Skagafjörður

Listagjöf um land allt

Íbúum um allt land býðst að njóta listagjafar helgina 19.-20. desember næstkomandi. Listafólk í fremstu röð mun þá sækja fólk heim og flytja stutta listgjörninga, tónlist, ljóðlist, sirkusatriði eða dans sem gefendur geta pantað fyrir ástvini í gegnum vefinn. Einnig verður boðið upp á rafrænar listagjafir til þeirra sem geta ekki tekið á móti gjöf í eigin persónu vegna sóttvarnatilmæla eða staðsetningar. Gjöfin er án endurgjalds en takmarkast við eina pöntun á mann.
Meira

Jólalag dagsins - Ó, Jesúbarn

Í dag er annar sunnudagur í aðventu og þá er kveikt á öðru aðventukertinu, sem nefnist Betlehemskerti. Þá er athyglinni beint að þorpinu sem Jesús fæddist í, og þar sem ekkert rúm var fyrir hann. Í tilefni þess hlustum við á jólalag tileinkað Jesúbarninu eftir Skagfirðinginn Eyþór Stefánsson við ljóð Jakobs Jóhannessonar Smára, skálds, málfræðings og kennara, er fæddist á Sauðafelli í Miðdölum 9.10. 1889.
Meira

Hvað er jákvæð sálfræði?

Síðastliðinn vetur átti ég því láni að fagna að vera í námsleyfi og stunda nám í jákvæðri sálfræði við Endurmenntun Háskóla Íslands. Ég hef orðið vör við nokkra mistúlkun á því hvað jákvæð sálfræði felur í sér og er gjarnan spurð hvort það sé til neikvæð sálfræði, hvort ég sé þá alltaf jákvæð eða kannski í Pollýönnuleik? Mig langar því að koma hér á framfæri stuttri kynningu á hugmyndafræði jákvæðrar sálfræði þar sem ég tel, fyrir utan að svara áðurnefndum spurningum, að hún eigi erindi til allra og geti stuðlað að aukinni vellíðan fyrir þá sem áhuga hafa, ekki síst á tímum sem þessum.
Meira

Jólalag dagsins - Aleinn um jólin

Á stórtónleikunum Jólagestum Björgvins árið 2017 sungu þeir meistarar Björgvin Halldórsson og Stefán Karl Stefánsson saman lagið “Aleinn um jólin” í Hörpu og vakti atriðið mikla lukku. Lagið var samið fyrir plötuna Jól í Latabæ en eins of flestum er kunnugt fór Stefán með hlutverk Glanna glæps.
Meira

Vorvindar glaðir og sr. Dalla með kyrrðarstund í Miklabæjarkirkju

Sönghópurinn Vorvindar glaðir ásamt sr. Döllu Þórðardóttur standa fyrir kyrrðarstund í Miklabæjarkirkju í kvöld klukkan 20:30. Eins og reglur kveða á um verður gestum ekki heimill aðgangur en þess í stað verður hægt að njóta stundarinnar um streymi beint frá kirkjunni.
Meira

Jólamót Molduxa er mótið sem fer ekki fram

Molduxar munu að venju standa fyrir Jólamóti Molduxa í körfubolta nú um jólin og það í 27. skipti. Mótið verður þó með breyttu sniði því það mun ekki fara fram, í það minnsta ekki í raunveruleikanum. Ágóðinn af mótunum hefur runnið til Körfuknattleiksdeildar Tindastóls sem margir vilja styrkja með ráð og dáð og Molduxar deyja ekki ráðalausir frekar en fyrri daginn. Hægt verður að skrá lið til leiks og borga þátttökugjald sem rennur til Kkd. Tindastóls en í stað þess að spila körfubolta í Síkinu geta þátttakendur t.d. hvílt sig heima eða farið út að ganga.
Meira

Kaupfélag Skagfirðinga færir skólunum í Skagafirði hátæknibúnað að gjöf

Kaupfélag Skagfirðinga færði í gær grunnskólunum á Hofsósi, í Varmahlíð og á Sauðárkróki ásamt Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra, hátæknibúnað, til örvunar nýsköpunar, að gjöf.
Meira

Jólalag dagsins – Jólasveinninn kemur í kvöld

Nú fara jólasveinarnir að tínast til byggða hver af öðrum og sá fyrsti, Stekkjastaur, leggur af stað í kvöld og kíkir á skóbúnað í gluggum barna í nótt. Þá er nú við hæfi að spila lagið um það þegar sveinki mætir á svæðið.
Meira

Ekkert flug milli Akureyrar og Amsterdam í vetur

Ekkert verður af fyrirhuguðum flugferðum hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel í vetur. Áætlun gerði ráð fyrir 10 flugferðum frá Amsterdam til Akureyrar í febrúar og mars 2021, en vegna heimsfaraldurs Covid-19 munu þær falla niður.
Meira

Ólöglegt varnarefni í 5-kornablöndu

Matvælastofnun varar við neyslu á tveimur framleiðslulotum af 5-kornablöndu frá Svansö sem Kaupfélag Skagfirðinga flytur inn. Varnarefnið etýlen oxíð greindist í vörunni sem er ekki leyfilegt til notkunar í matvæli. Fyrirtækið hefur innkallað vöruna af markaði með aðstoð Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra.
Meira