Skagafjörður

Stólarnir komnir með Þórsliðið upp að vegg

Lið Tindastóls og Þórs mættust í Þorlákshöfn í kvöld í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Dominos-deildarinnar. Reiknað var með hörkuleik en það voru mestmegnis leikmenn Tindastóls sem gáfu heimamönnum hörkuleik og unnu frábæran fjórtán stiga sigur og náðu því 2-0 forystu í einvígi liðanna. Lokatölur voru 73-87 og spennt Síkið bíður liðanna á fimmtudagskvöldið.
Meira

Húnaþing vestra og Skagafjörður hlutu styrki til ljósleiðaravæðingar í dreifbýli

Sl. föstudag skrifuðu Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Páll Jóhann Pálsson, formaður fjarskiptasjóðs, og forsvarsmenn sveitarfélaga undir samninga um samvinnustyrki frá fjarskiptasjóði og byggðastyrki frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu til ljósleiðaravæðingar sveitarfélaga í tengslum við landsátakið Ísland ljóstengt. Að þessu sinni áttu fjórtán sveitarfélög kost á byggðastyrk á grundvelli byggðaáætlunar og 22 sveitarfélög á samvinnustyrk. Af þeim eru tvö á Norðurlandi vestra, Húnaþing vestra sem á kost á 58,4 milljónum króna í samvinnustyrk og 10 milljónum í byggðastyrk og Sveitarfélagið Skagafjörður en það á kost á 70,8 milljónum í samvinnustyrk og 10 milljónum í byggðastyrk.
Meira

Mislingabólusetning fyrir forgangshópa

Heilsugæsla HSN í Skagafirði mun í samræmi við ráðleggingar sóttvarnarlæknis bjóða forgangshópum upp á bólusetningu gegn mislingum og er þeim sem eftir því óska bent á að panta tíma sem fyrst á heilsugæslustöð.
Meira

Vandi vegna skyndilána eykst, nauðsynlegt að grípa til aðgerða

Umsækjendur sem óskuðu aðstoðar Umboðsmanns skuldara (UMS) vegna fjárhagsvanda fjölgaði um 6,5% á árinu 2018 miðað við árið á undan. Alls bárust 1.397 umsóknir til embættisins 2018 á móti 1.311 umsóknum árið 2017. Mest fjölgaði umsækjendum sem voru á aldrinum 18-29 ára eða úr 23% árið 2017 í 27,3% árið 2018.
Meira

Náttúrustemning úr Skagafirði - Myndir

Feyki bárust nokkrar skemmtilegar stemningsmyndir úr Skagafirði frá Jóni Herði Elíassyni á Sauðárkróki. Minna þær okkur á að stutt er til vorsins með birtu og yl.
Meira

Að setjast í sekk og ösku - Pistill Byggðasafns Skagfirðinga

Senn líður að þremur dögum sem jafnan vekja spennu og tilhlökkun margra, nefnilega bolludegi, sprengidegi og öskudegi. Í ár lenda þessir hátíðisdagar áts, gleði og gríns á 4-6. mars. Öskudagurinn, sá dagur sem við þekkjum nú fyrir búninga, glens og söng, á sér langa sögu. Öskudagsheitið á rætur að rekja til katólsks siðar en þá var ösku dreift yfir höfuð iðrandi kirkjugesta í upphafi lönguföstu (orðasambandið að sitja á eða í sekk og ösku vísar til iðrunar eða sorgar). Askan táknaði þá hið óverðuga og forgengilega en einnig þótti hún búa yfir hreinsandi krafti eldsins. Dagaheitið þekkist hérlendis frá miðri 14. öld, en sennilega er það nokkru eldra (siðurinn að dreifa ösku á söfnuðinn nær aftur til 11. aldar). Eftir siðaskipti lauk iðrunarhlutskiptum öskudagsins hérlendis og úr urðu hátíðarhöld eins og víða þekkjast, þar sem ærslagangur og gleði taka öll völd.[1]
Meira

Þeirra er skömmin, sagði Þuríður Harpa á málþingi ÖBÍ

Málefnahópur ÖBÍ um kjaramál setti jöfnuð og réttlæti í fókus á málþingi sem haldið var 19. mars sl. Þar voru samankomnir öflugir frummælendur sem fjölluðu um skatta, kjaragliðnun, samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og jafnframt deildi fólk eigin reynslu. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, flutti opnunarávarp málþingsins sem bar yfirskriftina: Eru öryrkjar fólkið með breiðu bökin?
Meira

Silungur og lambafille úr héraði

Matgæðingar vikunnar í 11. tbl. Feykis árið 2017 voru þau Brynja Birgisdóttir og Bjarni Kristinsson sem fluttu á Blönduós árið 2012 ásamt tveimur börnum sínum og sögðust una þar hag sínum hið besta. Á heimilinu er eldað af tilfinningu og leggja þau áherslu á að nota Prima kryddin sem eru framleidd hjá Vilko á Blönduósi og segjast geta mælt með þeim. Þau buðu upp á silung úr héraði og lambafille frá Neðri-Mýrum ásamt suðrænum ávöxtum.
Meira

Tindastóll hafði betur í miklum stigaleik

Það var sannkallaður spennuleikur sem fram fór í fyrstu umferð átta liða úrslita Íslandsmótsins í körfubolta í Síkinu í kvöld. Þar áttust við heimamenn í Tindastól og Þór Þorlákshöfn þar sem heimamenn höfðu betur með 112 stigum gegn 105. Gestirnir komu mun ákveðnari til leiks í kvöld og greinilegt að þeir ætluðu að selja sig dýrt enda mættu þeir í Fjörðinn í gær og því engin ferðaþreyta að hrjá þá. Náðu þeir strax forystu og komust í 8-0 áður en Stólar náðu að skora sín fyrstu stig þegar tæpar þrjár mínútur voru liðnar af leiknum. Þórsarar í banastuði hittu vel úr þriggja stiga skotum sínum og héldu Stólum tíu stigum frá sér allt til enda fyrsta leikhluta. Staðan 23-33 fyrir gestunum.
Meira

Leki kom að Degi SK

Leki kom upp í tog­bátnum Degi SK, sem er í eigu Rækjuvinnslunnar Dögunar, stuttu eftir hádegið í gær þar sem skipið var statt um fimm sjómílur úti fyr­ir Hafnarfirði. Voru björgunaraðilar þegar kallaðir til og sendir á vettvang.
Meira