Skagafjörður

Arftaki Munda :: Áskorandinn Pétur Björnsson Sauðárkróki

Það var á vormánuðum 2008 sem fjölskyldan flutti búferlum frá Flateyri til Sauðárkróks en ég hafði tekið starfi varðstjóra í lögreglunni á Sauðárkróki eftir að hafa starfað sem slíkur í lögreglunni á Ísafirði í um tíu ár.
Meira

Landbúnaður - Hvað er til ráða?

Á Norðurlandi vestra er öflugur landbúnaður og er íslensk matvælaframleiðsla umfangsmikill hluti af efnahagslífi. Miklar neyslubreytingar eru að eiga sér stað og stendur greinin á krossgötum. Neyslubreytingar almennings, aukin alþjóðleg sem og innlend samkeppni og breyttur ríkisstuðningur hafa valdið lægri tekjum á framleiðslueiningu hjá bændum. Á móti hefur vaxandi ferðamannafjöldi, nýsköpun í störfum á landsbyggðinni og stærri bú vegið á móti. Mikill stuðningur landsmanna er við innlenda framleiðslu. Ríkisstjórnin hefur tekið á nokkrum þeim þáttum sem munu ýta undir jákvæða þróun. Í þessari grein verður tæpt á samstarfi afurðastöðva, frelsi til heimavinnslu, tollasamningum, sýklalyfjaónæmi og fæðuöryggi.
Meira

Útbreiðsla riðu í Tröllaskagahólfi

Sterkur grunur er um að riða hafi greinst í sauðfé sem flutt var frá Stóru-Ökrum þar sem riðuveiki var staðfest í vikunni. Féð var flutt að Grænumýri og Syðri-Hofdölum í Blönduhlíð, og að Hofi í Hjaltadal. Staðfestingu á endanlegri greiningu er að vænta um miðja næstu viku frá Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum.
Meira

Fólk smitast ekki af riðu í sauðfé svo vitað sé

Matvælastofnun hefur að gefnu tilefni vakið athygli á því að riða í sauðfé smitast ekki í fólk, eins og fram kemur á upplýsingasíðu um riðuveiki á vef stofnunarinnar. Þar eru m.a. upplýsingar um eðli smitefnisins, einkenni veikinnar, smitleiðir og til hvaða aðgerða er gripið þegar smit greinist. Þar kemur fram að engar vísbendingar séu um að fólki stafi hætta af snertingu við riðusmitað fé né neyslu afurða þess, svo sem kjöts, innmatar og mjólkur. Hvorki neytendur né fólk sem starfar á sauðfjárbúum eða í sláturhúsum er í hættu vegna riðuveiki í sauðfé.
Meira

Segja Kjalveg illa farinn á stórum köflum

Húnahornið segir frá því að sveitarstjórn Húnavatnshrepps hafi miklar áhyggjur af ástandi Kjalvegar og skorar á Vegagerðina að ráðast í undirbúningsaðgerðir til að bæta ástand vegarins. Í bókun sveitarstjórnar frá fundi hennar í vikunni segir að vegurinn sé á stórum köflum niðurgrafinn sem geri það að verkum að vatn renni eftir veginum sem hafi þær afleiðingar að allt efni sé farið úr honum.
Meira

Óskað eftir sýnum frá bændum í Tröllaskagahólfi

Vegna staðfestingar á riðusmiti í Tröllaskagahólfi óskar Matvælastofnun eftir því að sauðfjárbændur í hólfinu hafi samband við héraðsdýralækni vegna sýnatöku á fé sem misferst eða er slátrað heima.
Meira

Daði í Júró og engin Söngvakeppni á næsta ári

Tónlistarmaðurinn Daði Freyr Pétursson keppir fyrir Íslands hönd í Eurovision-söngvakeppninni í Rotterdam í maí. RÚV leitaði til Daða Freys sem samþykkti að semja lag í keppnina. „Okkur fannst það bæði rétt og sanngjarnt,“ segir Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri RÚV.
Meira

14 Framúrskarandi fyrirtæki á Norðurlandi vestra

Creditinfo hefur birt lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki fyrir rekstrarárið 2019 og er það í ellefta sinn sem fyrirtækjum er veitt sú viðurkenning. Í ár eru 842 fyrirtæki á listanum eða um 2% allra virkra fyrirtækja á Íslandi og fækkar þeim lítillega á milli ára en í fyrra voru 887 fyrirtæki á listanum. Fjórtán fyrirtæki á Norðurlandi vestra komast á lista Creditinfo að þessu sinni.
Meira

Hvammshlíðardagatal komið út - Þriðja dagatalið úr fjöllunum

Út er komið, þriðja árið í röð, dagatal Karólínu Elísabetardóttur í Hvammshlíð, þar sem dýrin á bænum fá að njóta sín á skemmtilegum ljósmyndum í bland við þjóðlegan fróðleik. Karólína segist hafa velt því mikið fyrir sér hvort hún ætti að halda áfram að gefa út dagatal en eftir nokkrar fyrirspurnir um mitt sumar varðandi „næsta dagatal“ ákvað hún að láta vaða. „Fróðleikur, sögur og skoðanir,“ er titill dagatalsins og innihaldið þar með að vissu leyti persónulegra, segir Karólína.
Meira

Malen syngur Please Don't Go

Nýlega gaf Malen Áskelsdóttir út frumsamið lag, Please Don't Go, en hún er Króksari, dóttir Völu Báru og Áskels Heiðars. Hún sendi frá sér lag í vor sem var hressilegt en nú er hún á ljúfari nótum. Malen var í söngnámi í Kaupmannahöfn í fyrra en auk þess að syngja spilar hún á hljómborð og gítar. Fyrst lærði hún þó á fiðlu hjá Kristínu Höllu. Malen segir lesendum frá því hvernig lagið varð til.
Meira