda á Ytra-Skörðugili, Gullmerki samtakana við athöfn í Þráarhöllinni á Hólum. Við athöfnina sagði Lárus Ástmar Hannesson, formaður LH m.a.: „Við hestamenn hömpum okkar góða fólki á ýmsan máta. Sumir ná góðum árangri á keppnisbrautum, aðrir rækta afburða hesta og enn aðrir vinna góð verk, standandi í eldlínu félagskerfisins sem allt annað ber uppi. Það má segja að sá aðili sem við heiðrum hér í dag hafi skilað góðum verkum á öllum þessum sviðum.“
Meira

Stefnt að opnun gönguskíðabrautar í vikunni

Það hefur snjóað talsvert í Stólinn síðustu vikuna og góðar líkur á að gönguskíðabraut verði opnuð á næstu dögum á skíðasvæði Tindastóls. Á Fésbókarsíðu skíðasvæðisins kemur fram að búið sé að staðfesta, í Covid-fárinu, að gönguskíðabrautir séu nú leyfðar og því ekki seinna vænna fyrir skíðafólk að dusta rykið af skíðunum og fara að smyrja.
Meira

Valdís Valbjörns fær Vind í seglin

STEF (Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar) stóðu nýverið fyrir mentor-verkefninu Vindur í seglum að tillögu nýstofnaðrar jafnréttisnefndar sambandsins. Um er að ræða átak fyrir konur, og önnur kyngervi í minnihluta, og er ætlað til að styðja áhugasama höfunda við að fóta sig og koma verkum sínum á framfæri. Margar umsóknir bárust og margar áhugaverðar en á meðal þeirra þriggja sem urðu fyrir valinu var Króksarinn Valdís Valbjörnsdóttir.
Meira

Skrifað undir samning vegna Landsmóts á Hólum

Laugardaginn síðasta skrifuðu fulltrúar Landsmóts ehf, Hestamannafélagsins Skagfirðings og sveitarfélaganna Skagafjarðar og Akrahrepps undir samning um að Landsmót hestamanna árið 2026 verði haldið á Hólum í Hjaltadal.
Meira

Jónsi hættir þjálfun Stólastúlkna

Feyki barst nú í morgun fréttatilkynning frá Knattspyrnudeild Tindastóls en þar kemur fram að Jón Stefán Jónsson, annar þjálfara kvennaliðs Tindastóls sem tryggði sér í sumar sæti í efstu deild, hefur ákveðið að láta af störfum og mun því ekki þjálfa Stólastúlkur í Pepsi Max deildinni næsta sumar. Jónsi býr með sinni fjölskyldu á Akureyri þar sem hann starfar sem íþróttafulltrúi Þórs sem sömuleiðis er með lið í Pepsi Max deildinni í slagtogi með grönnum sínum í KA.
Meira

Aukið svigrúm til kennslu í tónlistarskólum

Heilbrigðisráðherra hefur gefið út að draga skuli úr takmörkun á skólastarfi í tónlistarskólum og auka þannig svigrúm til tónlistarkennslu til og með 1. desember. Þá verður tónlistarskólum heimilt að sinna einstaklingskennslu en halda skal tveggja metra reglu milli starfsfólks og nemenda. Hámarksfjöldi verður sambærilegur og í grunnskólum; 25 hjá eldri nemendunum, þ.e. í 5.–10. bekk en 50 hjá yngri nemendum. Tveggja metra reglan gildir um nemendur í 8.–10. bekk en ef víkja þarf frá henni skulu notaðar andlitsgrímur.
Meira

„Niðurskurðurinn er greinilega ekki að virka“

Fyrrum formaður læknafélagsins, Sigurbjörn Sveinsson, skrifaði grein á bloggsíðu sína um niðurskurð riðufjár og segir aðgerðirnar ekki virka. „Er ekki kominn tími til að beita öðrum og hægvirkari rannsóknaraðferðum en tafarlausum niðurskurði á þessa hægvirku sýkingu til að komast til botns í hegðun hennar? spyr Sigurbjörn.
Meira

Vilja að stofnað verði sérstakt ráðuneyti sem fer með málefni landbúnaðar- og matvælaframleiðslu í landinu

Á aukalandsþingi Miðflokksins sem haldið var í gær var samþykkt málefnaályktun þar sem m.a. segir að tryggja þurfi óskorað vald yfir auðlindum þjóðarinnar með því að hafna frekari innleiðingu á orkustefnu ESB, afturkalla samþykkt um 3. orkupakkann og koma í veg fyrir framsal ríkisvalds til erlendra stofnana.
Meira

Tryggja aðgang iðnnema að vinnustaðanámi

Mennta- og menningarmálaráðherra kynnti ríkisstjórn í gær drög nýrrar reglugerðar um vinnustaðarnám og starfsþjálfun iðnnema í framhaldsskólum. Drögin verða kynnt í samráðsgátt stjórnvalda. „Markmið nýrrar reglugerðar er annars vegar að færa ábyrgðina á því að iðnnámsnemandi komist í vinnustaðanám frá nemendunum sjálfum til skólanna, og hins vegar að auðvelda núverandi nemendum í iðnnámi að ljúka starfsþjálfun þrátt fyrir sveiflur í atvinnulífinu,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
Meira

Tilboð í stækkun á starfsmannahúsnæði fyrir KS

Verkfræðistofan Verkís á Sauðárkróki bauð nýverið út verk fyrir Kaupfélag Skagfirðinga, stækkun á Aðalgötu 16B, sem er verið að breyta í starfsmannahúsnæði. Um er að ræða stækkun til norðurs og uppsteypt stigahús við suðurgafl. Tilboð voru opnuð hjá Verkís þann 17. nóvember og bárust þrjú tilboð.
Meira