Skagafjörður

Snjallmenni tekið í notkun hjá Þjóðskrá Íslands

Þjóðskrá Íslands hefur tekið í notkun snjallmenni í netspjalli á vef stofnunarinnar www.skra.is. Snjallmennið getur svarað ýmsum spurningum um starfsemi Þjóðskrár Íslands og bent viðskiptavinum á gagnlegar slóðir.
Meira

Einfaldar og þægilegar uppskriftir

Þau Inga Skagfjörð Helgadóttir og Jón Gunnar Helgason voru matgæðingar vikunnar í tbl 36 en þau búa á Sauðárkróki. Inga er fædd og uppalinn á Króknum og vinnur sem sjúkraliði á dvalarheimili HSN en Jón Gunnar er heimavinnandi húsfaðir og smiður. Þau eiga fjögur börn og þrjá unglinga og þá er gott að matreiða einfalda og þægilega rétti sem öllum á heimilinu þykja góðir.
Meira

Skagfirskir geitaostar væntanlegir á markað

Á Brúnastöðum í Fljótum hefur matarsmiðja verið í smíðum undanfarin misseri og fyrstu afurðirnar að líta dagsins ljós. Um er að ræða geitaosta en þau hjón, Stefanía Hjördís Leifsdóttir og Jóhannes Ríkarðsson, hafa einnig sett upp mjaltakerfi fyrir geitur og sauðfé og væntanlega verður mjólkin úr ánum einnig unnin í framtíðinni.
Meira

Þórhildur M. Jónsdóttir nýr formaður Samtaka smáframleiðenda matvæla

Þórhildur M. Jónsdóttir á Sauðárkróki hefur verið kosinn nýr formaður Samtaka smáframleiðenda matvæla. Markmið samtakanna eru meðal annars að stuðla að og vinna að hagsmunamálum smáframleiðenda matvæla á öllum sviðum.
Meira

Eldur í Steinullarverksmiðjunni

Slökkvilið Brunavarna Skagafjarðar var boðað út rétt fyrir kl. 23.00 í gærkvöldi vegna elds í Steinullarverksmiðjunni á Sauðárkróki. Um var að ræða eld í útblástursröri, sem liggur frá verksmiðjunni á norðurhlið byggingarinnar.
Meira

Tveir í einangrun á Norðurlandi vestra

Fimmtíu Covid-19 innanlandssmit greindust sl. sólarhring á landinu öllu og eru því 1.022 einstaklingar í einangrun. Á Covid.is eru tveir skráðir í einangrun sem lögheimili eiga á Norðurlandi vestra og sjö í sóttkví en samkvæmt upplýsingum frá aðgerðastjórn lögreglunnar eru þau fimm sem eru í sóttkvínni á svæðinu.
Meira

Veggöng undir Öxnadalsheiði vænlegasti kosturinn

Gerð 10 km vegganga undir Öxnadalsheiði talinn vænlegasti kostur vegtengingar milli Norðausturlands og suður- og vesturhluta landsins af þeim sem þátt tóku í skoðanakönnun sem Gallup vann fyrir Samgöngufélagið dagana 27. ágúst til 23. september sl. Gerð nýs vegar um svonefnda Húnavallaleið sunnan Blönduóss þótti einnig vænlegur kostur. Rímar þetta við kannanir fyrri ára.
Meira

Sigrún Birna Steinarsdóttir nýr formaður UVG

Landsfundur Ungra vinstri grænna fór fram í gegnum fjarfundarbúnað laugardaginn 10. október 2020 þar sem fram fór málefnavinna og stjórnarkjör auk þess sem flutt var erindi um íbúalýðræði. Sigrún Birna Steinarsdóttir var kjörin formaður Ungra vinstri grænna til eins árs.
Meira

Ronaldo besti leikmaður allra tíma

Á fótboltavellinum er erfiðast að skora mörk. Það er dýrmætt fyrir lið að hafa leikmann í sínum röðum sem er snjall að koma boltanum í mark andstæðinganna. Tindastóll nældi í einn svona leikmann í byrjun sumars. Luke Morgan Conrad Rae, 19 ára strákur frá Overton, litlum bæ á Englandi, hefur verið iðinn við kolann. Foreldrar hans eru Sheldon og Michelle og hann á sjö systkini; bræðurna Nathan og McKenzie og systurnar Nicola, Leoni, Chanel, Alicia og Bailey.
Meira

Tókum þetta alla leið - Nýliðar í golfi - Díana Dögg og Dúfa Dröfn

Nýliðar voru áberandi í starfi GSS í sumar en metþátttaka var á árlegu nýliðanámskeiði í júní. Formaður klúbbsins brá sér í hlutverk blaðamanns og tók nokkra þeirra tali og mun Feykir birta viðtöl í næstu blöðum. Díana Dögg Hreinsdóttir og Dúfa Dröfn Ásbjörnsdóttir brugðu sér golfdressið í sumar en Dúfa hefur oftast klæðst markmannstreyjunni þegar sportið er annars vegar þar sem hún var öflug á milli stanganna hjá nokkrum liðum í Íslandsmóti KSÍ. Körfuboltabolurinn var líka mikið notaður hér áður fyrr og kannski ekki alveg kominn á herðatréð enn.
Meira