Skagafjörður

Leikskólar í Skagafirði og tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar

Í Skagafirði höfum við þrjá frábæra leikskóla þar sem um 80 starfsmenn kenna 240 börnum. Í leikskólunum er unnið faglegt og metnaðarfullt starf sem undirbýr börnin okkar undir lífið og áframhaldandi nám. Þó að leikskólarnir okkar séu frábærar menntastofnanir þá felast áskoranir í því að að reka svo stórar einingar í kviku samfélagi. Leikskólarnir hafa undanfarið glímt við margskonar áskoranir, meðal annars manneklu og fækkun á menntuðu starfsfólki. Ljóst er að með nýju leyfisbréfi sem tók gildi nú um áramótin geti sú staða jafnvel versnað. Af þeim sökum óskaði fræðslunefnd eftir því síðastliðið haust að skipaður yrði starfshópur um starfsumhverfi leikskólanna. Var starfshópurinn skipaður stjórnendum, deildarstjórum og kennurum úr leikskólum Skagafjarðar auk starfsmönnum fræðsluþjónustu. Starfshópurinn vann hratt og vel og skilaði niðurstöðum til nefndarinnar í lok síðasta árs.
Meira

Ræddu mikilvægi flugvalla í Norðvesturkjördæmi

Tveir varaþingmenn Norðvesturkjördæmis, þeir Bjarni Jónsson og Stefán Vagn Stefánsson, ræddu mikilvægi sjúkraflugs í Norðvesturkjördæmi undir fundarliðnum störf Alþingis í gær.
Meira

Miklar fréttir frá kvennaboltanum – María skrifar undir hjá Stólum, nýr markmaður og Jónsi í þjálfarateymið

María Dögg Jóhannesdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við knattspyrnudeild Tindastóls sem eru góðar fréttir en sögur höfðu heyrst að hún ætlaði að söðla um og reyna fyrir sér annars staðar. Þá hefur markmaðurinn Amber Michel einnig skrifað undir samning en hún kemur frá San Diego.
Meira

Krækjur þegar búnar að tryggja sér áframhaldandi setu í 2. deildinni

Helgina 18. og 19. janúar fór fram önnur törnering af þremur á Íslandsmóti í blaki í íþróttamiðstöðinni Varmá hjá Aftureldingu. Krækjurnar spila í 2. deild annað árið í röð eftir að hafa afþakkað sæti í þeirri 1. deild þar sem keppnisfyrirkomulag hentaði ekki liðinu.
Meira

Aukasýningar hefjast á morgun á Mamma Mía

Vegna mikillar eftirspurnar ákvað Nemendafélag Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra að bæta við fjórum aukasýningum á Mamma Mía en frumsýnt var 22. nóvember sl. Aukasýningarnar hefjast á morgun 30. janúar, önnur sýning 31. jan. og síðustu tvær fara fram laugardaginn 1. feb. klukkan 16 og 20.
Meira

Upplýsingar á vef landlæknis vegna kórónaveirunnar

Heilbrigðisráðuneytið vekur á vef sínum athygli á upplýsingamiðlun sóttvarnalæknis vegna kórónaveirunnar (2019-nCoV) á vef embættis landlæknis. Þar er að finna upplýsingar til heilbrigðisstarfsfólks, leiðbeiningar og fræðsla fyrir almenning, upplýsingar og fræðsla tengd alþjóðaflugi og fleira. Kórónaveiran á, eins og kunnugt er, upptök sín í Wuhan héraði í Kína og hafa nú nærr 6.000 tilfelli greinst af henni og um 130 manns hafa látist. Veiran hefur nú greinst í 15 löndum.
Meira

Færanleg rafstöð staðsett við heilbrigðisstofnunina á Hvammstanga

Hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands voru áhrif óveðursins í desember mest á Hvammstanga, en þar var rafmagnslaust í 40 klukkustundir. Fjarskipta- og símasamband gekk erfiðlega og mikil ófærð var á svæðinu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Reykjavíkurkjördæmis norður, um varaafl heilbrigðisstofnana.
Meira

SSNV leita að verkefnastjóra

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, auglýsa starf verkefnastjóra laust til umsóknar. Í auglýsingu á vef samtakanna segir að hér sé um að ræða nýtt og spennandi verkefni sem hafi það að markmiði að laða fjárfestingar í landshlutann í því skyni að fjölga þar störfum. Ráðið er í starfið til tveggja ára með möguleika á framlengingu.
Meira

Kynningarfundur um Hálendisþjóðgarð á Húnavöllum í kvöld

Í dag á að gera þriðju tilraunina til að halda í Húnavallaskóla kynningarfund umhverfis- og auðlindaráðherra á frumvarpi um Hálendisþjóðgarð, sem byggir á skýrslu þverpólitískrar nefndar. Tvisvar hefur þurft að fresta fundi vegna veðurs. „Veðurspáin lofar góðu svo okkur er ekkert að vanbúnaði,“ segir í tilkynningu úr ráðuneytinu.
Meira

„Í næsta leik verða allir fjórir okkar bestu leikhlutar“

Það er búið að ganga frekar brösuglega hjá Stólastúlkum í körfunni að undanförnu. Liðið var lengstum í einu af tveimur efstu sætum 1. deildar fram að jólum en sex tapleikir í röð hafa heldur slegið á bjartsýninina og er liðið nú í fimmta sæti. Feykir hafði samband við Árn Eggert Harðarson, þjálfara Tindastóls, og bað hann að fara yfir ástæður fyrir erfiðu gengi liðsins. Það er engan bilbug að finna á Árna sem er ánægður með framlag stelpnanna við erfiðar aðstæður og er hann bjartsýnn á framhaldið.
Meira