Skagafjörður

Litlar kjötbollur, Pavlova og fljótlegt brauð

Matgæðingar í tbl. 29 árið 2018 voru þau Ármann Óli Birgisson og Matthildur Birgisdóttir sem eru fædd og uppalin hvort í sinni sýslunni, Austur-Húnavatnssýslu og Skagafirði. Þau búa á Blönduósi ásamt tveimur dætrum sínum og sögðu að markmið fyrir það sumar hafir verið að njóta og skapa fjölskylduminningar.
Meira

Styrktarreikningur stofnaður fyrir fjölskyldu Jósefs Kristjánssonar

Maðurinn sem lést í vinnuslysi í malarnámu í Lambafelli aðfararnótt fimmtudagsins síðasta hét Jósef Guðbjartur Kristjánsson, fæddur þann 28. nóvember 1967. Jósef hélt heimili sitt ásamt eftirlifandi unnustu sinni, Hafdísi Jóhannsdóttur, að Bifröst í Borgarfirði. Hann lætur eftir sig níu börn á aldrinum frá 8 ára til 31 árs, barnabörn og forelda búsetta í Skagafirði.
Meira

Óhefðbundið sumar hjá Byggðasafninu

Það hefur verið fremur óvenjulegt um að líta í Glaumbæ undanfarna mánuði, þar sem alla jafna má sjá margt um ferða-manninn og oftar en ekki fjöldinn af rútum á hlaðinu, en nú hefur verið heldur rólegra á safnsvæðinu vegna kórónuveirufaraldursins. Um tólf þúsund gestir hafa heimsótt Byggðasafn Skagfirðinga í Glaumbæ og Víðimýrarkirkju það sem af er þessu ári og er þetta um 68% fækkun miðað við sama tíma í fyrra. Réði þar fækkun erlendra ferðamanna mestu um. Það var okkur þó gleðiefni að Íslendingar voru duglegir að heimsækja safnið í sumar en í fyrra voru Íslendingar um 7% gesta safnsins en í ár um 27%. Tíminn mun svo leiða það í ljós hver staðan verður í árslok.
Meira

Bölvar og Ragnar hafa yfirgefið Kela - Nýliðar í golfi - Keli og Lydía

Nýliðar voru áberandi í starfi GSS í sumar en metþátttaka var á árlegu nýliðanámskeiði í júní. Formaður klúbbsins brá sér í hlutverk blaðamanns og tók nokkra þeirra tali og hefur Feykir birt viðtöl í nokkrum blöðum.
Meira

Pósturinn kynnir Póstbox til sögunnar

Á Facebook-síðu Póstsins mátti nú á dögunum sjá myndir af hressum köppum við uppsetningu á nýjum Póstboxum Póstsins hér á Norðurlandi vestra. Fyrsta boxið var sett upp við Birkimel í Reykjavík en 30 ný Póstbox verða sett upp víðsvegar um landið nú í ár og hafa nú verið sett upp á Blönduósi og Sauðárkróki.
Meira

Alltaf gaman þegar það er viðurkennt sem maður gerir

Fyrir um mánuði síðan fór þýska meistaramótið í hestaíþróttum fram þar sem mikið var um dýrðir. Í fyrsta sinn veitti þýska landssambandið IPZV viðurkenningu fyrir vel unnin störf í þágu hestamennsku bæði í ræktun og útbreiðslu íslenska hestsins og allt sem því viðkemur og kom hún í hlut Skagfirðingsins Jóns Steinbjörnssonar frá Hafsteinsstöðum. Feykir hafði samband við Jón, eða Nonna eins og hann er oftast kallaður, og forvitnaðist um þennan verðskuldaða heiður.
Meira

Polio Plus dagurinn er í dag

Í dag 24. október er dagur Polio Plus um allan heim. Rótarýhreyfinginn setti sér það markmið að útrýma lömunarveiki í heiminum og hefur fengið alþjóðlegar stofnanir eins og Sameinuðu þjóðirnar með sér í lið. Frá árinu 1988 hefur þetta verið langstærsta verkefni Rótarýhreyfingarinnar til þessa en í ágúst sl. náðist sá stóri áfangi að losa Afríku við þessa veiki.
Meira

Skagfirðingar vilja fullnægjandi fjarskiptasamband

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar og hreppsnefnd Akrahrepps lýsa yfir áhyggjum af lélegu fjarskiptasambandi víða um Skagafjörð sem dregur úr öryggi þeirra sem búa á svæðinu eða eiga leið um það. Í frétt á Skagafjörður.is segir að byggðarráð og hreppsnefnd hvetji Neyðarlínuna og ríkisvaldið til að tryggja fullnægjandi fjarskiptasamband með uppsetningu fleiri senda í samvinnu við staðkunnuga, auk þess sem Tetra-sambandið verði stórlega bætt til að auka öryggi íbúa og ferðamanna í landshlutanum.
Meira

Vill að Byggðastofnun taki yfir póstmál

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, hefur í hyggju að Byggðastofnun á Sauðárkróki taki yfir póstmál, hlutverk sem Póst- og fjarskiptastofnun hefur haft með að gera hingað til. Drög að frumvarpi þess eðlis voru birt í samráðsgátt stjórnvalda í gær. Með því á að leitast við að tryggja jafnan rétt landsmanna til alþjónustu póstsins.
Meira

Ungir sem pínu eldri gefa út tónlist

Það er talsverð gróska í skagfirsku tónlistarlífi þessar vikurnar og nokkrir flytjendur að smella nýjum lögum á Spottann og jafnvel víðar. Feykir tók saman smá yfirlit yfir flóruna eða í það minnsta það sem rak á fjörurnar.
Meira