Það var lagið

Hrói Höttur í uppfærslu Leikfélags Sauðárkróks - Leikdómur

Ég er sest fyrir miðju í salnum í Bifröst, tilbúin í það sem næsti einn og hálfi tíminn hefur upp á að bjóða. Áfangastaður er Skírisskógur, fararstjóri er Leikfélag Sauðárkróks og eftir að hafa rennt yfir leikaravalið í leikskránni virðist ég vera á leið í skemmtiferð af bestu sort! Inn salinn ráðast hermenn í leit að hetjunni okkar – Hróa hetti, sem hefur náð að móðga eiginkonu sýslumannsins og uppsker að sjálfsögðu stöðu réttdræps útlaga.
Meira

Á tæpasta vaði

Göngur og réttir eru víðast hvar yfirstaðnar þetta haustið en í dag er farið í eftirleitir á einhverjum afréttum. Gangnasvæði eru æði misjöfn yfirferðar, ýmist á þýfðu, sléttu eða bröttu landi og fara yfir gil og klungur. Árni Gunnarsson, kvikmyndagerðarmaður og Skottueigandi, var í göngum um daginn og myndaði hrikalega gönguleið sem hann fór.
Meira

Brosandi hestur - sjáðu myndbandið

Það er ekki annað hægt en að byrja daginn á því að horfa á þetta skemmtilega myndband af hesti sem brosir yfir því að fá gott klór
Meira

Íslensk stelpa fellur í yfirlið í tívolítæki - Myndband

Margir íslendingar eru nú á ferðalagi erlendis eða með plön um slíka ferð í sumar. Ýmis afþreying er í boði á þessum helstu ferðamannastöðum og er vinsælt að skella sér í tivolítæki.
Meira

Grenja/ Baggalútur

Baggalútur sendi frá sér nýtt lag á dögunum, Grenja, og fá þeir Sölku Sól sér til halds og trausts að syngja með Guðmundi Pálssyni. Aðrar raddir sjá Dísa Jakobs, Sigurður Guðmundsson, Karl Sigurðsson og Bragi Valdimar Skúlason. Lag og texta á Bragi Valdimar Skúlason.
Meira

Walk This Way/ Aerosmith

Hvað er betra en þessi snilldarsmellur á góðum föstudegi þegar 17. júní nálgast og sólin skín. "Walk This Way" er lag bandarísku rokkhljómsveitinni Aerosmith samið af Steven Tyler og Joe Perry. Lagið var upphaflega haft á B hlið plötunnar Toys in the Attic frá 1975 og náði 10. sæti á Billboard listanum snemma árs 1977.
Meira

BODY MOVES / DNCE

Það styttist í janúarmánuði og veðrið minnir allt eins á sumarið en veturinn. Það er því upplagt að gera gott sumarpartí og því er lagið að þessu sinni Body Moves með gleðisveitinni bandarisku, DNCE.
Meira

ANOTHER CHRISTMAS IN LA / The Killers & Dawes

Hin ágæta hljómsveit The Killers hefur haft það fyrir venju síðustu árin að gefa út jólalag árlega og nú fyrir jólin kom út safnplata með þessum lögum. Þar er meðal annars að finna þetta ágæta lag, Another Christmas in LA, sem þeir flytja ásamt Dawes.
Meira

THE ONE MOMENT / OK Go

Hljómsveitin OK Go, sem ættuð er frá Chicago en gerir nú út frá Los Angeles, hefur ekki beinlínis tröllriðið vinsældalistum heimsins. Og þrátt fyrir að rokktónlist þeirra sé oft á tíðum hin áheyrilegasta þá eru það í raun myndböndin sem þeir gera við lögin sín sem vekja mesta athygli.
Meira

PARADIS PERDUS / Christine and the Queens

Christine and the Queens hafa vakið talsverða athygli upp á síðkastið en er í raun sviðsnafn frönsku listakonunnar Héloise Letissier. Verk hennar sameina tónlist, dans, listmyndbandagerð, teikningar og ljósmyndun.
Meira