Rjúpnaveiðimenn hvattir til hófsemi í veiðum
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
29.10.2020
kl. 11.30
Húnahornið minnir á að senn hefst veiðitímabil rjúpu en það stendur frá 1. - 30. nóvember í ár. Fyrirkomulag veiðanna nú er það sama og í fyrra, sem þá var ákveðið til þriggja ára. Heimilt er að veiða fimm daga í viku, frá föstudegi til þriðjudags, en veiðibann er á miðvikudögum og fimmtudögum. Ítrekað er að sölubann á rjúpum er áfram í gildi og eru veiðimenn hvattir til hófsemi í veiðum.
Meira
