Skagafjörður

Óvíst hvenær bætur berast bændum í Skagafirði

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir á Rúv.is óvíst hvenær bændur í Skagafirði sem hafa horft á eftir bústofni sínum fái bætur. Búið er að lóga yfirgnæfandi meirihluta fjár á fimm bæjum þar sem riða hefur greinst.
Meira

Einn í einangrun á Norðurlandi vestra

Aðeins einn situr í einangrun á Norðurlandi vestra samkvæmt upplýsingum aðgerðastjórnar almannavarna svæðisins og sóttkvíarlistinn er auður. „Þetta lítur betur og betur út hjá okkur og við skulum bara vona það besta,“ segir á Facebooksíðu lögregluembættisins. Þar segir einnig að ný tafla komi ekki fyrr en eftir helgi, nema eitthvað sérstakt breytist. Sá eini sem er skráður á listann sætir einangrun í póstnúmerinu 551.
Meira

Hönnunar- og prjónasamkeppni Prjónagleðinnar 2021

Um þessar mundir er verið að hleypa af stokkunum hinni árlegu hönnunar- og prjónasamkeppni Prjónagleðinnar á Blönduósi, sem haldin verður 11. – 13. júní 2021. Að þessu sinni gengur samkeppnin út að hanna og prjóna vesti, fyrir barn eða fullorðinn.
Meira

Miðflokkurinn heldur aukalandsþing á laugardaginn

Aukalandsþing Miðflokksins verður haldið nk. laugardag klukkan 13 á fjarfundarkerfinu Zoom. Í tilkynningu frá flokknum segir að til hafi staðið að halda reglulegt Landsþing flokksins en af augljósum ástæðum verði ekki um slíkt að ræða. Hins vegar er stefnt á að halda Landsþing í apríl 2021 þar sem kosið verður í embætti og fleira.
Meira

Engin kórónuveira fannst á minkabúum

Matvælastofnun hefur tekið sýni á öllum minkabúum landsins vegna kórónuveirunnar og reyndust þau öll neikvæð en fyrirskipaðar hafa verið hertar sóttvarnir á minkabúum. Tekin voru sýni á öllum níu minkabúum landsins og þau send í greiningu á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði á Keldum og hjá Íslenskri erfðagreiningu. Niðurstöður liggja nú fyrir og voru þau öll neikvæð.
Meira

Tröllaskagahólf skilgreint sem sýkt hólf

Í ljósi staðfestra riðutilfella í Tröllaskagahólfi er hólfið nú skilgreint í heild sinni sem riðusýkt hólf næstu 20 árin frá síðasta staðfesta tilfelli, eftir því sem fram kemur á heimasíðu MAST. Þegar riðuveiki er staðfest taka gildi ýmsar takmarkanir sbr. reglugerð um útrýmingu á riðuveiki, m.a. er nú óheimilt að flytja sauðfé til lífs milli hjarða, eða hvaðeina milli bæja innan hólfsins, sem getur borið smitefni milli staða nema með leyfi héraðsdýralæknis og að uppfylltum skilyrðum.
Meira

Farga í Varmahlíð opnuð í gær

Ný sorpmóttökustöð var opnuð í Varmahlíð í fallegu vetrarveðri í gær en það eru sveitarfélögin í Skagafirði sem standa að opnun hennar. Nafnið Farga varð hlutskarpast í kosningu íbúa og ber því það nafn í framtíðinni. Framkvæmdir hófust í byrjun sumars og segir á heimasíðu Svf. Skagafjarðar að um mikið framfaraskref sé að ræða í flokkun sorps í dreifbýli Skagafjarðar.
Meira

Skotvís vill að aukaveiðihelgi verði bætt við í desember

Stjórn SKOTVÍS, Skotveiðifélag Íslands, fundaði í gær með Umhverfisstofnun um tillögur félagsins að aukaveiðihelgi verði bætt við í desember vegna áhrifa COVID faraldursins á veiðihegðan veiðimanna. Einnig var farið fram á að friðun á SV landi verði aflétt seinustu tvær helgarnar. „Ljóst er að veiðimenn hafi farið eftir tilmælum um að halda ferðalögum í lágmarki og mjög rólegt hefur verið á veiðislóð,“ segir í fésbókarfærslu stjórnarinnar.
Meira

Opnað fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrk vegna áhrifa af Covid-19

Opnað hefur verið fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum þar sem markmiðið er að jafna tækifæri þeirra til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Styrkirnir koma til viðbótar hefðbundnum íþrótta- og tómstundastyrkjum sveitarfélaga.
Meira

Sveinbjörn Óli og Ísak Óli í landsliði FRÍ

Íþrótta- og afreksnefnd, afreksstjóri og verkefnisstjóri A-landsliðsmála Frjálsíþróttasambands Íslands hafa valið landsliðshóp fyrir komandi ár með hliðsjón af árangri keppenda á árinu sem er að líða. Tveir Skagfirðingar eru í hópnum Sveinbjörn Óli Svavarsson og Ísak Óli Traustason.
Meira