Skagafjörður

Náttúrubarnahátíð á Ströndum

Fjölskylduhátíðin Náttúrubarnahátíð á Ströndum verður haldin í þriðja skiptið helgina 19.-21. júlí nú í sumar. Á hátíðinni fá allir gestir, bæði börn og fullorðnir, kjörið tækifæri til að finna eða rækta sitt innra náttúrubarn. Það er Náttúrubarnaskólinn sem stendur fyrir hátíðinni en hann hefur verið starfræktur síðan sumarið 2015. Náttúrubarnaskólinn stendur fyrir fjölbreyttum námskeiðum yfir sumartímann og miðar að því að fræða börn á öllum aldri um ólíkar hliðar náttúrunnar á námskeiðum sem snúast um útivist og náttúruskoðun þar sem þau læra með því að sjá, snerta og upplifa viðfangsefnin.
Meira

Ráðið í stöður yfirhjúkrunarfræðinga við HSN á Sauðárkróki

Ráðið hefur verið í störf yfirhjúkrunarfræðings svæðis og yfirhjúkrunarfræðings heilsugæslu á HSN Sauðárkróki en störfin voru auglýst laus til umsóknar í lok maí. Sagt er frá þessu á vef HSN.
Meira

Mean Ass Horse Chili, bjórskankar og rabbarbarakaka

Bjarni K. Kristjánsson og Agnes-Katharina Kreiling á Hólum í Hjaltadal voru matgæðingar í 25. tbl. Feykis 2017 þegar þessi þáttur birtist: Bjarni hefur búið á Hólum í nærri 20 ár og starfar sem prófessor við Háskólann á Hólum. Agnes, sem hefur verið á Íslandi í þrjú ár, hefur leigt hjá Bjarna síðastliðina átta mánuði og stundar doktorsnám við skólann. Bæði eru miklir matgæðingar og finnst gott að borða góðan mat og drekka með honum góðan bjór. Hér á eftir fylgja þrjár uppskriftir sem hægt er að nota ef fjölda gesta ber að garði.
Meira

Ísak Óli valinn í landsliðið fyrir Evrópubikar í fjölþrautum.

Um helgina, 6. og 7. júlí fer fram Evrópubikar í fjölþrautum. Mótið fer fram á eyjunni Madeira sem er hluti af Portúgal. Íþrótta- og afreksnefnd og afreksstjóri hafa valið eftirfarandi íþróttamenn á mótið.
Meira

Slæmt tap á Akranesi

Í gærkvöldi mættust lið Kára og Tindastóls í Akraneshöllinni í 2. deild karla. Fyrir leikinn var Tindastóll neðstir með tvö stig en Kári einu sæti fyrir ofan með átta stig því mikilvægur leikur fyrir Tindastól til þess að eiga betri séns að halda sér uppi með sigri.
Meira

Mikilvægir leikir framundan

Það er nóg framundan í boltanum hjá báðum meistaraflokkum Tindastóls og hjá Kormáki/Hvöt. Meistaraflokkur Tindastóls karla á leik í kvöld-fimmtudaginn 4. júlí. Meistaraflokkur Tindastóls kvenna á svo leik á morgun-föstudaginn 5. júlí. Meistaraflokkur Kormáks/Hvatar á leik á laugardaginn 6. júlí svo eiga stelpurnar úr Tindastól leik á mánudaginn 8. júlí.
Meira

Vestlægar áttir og smá væta

Veðurklúbburinn á Dalbæ á Dalvík kom saman til fundar sl. þriðjudag til að bera saman bækur sínar um veðurspá næsta mánaðar og yfirfara hvernig síðasta spá hefði gengið eftir. 14 félagar sóttu fundinn en auk þess fylgdust gestir frá RÚV með fundarstörfum og áttu menn góða stund við spjall og kaffidrykkju að því er segir í fréttatilkynningu frá Veðurklúbbnum.
Meira

Gagnabanki með gönguleiðum á Norðurlandi í vinnslu

Markaðsstofa Norðurlands safnar nú GPS-merktum gönguleiðum innan sveitarfélaga á Norðurlandi og hefur í því skyni sent bréf til allra 20 sveitarfélaganna í landshlutanum þar sem óskað er eftir upplýsingum um merktar og viðurkenndar gönguleiðir sem ætlunin er að veita aðgang að á vefnum. Verkefnið er helst ætlað til leiðsagnar fyrir erlenda ferðamenn en verður þó einnig aðgengilegt Íslendingum. Frá þessu er sagt á vef Ríkisútvarpsins.
Meira

Arnoldas Kuncaitis nýr aðstoðarþjálfari hjá KR

Hinn 24 ára gamli þjálfari Arnoldas Kuncaitis er genginn í raðir KR-inga. Arnoldas kom til landsins í fyrra og þjálfaði við góðan orðstýr hjá Tindastól þar sem hann þjálfaði meistaraflokk kvenna og var aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla.
Meira

Útvarpsstöðin FM Trölli nær útsendingum sínum, stórum hluta í Skagafirði.

Mánudaginn 1. júlí, urðu þau tímamót í sögu FM Trölla að ræstur var sendir á Sauðárkróki, sem þjónar bænum og stórum hluta Skagafjarðar. Einnig nást útsendingar FM Trölla nú á Hofsósi. Útsendingin er á FM 103.7 MHz eins og á Siglufirði, Ólafsfirði og norðanverðum Eyjafirði.
Meira