Skagafjörður

Ingvi Hrannar styrktur til náms af SSNV

Stjórn SSNV hefur ákveðið að veita Ingva Hrannari Ómarssyni, kennara við Árskóla á Sauðárkróki, einnar milljón króna styrk vegna náms hans við Stanford háskóla í Bandaríkjunum en hann leggur nú stund á framhaldsnám til M.A. gráðu í Learning, Design & Technology (LDT). Segir á heimasíðu SSNV að Ingvi Hrannar uni halda námskeið um stafrænar lausnir í kennslu fyrir kennara á starfssvæði samtakanna að námi loknu.
Meira

Feðgar í liði Kormáks/Hvatar

Lið Kormáks/Hvatar tekur nú þátt í B-deild Kjarnafæðismótsins í knattspyrnu en sex lið taka þátt í henni. Lið Húnvetninga hefur nú þegar leikið þrjá leiki og náði í sinn fyrsta sigur í síðustu viku. Þá öttu þeir kappi við lið Samherja og höfðu sigur, 4-2.
Meira

Lífshlaupið hafið

Lífshlaupið, heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, var ræst í 13. sinn í morgun, í Skarðshlíðarskóla í Hafnarfirði. Lífshlaupið höfðar til allra landsmanna og er markmið þess að hvetja alla til að gera hreyfingu að föstum lið í lífi sínu, hvort sem er í frítímanum, í vinnunni, í skólanum eða við val á ferðamáta.
Meira

Leitað að tveimur sérfræðingum

Á heimasíðu Byggðastofnunar má sjá að leitað er að tveimur sjálfstæðum og skipulögðum einstaklingum með góða samskiptahæfileika sem tilbúnir eru til þess að takast á við krefjandi og áhugaverð verkefni á þróunarsviði stofnunarinnar. Staðsetning starfanna er á Sauðárkróki.
Meira

Ég skil þig

Alþjóðadagur gegn krabbameinum er haldinn um heim allan í dag 4. febrúar. Að því tilefni ætla Kraftur og Krabbameinsfélagið að hrinda af stað vitundarvakningu um mikilvægi jafningjastuðnings undir slagorðinu Ég skil þig. Félögin starfrækja Stuðningsnetið þar sem einstaklingar með reynslu veita öðrum faglegan jafningjastuðning og er fyrir þá sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra.
Meira

Eyrarrósarlistinn 2020 opinberaður – Kakalaskáli tilnefndur til verðlaunanna

Kakalaskáli í Skagafirði er eitt þriggja verkefna sem hafa verið formlega tilnefnd til verðlauna Eyrarrósarinnar í ár en hún er nú veitt í sextánda sinn. Alls bárust 25 umsóknir um Eyrarrósina 2020 hvaðanæva af landinu en hún er viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins.
Meira

Karlahlaup Krabbameinsfélagsins fer fram sunnudaginn 1. mars

Skráning er hafin í Karlahlaup Krabbameinsfélagsins sem fer fram sunnudaginn 1. mars næstkomandi. Markmið hlaupsins er að hvetja karlmenn af öllum stærðum og gerðum til að koma saman og hreyfa sig. Þetta fyrsta Karlahlaup markar upphaf Mottumars, árlegs átaksverkefnis Krabbameinsfélagsins sem tileinkað er baráttunni gegn krabbameinum hjá körlum.
Meira

Góður dagur er nýja lyftan á AVIS skíðasvæðinu í Tindastól var vígð

Nýja lyftan á skíðasvæði AVIS í Tindastól var formlega tekin í notkun í gær í upphafi afmælishátíðar svæðisins en fagnað er þessa vikuna að 20 ár eru síðan það var tekið í notkun. Auk Sigurðar Bjarna Rafnssonar, formanns deildarinnar, hélt Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Svf. Skagafjarðar, tölu og séra Sigríður Gunnarsdóttir blessaði svæðið.
Meira

Jæja, hversu gaman var þetta?

Það var ekkert steindautt stórmeistarajafntefli í Síkinu í gærkvöldi þegar Tindastólsmenn tóku á móti vinum sínum úr Vesturbænum. Gestirnir í KR fóru vel af stað en smá saman drógu Stólarnir þá inn og úr varð alvöru bardagi þar sem leikmenn grýttu sér á lausa bolta og jaxlar voru bruddir eins og bismark-brjóstsykur. Það skemmdi síðan ekki fyrir að sigurinn féll með okkar mönnum eftir hálfgert þrátefli síðustu mínútuna sem er sennilega ein sú lengsta og æsilegasta sem leikin hefur verið í Síkinu og er þó um ágætt úrval að ræða. Lokatölur 80-76 fyrir Tindastól.
Meira

Heimsóknum erlendra ferðamanna um Akureyrarflugvöll fjölgar

Fjölgun millilandafarþega um Akureyrarflugvöll hefur verið mikil undanfarin ár en samkvæmt tölum Isavia nam fjölgunin árið 2017 24% frá fyrra ári, árið 2018 var fjölgunin enn meiri eða 70% miðað við fyrra ár og árið 2019 nam fjölgunin 38% miðað við árið á undan, segir á vef Markaðsstofu Norðurlands. Það segir einnig að nú styttist í að ferðamenn á vegum hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel komi í fyrstu vetrarferð ársins til Norðurlands, en þær munu verða átta talsins frá 14. febrúar til 9. mars.
Meira