Náttúrustofuþing haldið á Sauðárkróki
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
15.05.2019
kl. 16.00
Á morgun, fimmtudaginn 16. maí, verður Náttúrustofuþing haldið á Sauðárkróki. Er þetta í ellefta sinn sem náttúrustofur landsins halda opna ráðstefnu víðsvegar um landið utan höfuðborgarsvæðisins. Á þingum Náttúrustofu er fjallað um valin verkefni sem unnin eru á náttúrustofum vítt og breitt um landið. Samtök náttúrustofa eru félagsskapur sem vinnur að sameiginlegum hagsmunamálum náttúrustofanna átta. Í tengslum við þingið verður haldinn aðalfundur samtakanna ásamt vinnufundi starfsmanna.
Meira
