Það var lagið

Stofu Stólarnir komnir í stellingarnar

Ekki virtist vanta í heiminn fleiri körfubolta-poddköst en svo fór stuðningsmönnum Tindastóls að berast vinabeiðnir í vikunni frá Stofu Stólunum. Fyrsta útsending var einskonar poddkasts- og Skype-fundarblanda sem Feykir ætlar ekki að skilgreina nánar. Í fyrstu útsendingu mátti sjá glerharðan stuðningsmann Stólanna úr Hlíðahverfi borgar óttans, Eika Hilmis, og flauelstenór TindastólsTV, Eystein Guðbrandsson, ræða mikilvæg körfumál og skella í andlit áhorfenda óritskoðuðum spám fyrir veturinn. Feykir reyndi að setja sig í samband við höfuðpaurinn.
Meira

Allir með Feyki á Blönduósi

Í nýjum Feyki vikunnar er aðalefnið tileinkað Blönduósi en miklar framkvæmdir hafa farið fram við kirkjugarð bæjarins. Óli Arnar hafði samband við Valdimar Guðmannsson, formann stjórnar kirkjugarðs Blönduóskirkju, og forvitnaðist um framkvæmdir.
Meira

Á móti straumnum, mynd Óskars Páls Sveinssonar, frumsýnd á laugardaginn

RIFF kvikmyndahátíð í Reykjavík var sett þann 24. september sl. og stendur fram á sunnudag, 4. október, en boðið er upp á úrval alþjóðlegra kvikmynda, viðburða og pallborðsumræðna í Bíó Paradís, Norræna húsinu og á netinu. Auk hefðbundinna bíósýninga í Bíó Paradís er boðið upp á yfir 100 myndir frá öllum heimshornum í gegnum netið. Á móti straumnum, mynd Óskars Páls Sveinssonar um transkonuna Veigu Grétarsdóttur sem siglir á kayak í kringum Ísland, verður frumsýnd nk. laugardag kl. 18.
Meira

Lukkuklukkur - Nýtt lag með Gillon

Út er komið lagið Lukkuklukkur með Gillon, Gísla Þór Ólafssyni, sem tekið var upp hjá Sigfúsi Arnari Benediktssyni í Stúdíó Benmen á Sauðárkróki, en þar vinna þeir félagar að 5. plötu Gillons, Bláturnablús, sem væntanleg er á næsta ári. Að sögn Gísla var texti viðlagsins upprunalega „klukkur klukkur klingja“ en Guja, kona Gísla, misskildi það sem Lukkuklukkur er hann flutti það fyrir hana í byrjun árs 2017.
Meira

Jazz-tónleikar í Blönduósskirkju - Tónleikaröð sóknarnefndar

Gítarleikarinn Andrés Þór Gunnlaugsson og píanistinn Agnar Már Magnússon munu koma fram á tónleikum í Blönduósskirkju sunnudaginn 13. september kl. 16. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröð, en Andrés og Agnar fengu styrk frá Tónaland - landsbyggðartónleikar vegna verkefnisins. Á efnisskránni eru tónverk eftir þá félaga, auk laga eftir Jón Múla, Cole Porter og Luiz Bonfa.
Meira

Alþjóðleg brúðulistahátíð á Hvammstanga

Hvammstangi International Puppet Festival, HIP, er ný brúðulistahátíð á Hvammstanga, þar sem brúðuleiksýningar og -kvikmyndir verða í hávegum hafðar. Hátíðin verður haldin 9. - 11. október en á hátíðinni verður boðið upp á tólf sýningar með listamönnum af níu þjóðernum, úrvali vinnusmiðja fyrir fólk á öllum aldri, bæði byrjendur og atvinnumenn, og úrval brúðubíómynda sem eru sérvaldar af Handmade Puppet Dreams, fyrirtæki Heather Henson í Bandaríkjunum. Yfir 60% viðburða hátíðarinnar eru ókeypis fyrir áhorfendur en alla dagskrá hennar má nálgast á www.thehipfest.com.
Meira

Söguferð um Húnaþing

Ferðafélag Skagfirðinga hyggur á söguferð í Húnaþing laugardaginn 8. ágúst nk. þar sem Magnús Ólafsson sagnameistari á Sveinsstöðum fer með göngufólk á söguslóðir. Samkvæmt tilkynningu frá Ferðafélaginu verður byrjað á Þrístöpum þar sem miklir atburðir áttu sér stað.
Meira

Leynist lag í skúffunni? -Skagfirskir tónar frá skagfirskum konum

Nú er það ljóst að Sæluvika Skagfirðinga vrður haldin í haust og eru ýmsir farnir að undirbúa þátttöku. Hulda Jónasdóttir hefur verið iðin við að setja upp söngdagskrá í sínum gamla heimabæ og verður svo nú og ætlunin að flytja lög eftir skagfirskar konur.
Meira

Eldur í Húnaþingi - Hörku dagskrá framundan

Eldur í Húnaþingi er nú tendraður í 18. sinn en dagskrá hófst í gærmorgun, miðvikudag, með dansnámskeiði fyrir börn og stendur hátíðin fram á sunnudag. Hver viðburðurinn rekur annan og óhætt að telja að tónlistarfólk eigi eftir að halda uppi stemningu.
Meira

Nafli jarðar - myndir Hjálmars Stefánssonar frá Smyrlabergi

Föstudaginn 17. júlí kl. 17:00 verður opnuð sýning á verkum Hjálmars Stefánssonar frá Smyrlabergi í fjóshlöðunni á Kleifum við Blönduós. Á sýningunni sem ber yfirskriftina Nafli jarðar gefur að líta 127 málverk sem fengin eru að láni hjá ættingjum og vinum listamannsins.
Meira