Skagafjörður

Umsóknir og styrkveitingar Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra með tilliti til kynferðis

Nýlega birtist á vef SSNV athyglisverð samantekt yfir umsóknir og styrkveitingar Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra til atvinnuþróunar og nýsköpunar og menningar þar sem sérstaklega var litið til þess hvort sjá mætti einhvern mun á kynjunum varðandi þessa þætti.
Meira

Opnunarhátíð í Tindastól á morgun - FRESTAÐ

Fyrirhugaðri opnunarhátíð hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna veðurs. Áætlað er að vígja nýju lyftuna á skíðasvæði Tindastóls á morgun, laugardaginn 23. mars kl. 11:30, en skíðasvæðið verður opið frá kl. 10-16. Nú geisar óveður á Norðurlandi en samkvæmt spá Veðurstofunnar dregur úr vindi og úrkomu í kvöld og nótt og kólnar. Sunnan 5-10 á morgun, stöku él og hiti rétt yfir frostmarki.
Meira

Gul viðvörun á Norðurlandi vestra

Veður fer nú versnandi víða um landið og eru gular og appesínugular viðvaranir í gildi fyrir stóran hluta landsins í dag og fram á nótt. Veðrinu veldur kröpp og óvenjudjúp lægð sem er á ferðinni suður og austur af landinu. Reiknað er með að hún valdi norðan- og norðaustan stormi eða roki og blindhríð fyrir norðan og austan og líklega einhverjum samgöngutruflunum, að því er segir á vef Veðurstofunnar.
Meira

UMSS fyrirmyndarhérað ÍSÍ og Viggó með gullmerki

Á 99. ársþingi UMSS sem haldið var í Húsi frítímans síðastliðinn þriðjudag, 19. mars, veitti Ingi Þór Ágústsson, úr framkvæmdastjórn ÍSÍ, og Viðar Sigurjónsson, skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri, Ungmennasambandi Skagafjarðar viðurkenninguna Fyrirmyndarhérað ÍSÍ, en það er annað héraðssambandið sem hlýtur þessa viðurkenningu á landinu.
Meira

Opnað fyrir umsóknir í Norðurstrandarleið

Nú hefur verið opnað fyrir skráningu fyrirtækja í Arctic Coast Way/Norðurstrandarleið en ferðamannaleiðin verður formlega opnuð 8. júní næstkomandi á Degi hafsins. Arctic Coast Way er nýtt og spennandi verkefni í ferðaþjónustu og er því ætlað að skapa aukið aðdráttarafl á Norðurlandi og kynna landshlutann sem einstakan áfangastað.
Meira

Blá fátækt í boði Bjarna

Hvers vegna hefur tafist hjá starfshópi um kjör eldri borgara sem standa höllum fæti, sem ráðherra skipaði í vor og var ætlað að skila tillögum fyrir 1. nóvember 2018, að skila tillögum sínum og hvenær er von á tillögum frá hópnum?
Meira

Innblástursventill brotnaði í Málmey á heimstími

Málmey SK-1 kom til hafnar á Sauðárkróki í gærkvöldi eftir að hafa lent í hrakningum á heimsiglingunni. Á Facebooksíðu Fisk Seafodd kemur fram að innblástursventill hafi brotnað og við það eyðilagðist hedd, stimpill og fleira.
Meira

GróLind heldur fundi í dag í Víðihlíð og Miðgarði

Þessa dagana eru starfsmenn Landgræðslunnar á ferð um landið og bjóða öllum áhugasömum til kynningar- og samráðsfunda um verkefnið GróLind – mat og vöktun á gróður og jarðvegsauðlindum Íslands. Næstu fundir verða á Norðurlandi vestra í dag - fimmtudaginn 21. mars. Sá fyrri hefst klukkan 14 og haldinn í Víðihlíð í V-Húnavatnssýslu en kl. 20 í Miðgarði í Skagafirði.
Meira

Elvar Logi sigursæll í Norðlensku mótaröðinni

Þriðja mótið í Norðlensku mótaröðinni fór fram sl. laugardag í Þytsheimum á Hvammstanga en keppt var í tölti, T4 og T7. Hér fyrir neðan má sjá úrslit mótsins en öll úrslit og tölur úr forkeppni eru einnig inn á LH kappa appinu. Fjórða mót Norðlensku mótaraðarinnar verður haldið laugardaginn 30.mars, kl 13:00 í reiðhöllinni á Sauðarkróki og stnedur skráning til miðnættis fimmdudagsins 28. mars en keppt verður í tölti T3, T7 og skeiði.
Meira

Ýmis störf í boði á Sauðárkróki

Á Sauðárkróki vantar deildarstjóra, kerfisstjóra, héraðsfulltrúa, vaktstjóra og bifreiðastjóra, svo eitthvað sé nefnt. Fyrir utan fjölbreytt sumarafleysingastörf hafa áhugaverðar stöður verið auglýstar undanfarið og er af mörgu að taka.
Meira