Það var lagið

Stjórnin í Miðgarði síðasta vetrardag „Ævintýraljómi yfir þessum tíma“

Hin geysivinsæla hljómsveit Stjórnin fagnar 30 ára starfsafmæli um þessar mundir með pompi og prakt og leggur land undir fót. Það er vel við hæfi að fyrstu tónleikarnir verði í Skagafirði, þar sem sveitin átti mörg snilldar giggin áður fyrr, í Menningarhúsinu Miðgarði síðasta vetrardag, miðvikudagskvöldið 18. apríl 2018.
Meira

Smekklega settir ljóðstafir - Stefjagróður Ingólfs Ómars

Út er komin ljóðabókin Stefjagróður eftir Skagfirðinginn Ingólf Ómar Ármannsson. Hann er fæddur á Sauðárkróki 1966 og ólst þar upp, byrjaði snemma að yrkja og er í dag einn þekktasti hagyrðingur landsins.
Meira

Kosningarnar koma brátt með kosti sína og galla - Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga 2018

Enn á ný stendur Safnahús Skagfirðinga fyrir vísnakeppni í aðdraganda Sæluviku og telst umsjónarmanni til að nú sé komið að þeirri 43. en keppninni var komið á árið 1976. Reglurnar eru sem fyrr einfaldar og góðar; annars vegar að botna fyrirfram gefna fyrriparta og eða semja vísu um ákveðið málefni. Ekki er nauðsynlegt að botna allt og einnig er í lagi að senda bara inn vísu.
Meira

Skagfirðingabók komin út

Út er komin 38. rit Skagfirðingabókar Sögufélags Skagfirðinga sem, líkt og allar götur frá árinu 1966, flytur lesendum sögulegan fróðleik úr Skagafirði. Meðal efnis er heilmikil samantekt Ágústs Guðmundssonar um hernámsárin 1940-1942, Þegar Krókurinn varð hluti af heiminum.
Meira

Markaðskönnun fyrir Feyki

Sigfús Ólafur Guðmundsson, fyrrverandi starfsmaður Nýprents og núverandi hjá VÍS á Sauðárkróki, er að vinna lokaverkefnið sitt í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Umfjöllunarefni lokaverkefnisins er markaðsáætlun fyrir héraðsfréttablaðið Feyki.
Meira

Myndlistarsýning í Sauðárkrókskirkju – Síðustu verk Ninna málara

Næstkomandi sunnudag, 25. mars, opnar sýning í Sauðárkrókskirkju á verkum Jónasar Þórs Pálssonar, Ninna málara, þar sem píslarsaga Jesú Krists er rakin. Um tíu myndir er að ræða, listilega vel gerðar og fallegar. Í síðasta Sjónhorni slæddist röng dagsetning með auglýsingu um sýninguna en þar stóð að hún hæfist 25. apríl, en hið rétta er 25. mars og hefst klukkan 13.
Meira

Kaffihlaðborð og basar í Varmahlíðarskóla sunnudaginn 11. mars

Á sunnudaginn næsta, 11. mars, milli klukkan 15 og 17, verður hið árlega kaffihlaðborð og basar í Varmahlíðarskóla. Allur ágóði rennur þetta árið til Verum samfó hópsins, sem er sjálfsprottinn samhjálpar- og sjálfsstyrkingarhópur fólks sem hittist tvisvar í viku í Húsi frítímans til að styrkja geðheilsu sína með uppbyggilegri og styðjandi samveru.
Meira

Rúnar Þór safnar fyrir ferð á slóðir Lord of the Rings

Rúnar Þór Njálsson frá Blönduósi á sér þann draum að ferðast á vit ævintýra, alla leið til Nýja-Sjálands í 14 daga skoðanatúr og bralla ýmislegt tengt sagnaveröld Lord of the Rings. Rúnar Þór er 26 ára gamall og bundinn hjólastól en hann fæddist þremur mánuðum fyrir tímann, aðeins 4 merkur/1kg og er með CP fjórlömun. Til þess að geta fjármagnað drauminn hefur hann stofnað fjámögnunarsíðu á netinu en ferðin fyrir hann og aðstoðarfólk kostar um 27.000, evrur.
Meira

Blowin’ In The Wind með Bob Dylan

Blowin’ In The Wind með Bob Dylan er tilvalið lag til að hlusta á meðan vindar leika um holt og hæðir. Bob Dylan samdi lagið árið 1962 og gaf það svo út á plötu sinni The Freewheelin' Bob Dylan árið 1963.
Meira

Góðir hlutir gerast hægt - Liðið mitt Bryndís Rut Haraldsdóttir

Bryndís Rut Haraldsdóttir leikmaður mfl. kvenna hjá Tindastóli og fyrrverandi markmaður U19 landsliðsins er gallharður stuðningsmaður Liverpool. Hún er reyndar gallhörð í hverju því sem hún tekur sér fyrir hendur meira að segja að vera Seylhreppingur, þó hann heyri nú sögunni til. Hún er frá Brautarholti en segist að sjálfsögðu búa á Laugavegi 15 í póstnúmeri 560, þ.e. í Varmahlíð. Bryndís sækir vinnu til Sauðárkróks og starfar sem verkamaður hjá þjónustumiðstöð Skagafjarðar. Bryndís svarar hér spurningum í Liðið mitt.
Meira