Skagafjörður

Ýmislegt í boði frá Stórhóli í Lýtingsstaðahreppi

Það eru allmargir smáframleiðendur sem hafa verið að bjóða upp á afurð í verkefninu Smáframleiðendur á ferðinni en það er verkefni þar sem framleiðendur geta verið með vörur sínar til sölu í sendibíl sem ferðast um Norðurland vestra á tilteknum tímum á tilteknum stöðum.
Meira

Maður ársins á Norðurlandi vestra - Feykir auglýsir eftir tilnefningum

Líkt og undanfarin ár leitar Feykir til lesenda með tilnefningar um mann ársins á Norðurlandi vestra. Sigurður Hansen á Kringlumýri var kjörinn maður ársins fyrir árið 2019 en nú er komið að því að finna verðugan aðila til að taka við nafnbótinni Maður ársins á Norðurlandi vestra 2020.
Meira

Föstudagspizza, stokkandarbringa og melónusalat

Matgæðingar í tbl 42 voru þau Ólöf Rún Skúladóttir og Hartmann Bragi Stefánsson. Þau búa ásamt eins og hálfs ára syni þeirra, Hirti Þór, á Sólbakka II. Þau eru nýlega flutt aftur heim eftir nám og eru nú komin inn í búskapinn á Sólbakka með foreldrum Ólafar. Hartmann er menntaður pípari og búfræðingur, vinnur nú að mestu leyti við búið, en Ólöf, sem er lærður landfræðingur og búfræðingur, hóf nýlega starf á leikskólanum Ásgarði á Hvammstanga.
Meira

Jólalag dagsins - Í Syngjandi Jólasveiflu

Þar sem kominn er laugardagur er tilvalið að koma sér í sannkallaða jólasveiflu. Skagfirski tónlistarmaðurinn Geirmundur Valtýsson gaf út jólaplötu með frumsömdum lögum fyrir jólin 2013, Jólastjörnur Geirmundar. Þá hafði ekki komið plata frá Geirmundi frá árinu 2008.
Meira

Litakóðunarkerfi vegna Covid-19 tekið upp

Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu Almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra og Embættis landlæknis að COVID-19 viðvörunarkerfi sem byggir á litum líkt og veðurviðvörunarkerfi Veðurstofu Íslands.
Meira

Nemendur yngsta stigs Árskóla fengu endurskinsvesti

Áður en friðarganga Árskóla á Sauðárkróki hófst á föstudagsmorgni í síðustu viku voru nemendum í 1. - 6. bekk afhent endurskinsvesti til eignar. Þar voru á ferð félagar í Kiwanisklúbbnum Drangey í Skagafirði í samstarfi við VÍS og óskuðu þeir eftir því að vestin yrðu notuð við sem flest tækifæri, ekki síst í svartasta skammdeginu.
Meira

Forseti Íslands þakkar matvælaaðstoð Kaupfélags Skagfirðinga

Í kjölfar matargjafa Kaupfélags Skagfirðinga og dótturfyrirtækja KS til Fjölskylduhjálpar Íslands nú í nóvember, barst Bjarna Maronssyni, stjórnarformanni KS, og Þórólfi Gíslasyni, kaupfélagsstjóra, bréf frá forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, þar sem hann þakkar myndarskap og samhug í aðdraganda jóla. Biður Guðni fyrir þakkir og jólakveðjur til alls starfsfólks kaupfélagsins.
Meira

Aðalfundur Golfklúbbs Skagafjarðar

Aðalfundur GSS 2020 var haldinn 30. nóvember. Fundurinn var netfundur að hluta: stjórnin var í skála en aðrir fundarmenn sóttu fundinn með hjálp Teams.
Meira

Greinargerð sóknaráætlana

Út er komin greinargerð sóknaráætlana landshluta fyrir tímabilið 2015-2019 en sóknaráætlanir eru samstarfsverkefni ráðuneyta og sveitarfélaga. Markmið þeirra er að færa aukin völd og ábyrgð til landshlutanna á ráðstöfun fjármuna frá ríkisvaldinu til verkefna á sviði byggðamála og samfélagsþróunar.
Meira

Jólalag dagsins - Það koma vonandi jól

Spéfuglarnir í Baggalúti voru vongóðir um að það kæmu jól eftir hrunið árið 2008 og sendu frá sér lagið Það koma vonandi jól við texta Braga Valdimars Skúlasonar. Upphaflega sömdu Gibb-bræður lagið árið 1980 og nefndu „Woman in Love“ og Barbaru Streisand sem flutti.
Meira