Það var lagið

Skellum okkur með Dúddírarirey inn í helgina

Það er föstudagur og hvað er þá betra en að hlæja og neita að núllstilla lífið með neikvæðni? Þetta er í það minnsta góður tími fyrir kappana í Danssveit Dósa að stíga fram og skella í loftið lipru og léttu lagi sem þeir kalla Dúddírarirey. Þetta er fyrsta lagið sem þessir eldhressu skagfirsku gleðipinnar senda frá sér og er hægt að nálgast lagið á Spottanum góða.
Meira

Lausir fætur á sviði í Bifröst - Kíkt í leikhús

Þessa dagana sýnir Nemendafélag Fjölbrautarskólans á Norðurlandi vestra dans- og söngleikinn Lausir fætur, eða Footloose, eftir Herbert Ross í leikstjórn Kolbrúnar Lilju Guðnadóttur. Með aðalhlutverk fara þau Ingi Sigþór Gunnarsson og Guðný Rúna Vésteinsdóttir sem leika unglingana Aron og Evu.
Meira

Eyþór Árnason les upp úr ljóðabók sinni Norður í kvöld á Facebook

Skagfirðingurinn og ljóðskáldið úr Blönduhlíðinni Eyþór Árnason hefur glatt ljóðaunnendur með upplestri á ljóðabókum sínum á Facebook-síðu sinni og hefur lesið eina bók frá upphafi til enda í hvert sinn. Í kvöld er komið að þriðja lestri er hann fer í gengum bókina Norður sem út kom árið 2015. „Þetta var nú bara hugdetta sem vaknaði núna fyrir síðustu jól og svo var maður að bræða þetta með sér og ákvað síðan að nota Covid-ástandið og kýla á það,“ segir Eyþór aðspurður um atburðinn.
Meira

Nýtt lag með Ouse komið í spilun

Nú í síðustu viku kom út splunkunýtt lag með Ouse en hann er eins og margir vita einn niðurhlaðnasti tónlistarmaður landsins. Lagið kallast Why Did You Tell Me That You Loved Me? eða Hvers vegna sagðir þú mér að þú elskaðir mig? og er þetta fyrst einfarinn af væntanlegri breiðskífu Ouse.
Meira

VALDÍS með enn eina rós í hnappagatið

Eftir eina viku er öskudagur og þá er líklegt að Gamli Nói muni meðal annars poppa popp. Það gerir líka skagfirska söngdívan VALDÍS en hún gaf á dögunum út sitt fimmta lag, sérdeilis áheyrilegt eitís-skotið dansvænt nútímapopp, sem kallast Piece Of You.
Meira

Ég man, nýtt lag Sverris Bergmanns - Myndband

Sverrir Bergmann Magnússon samdi og gaf út á dögunum nýtt lag, Ég man, sem fengið hefur góða dóma áheyrenda og fjallar um fallegasta stað á jarðríki, Skagafjörð. Nú er komið myndband við lagið sem Helgi Sæmundur Guðmundsson gerði einkar vel en þar leikur Jóhann Daði Gíslason hinn angurværa mann sem lætur hugann reika til æskustöðvanna.
Meira

Fíll og köttur Gillons

Út er komin 2. smáskífa Gillons af væntanlegri plötu. Lagið nefnist Fíll og köttur og var það upprunalega samið fyrir 16 árum er höfundur dvaldi syðra við nám. Upptökustjórn er sem fyrr í höndum Sigfúsar Arnars Benediktssonar, félaga Gísla úr Contalgen Funeral og er tekið upp í Stúdíó Benmen. Þar vinna þeir Fúsi og Gísli í 5. sólóplötu þess síðarnefnda og mun hún bera heitið Bláturnablús. Útgáfa er áætluð seinna á þessu ári.
Meira

Feykir poppar popp ársins 2020

Árið 2020 var undarlegt með allar sínar hömlur, boð og bönn sem flestir hefðu nú sennilega hlegið að fyrir ári að við létum yfir okkur ganga að mestu möglunarlaust. Tónlistarfólk létti okkur þó lífið með flutningi yfir net og sjónvarp. Á árinu kom út fullt af fínni músík og diskóið gekk aftur, fullt af glimmer og gleði í drungalegum heimi.
Meira

Kosning um Mann ársins 2020 á Norðurlandi vestra er hafin

Feykir stendur fyrir kjöri á manni ársins á Norðurlandi vestra líkt og gert hefur verið undanfarin ár. Íbúum á svæðinu og öðrum lesendum Feykis gefst kostur á að velja úr hópi þeirra sem tilnefndir voru af lesendum. Í þetta skiptið bárust tilnefningar um sjö einstaklinga. Hægt verður að greiða atkvæði á vefnum Feyki.is eða senda atkvæði í pósti á Feykir, Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur. Kosningin er hafin og lýkur á miðnætti á nýársdag, 1. janúar.
Meira

Jólalag dagsins - Nei, nei, ekki um jólin

Um haustið 1984 gaf hinn goðsagnakenndi HLH flokkur út jólaplötuna Jól í góðu lagi og var önnur plata flokksins það árið því um vorið hafði sveitin sent frá sér hina geysivinsælu plötu Í rokkbuxum og strigaskóm. Mörg lög eru enn leikin af þessum tveimur plötum og má segja að Nei, nei, ekki um jólin sé enn meðal vinsælustu jólalaga landsins.
Meira