Skagafjörður

Áskorun að læra eitthvað nýtt - Nýliðar í golfi - Helgi Freyr Margeirsson

Nýliðar voru áberandi í starfi GSS í sumar en metþátttaka var á árlegu nýliðanámskeiði í júní. Formaður klúbbsins brá sér í hlutverk blaðamanns og tók nokkra þeirra tali og mun Feykir birta viðtöl í næstu blöðum. Helgi Freyr Margeirsson ríður á vaðið en hann er þekktur úr körfunni fyrir að raða niður þristum. Því biðu kylfingar spenntir eftir að sjá hvort framhald yrði á þristaröðinni. Helgi hlær að þessu en útilokar ekki að þristunum fjölgi en hann segist hafa spilað töluvert í sumar.
Meira

Stofu Stólarnir komnir í stellingarnar

Ekki virtist vanta í heiminn fleiri körfubolta-poddköst en svo fór stuðningsmönnum Tindastóls að berast vinabeiðnir í vikunni frá Stofu Stólunum. Fyrsta útsending var einskonar poddkasts- og Skype-fundarblanda sem Feykir ætlar ekki að skilgreina nánar. Í fyrstu útsendingu mátti sjá glerharðan stuðningsmann Stólanna úr Hlíðahverfi borgar óttans, Eika Hilmis, og flauelstenór TindastólsTV, Eystein Guðbrandsson, ræða mikilvæg körfumál og skella í andlit áhorfenda óritskoðuðum spám fyrir veturinn. Feykir reyndi að setja sig í samband við höfuðpaurinn.
Meira

Er lélegur kokkur að mati strákanna minna

Matgæðingur í tbl 35 í Feyki var hún Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra, en hún tók við þeirri stöðu þann 15. ágúst 2019. Áður starfaði hún sem framkvæmdastjóri afmælisnefndar aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands. Einnig starfaði hún í tíu ár hjá Eyþingi, sambandi sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, sem menningarfulltrúi og verkefnastjóri uppbyggingarsjóðs.
Meira

Hringrás sögunnar - Ágúst Ingi Ágústsson skrifar

Í aðdraganda komandi keppnistímabils í Dominos deild karla í körfubolta hafa félagsskipti sterkra leikmanna milli tveggja Reykjavíkurliða verið áberandi. Misjöfn fjárhagsstaða félaganna er víst ástæða þessara félagsskipta. Umræðan verður oft óvægin þegar peningar og íþróttir eru annars vegar og stór orð látin falla.
Meira

Landsmótið 1970; aldarandi, aðstæður og harmleikurinn á Þingvöllum - Kristinn Hugason skrifar

Það er með ólíkindum hversu oft mælikvarðar dagsins í dag eru settir á löngu liðna atburði. Það er því ekki úr vegi að draga hér upp mynd af því við hvaða aðstæður landsmótið 1970 fór fram. Tíðarfar var slæmt, árin 1965 til 1971 voru samfelld hafísár. Stórerfiðleikar voru í efnahagsmálunum, verð á sjávarafurðum hríðféll á mörkuðum, auk þess sem síldveiðar drógust saman og brugðust algerlega frá 1968. Þessu samfara riðu gengisfellingar yfir með tilheyrandi verðbólgu, þó sá eldur væri ekki mikill þá miðað við það sem átti eftir að verða. Í landinu var þó stjórnmálalegur stöðugleiki; viðreisnarstjórnin, samstjórn Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks, sat frá 1959 til 1971.
Meira

Til hamingju Stólastúlkur!

Lið Tindastóls og ÍA mættust í Akraneshöllinni nú undir kvöld í 17. umferð Lengjudeildarinnar. Stólastúlkur höfðu þegar tryggt sér sæti í efstu deild og lið ÍA var komið á lygnan sjó eftir basl í sumar. Eitt hékk þó eftir á spýtunni hjá liði Tindastóls en það var Lengjudeildarmeistaratitillinn. Það fór vel á því að Meistari-Mur tryggði toppsætið með enn einni meistaraþrennunni. Lokatölur voru 2-4 fyrir Tindastól eftir fjörugan leik.
Meira

Óskalagatónleikar á KK Restaurant

Í kvöld, 2. október, verða haldnir Óskalagatónleikar í neðri sal KK Restaurant (Kaffi Krók). Tónleikarnir eru verkefni nemenda sem stunda nám í viðburðastjórnun við Háskólann á Hólum. Fyrirkomulagið á tónleikum verður þannig að gestir geta valið á milli þó nokkurra laga á lista, einfaldlega rétt upp hönd og óskað eftir lagi af listanum. Eftir hvert lag er síðan orðið gefið í salinn og tekið við nýju óskalagi.
Meira

Boltinn í dag og um helgina

Ótrúlegt en satt þá verður spilaður fótbolti og körfubolti í dag og um helgina. Kvennalið Tindastóls spilar á Akranesi í dag en leiknum var flýtt, átti að fara fram á morgun en hefst semsagt kl. 17:30 í dag í Akraneshöllinni. Með sigri verða Stólastúlkur meistarar í Lengjudeildinni sem sannarlega væri einstakur árangur í knattspyrnusögu Ungmennafélagsins Tindastóls.
Meira

ÍR-ingar seigir á endasprettinum

Fyrsti leikur karlaliðs Tindastóls í Dominos-deildinni fór fram í gær en ríflega 200 áhorfendur mættu galvaskir í Síkið og fengu hörkuleik þó úrslitin hafi verið fæstum að skapi. Jaka Brodnik var fjarri góðu gamni sökum meiðsla í liði Tindastóls og munaði um minna en það var þó helst skotnýtingin sem kom niður á Stólunum. Þannig skoraði Sigvaldi Eggerts í liði gestanna fleiri 3ja stiga körfur en allt lið Tindastóls til samans en kappinn setti fimm þrista og var sennilega þessi x-factor sem stundum þarf til að vinna leiki. Leikurinn var spennandi fram á síðustu sekúndu en Breiðhyltingarnir höfðu betur, lokatölur 83-87.
Meira

Eitt bros getur skipt máli

Stundum þarf ekki annað en eitt bros til að gera daginn betri, hvort sem það ert þú sem gefur það frá þér eða að þú fáir bros frá einhverjum öðrum. Eitt fallegt bros fyrir þann sem hefur átt slæman dag gæti bætt upp daginn fyrir viðkomandi, það þarf oft svo lítið til að fá fólk til að brosa.
Meira