Ingvi Hrannar styrktur til náms af SSNV
feykir.is
Skagafjörður
06.02.2020
kl. 08.23
Stjórn SSNV hefur ákveðið að veita Ingva Hrannari Ómarssyni, kennara við Árskóla á Sauðárkróki, einnar milljón króna styrk vegna náms hans við Stanford háskóla í Bandaríkjunum en hann leggur nú stund á framhaldsnám til M.A. gráðu í Learning, Design & Technology (LDT). Segir á heimasíðu SSNV að Ingvi Hrannar uni halda námskeið um stafrænar lausnir í kennslu fyrir kennara á starfssvæði samtakanna að námi loknu.
Meira
