Vorið kom á beði af Lego-kubbum og Cheerios
feykir.is
Skagafjörður, Það var lagið
18.05.2020
kl. 13.09
Magnúsi Frey Gíslasyni á Sauðárkróki er margt til lista lagt. Arkitektinn, hönnuðurinn og húsgagnasmiðurinn sýslar einnig við tónlist og hefur til að mynda um langan tíma verið í hljómsveitinni Stafrænn Hákon. Nú á dögunum sendi hann þó frá sér hið undurfallega lag Vor, í eigin nafni. „Lagið varð til á fimm mínútum þar sem ég gekk á beði af Lego kubbum og Cheerios í miðri Covid leikskólalokun,“ tjáir Magnús Freyr Feyki.
Meira