Skagafjörður

Skákfélag Sauðárkróks á Íslandsmót Skákfélaga

Nú um helgina fer fram fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga, í Rimaskóla í Grafarvogi. Skákfélag Sauðárkróks sendir lið til keppni í þriðju deild og er fyrsta umferðin í kvöld kl 20.00.
Meira

Stórhættuleg hola á Flæðum

Lesandi hafði samband við Feyki og vildi benda á stórhættulegan hlut, sem viðkomandi þótti ástæða til að laga. Um er að ræða stærðar holu og við gangstéttina, steinsnar frá klukkunni við sundlaugina á Sauðárkróki.
Meira

Karaktersigur í háspennuleik gegn endurfæddum Grindvíkingum

Það var háspenna í Síkinu í kvöld þegar Tindastóll og Grindavík mættust í sjöttu umferð Dominos-deildarinnar. Grindvíkingar voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik og voru hreinlega mjög flottir en Tindastólsmenn mættu til leiks með grjótharða vörn í síðari hálfleik þar sem Viðar klíndi sig á Lewis Clinch Jr. Síðustu mínútur voru síðan æsispennandi þar sem nokkrir dómar duttu með gestunum. Jóhann Ólafsson þjálfari Grindavíkur sagði eftir leik að þetta væri þriðji eða fjórði leikurinn í röð sem hans menn tapa í Síkinu á síðustu sókn leiksins og var að vonum svekktur. Lokatölur 71-70 fyrir Tindastól.
Meira

Haustdagur ferðaþjónustunnar 2018

Haustdagur ferðaþjónustunnar á Norðurlandi vestra verður haldinn í Miðgarði í Skagafirði næstkomandi miðvikudag, 14. nóvember, klukkan 13:30-16:00. Það er samráðsvettvangur SSNV og ferðamálafélaganna í Húnaþingi vestra, A-Hún. og Skagafirði sem standa að Haustdeginum en þar verða flutt þrjú áhugaverð erindi sem snerta ferðaþjónustu.
Meira

Fjölnir og Breiðablik mæta í Síkið í Geysis-bikarnum

Fyrsta umferðin í Geysis-bikarnum í körfuknattleik kláraðist sl. mánudagskvöld en þá hafði meistaraflokkur karla hjá Tindastóli tryggt sig í 16 liða úrslit með sigri á Reyni Sandgerði. Dregið var í 16 liða úrslit hjá bæði körlum og konum nú í vikunni og fá strákarnir 1. deildar lið Fjölnis í heimsókn en stelpurnar Dominos-deildar lið Breiðabliks.
Meira

Þremur sagt upp í Arion banka á Sauðárkróki

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar, ásamt sveitarstjóra, átti fund með stjórnendum Arion banka fyrir helgi þar sem rædd voru málefni bankans sem snúa að uppsögnum starfsfólks í útibúi þess á Sauðárkróki og áætlunum um lokun hraðbanka á Hofsósi. Eins og fram hefur komið í fréttum var ákveðið að hætta við lokun bankans en uppsagnir starfsfólks stendur.
Meira

Samantekt um rekstur sjávarútvegsfyrirtækja í Norðvesturkjördæmi

Unnin hefur verið, að beiðni Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV), Fjórðungssambands Vestfirðinga (FV) og Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV), samantekt um rekstur sjávarútvegsfélaga í Norðvesturkjördæmi á árinu 2016 og 2017. Skýrslan er unnin af ráðgjafarfyrirtækinu Deloitte og er það gert í tengslum við áform stjórnvalda um veiðigjöld. Í henni kemur skýrt fram versnandi afkoma sjávarútvegsfélaga á svæðinu.
Meira

Góður fundur UMSS í Varmahlíð í gær

Ungmennasamband Skagafjarðar hélt fræðslufund fyrir stjórnarmenn og þjálfara aðildarfélaga þess í Miðgarði í gær. Þar átti m.a. að sæma sambandið viðurkenningunni Fyrirmyndarhérað ÍSÍ en vegna forfalla stjórnenda ÍSÍ frestast það um óákveðinn tíma. Ánægja var með góða mætingu gesta sem þökkuðu vel fyrir sig með lófaklappi í lok fundar. Óhætt er að segja að fyrirlestur Pálmars Ragnarssonar hafi hreyft við fólki en hann ræddi um jákvæð samskipti.
Meira

Hlakka til að gleðja Skagfirðinga með söng

Karlakór Hreppamanna, undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar, heldur tónleika í Menningarhúsinu Miðgarði á föstudaginn kemur 9. nóv. kl 20.00. Með kórnum kemur fram söngkonan Kristjana Stefánsdóttir auk þriggja manna hljómsveitar sem skipuð er einvalaliði hljóðfæraleikara, þeim Vigni Þór Stefánssyni píanóleikara, Jóni Rafnssyni bassaleikara og Erik Qvick trommuleikara.
Meira

N4 heimsækir Karólínu í Hvammshlíð

Það er alþekkt að sauðfjárbændur þurfa að hafa allar klær úti til að reka bú sín og fjármagna tækjakaup. Einn slíkur hefur útbúið skemmtilegt dagatal sem er í senn fallegt, skemmtilegt og fróðlegt og afraksturinn fór upp í dráttarvélarkaup. Bóndinn, sem kallar sig Karólínu í Hvammshlíð, er þýskur að uppruna og keypti eyðijörð sem keyrt er að þar sem Þverárfjallsvegur liggur sem hæst.
Meira