Það var lagið

THE ONE MOMENT / OK Go

Hljómsveitin OK Go, sem ættuð er frá Chicago en gerir nú út frá Los Angeles, hefur ekki beinlínis tröllriðið vinsældalistum heimsins. Og þrátt fyrir að rokktónlist þeirra sé oft á tíðum hin áheyrilegasta þá eru það í raun myndböndin sem þeir gera við lögin sín sem vekja mesta athygli.
Meira

PARADIS PERDUS / Christine and the Queens

Christine and the Queens hafa vakið talsverða athygli upp á síðkastið en er í raun sviðsnafn frönsku listakonunnar Héloise Letissier. Verk hennar sameina tónlist, dans, listmyndbandagerð, teikningar og ljósmyndun.
Meira

EVERYTIME YOU GO AWAY / Daryl Hall & Elle King

Einn alflottasti sólsöngvari allra tíma, Daryl Hall, er sjötugur í dag. Hall er að sjálfsögðu frægastur fyrir að vera stóri ljóshærði gaurinn í einum vinsælasta dúett allra tíma, Hall & Oates, sem áttu sitt blómaskeið á hinum sígildu eitís-tímum.
Meira

PERFECT ILLUSION / Lady Gaga

Snillingurinn Lady Gaga er komin á ferðina aftur og nú nýlega skellti hún hinu eiturhressa lagi, Perfect Illusion, út á alnetið ásamt tilheyrandi myndbandi. Það er alltaf gaman af þessari mögnuðu fjöllistakonu.
Meira

I WILL ALWAYS LOVE YOU / Lissie

Lissie er frábær bandarísk tónlistarkona sem hefur kannski ekki alveg náð að slá í gegn. Hún hefur gefið út þrjár sólóplötur og nokkrar EP með ágætum ábreiðum. Hún er í uppáhaldi á Feyki.
Meira

NO GOOD / Kaleo

Hljómsveitin Kaleo úr sveit Mosfells hefur verið í meikinu í USA síðustu misserin. Ekki er laust við að örlítið hafi hlaupið á snærið hjá þessu sterka bandi á dögunum þegar kynningarherferð vegna nýs sjónvarpsþáttar þeirra stjörnufóstbræðra Martin Scorsese og Mick Jagger, Vinyl, fór á yfirsnúning. Þannig var myndband við lag þeirra, No Good, notað sem eitt helsta kynningarefni sjónvarpsþáttarins.
Meira

LET'S DANCE / David Bowie

Hinn magnaði listamaður, David Bowie, lést 10. janúar og hafði aðeins örfáum dögum áður sent frá sér sína nýjustu sólóplötu, Black Star. Bowie naut gríðarlegrar virðingar í tónlistarheiminum, var oft líkt við kamelljón því hann virtist geta tileinkað sér hinar ólíkustu tónlistarstefnur og gert að sínum. Lagið að þessu sinni er Let's Dance af samnefndri plötu sem var hans vinsælasta þó hún þætti kannski ekki hans besta.
Meira

OUT OF THE WOODS / Taylor Swift

Taylor Swift er með ólíkindum hæfileikarík tónlistarkona. Þegar hún var 10 ára gömul ku tölvuviðgerðarmaður hafa kennt henni þrjú grip á gítar og kveikti hjá henni áhugann á að búa til tónlist. 11 ára gömul reyndi hún fyrst fyrir sér í Nashville, árið 2000, en án árangurs en það má segja að frá árinu 2005 sé tónlistarferill hennar ein óslitin sigurganga. Hér er myndband sem fylgir nýjasta singölnum af plötunni 1989, Out of the Woods.
Meira

ADVENTURE OF A LIFETIME / Coldplay

Coldplay eru mættir enn eina ferðina með nýja plötu og fyrsti singullinn af henni er hið hressilega Adventure of a Lifetime. Það er greinilegt að Christ Martin og félagar hafa ákveðið að daðra aðeins við danstónlistina að þessu sinni því það örlar á diskói í þessu.
Meira

S.O.B. / Nathaniel Rateliff & The Night Sweats

Þjóðlagapopphetjan Nathaniel Rateliff frá Hermann í Missouri í Bandaríkjunum hefur vakið athygli upp á síðkastið í viðhengi við The Night Sweats, sálarskotið ryþma og blús kombó sem hann setti á laggirnar árið 2013.
Meira