Úrslit í stærðfræðikeppni 9. bekkinga
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
24.05.2019
kl. 13.18
Í gær var keppt til úrslita í stærðfræðikeppni Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Menntaskólans á Tröllaskaga og níundu bekkja í grunnskólum á Norðurlandi vestra og Tröllaskaga. Keppnin fór fram á Ólafsfirði í gær. Á vef Menntaskólans á Tröllaskaga segir að keppnin hefi verið jöfn og spennandi og keppendur allir sjálfum sér og skólum sínum til sóma. Þetta er í tuttugasta og annað sinn sem keppnin er haldin.
Meira
