Það var lagið

Flott jólavídeó af Króknum

Feykir gleymdi alveg að græja jólalögin í byrjun desember en alveg er óhætt að pósta þeim strax 1. desember, samkvæmt jólalagaspilunarráðuneytinu. Bætum við úr því hér með sígildu lagi Brendu Lee, Rockin 'Around the Christmas Tree, og flottu vídeói sem Birkir Hallbjörnsson, 16 ára Króksari, bjó til og setti á YouTube.
Meira

JólaFeykir kemur fyrir rest

Vegna óviðráðanlegra ástæðna hefur dreifing á JólaFeyki, sem kom út í gær, tafist en verið er að vinna í því að koma honum til lesenda. Fyrir þá sem ekki hafa þolinmæði að bíða eftir pappírnum geta nálgast JólaFeyki rafrænt HÉR.
Meira

KK og Álfablokkin

„Þetta lag er um dóttur mína, hana Sóleyju. Hún er fædd 1978 og þetta lag er samið 1993. Sóley er frumburður okkar. Hún breytist í þetta óargadýr sem unglingur getur verið. Hún vill bara fara sínar eigin leiðir. Hún vill ekki lengur fara út með ruslið, taka til í herberginu sínu, ryksuga," segir KK um lag sitt Álfablokkin.
Meira

Langar þig í Salinn? Danslagakeppnin á Króknum endurtekinn

Enn á ný gefst fólki færi á að hlýða á danslögin sem kepptu í Danslagakeppninni á Króknum á síðustu öld og flutt voru í tilefni af því að 60 ár eru frá upphafi keppninnar. Ákveðið hefur verið að endurtaka tónleikana, sem slógu svo rækilega í gegn á Sæluvikunni á Sauðárkróki 2017 og síðasta vetur í Salnum Kópavogi, þar sem seldist upp á báða tónleikana.
Meira

Bjartmar og týnda kynslóðin

Lag Bjartmars Guðlaugssonar um mömmu sem beyglar alltaf munninn og pabba sem yngist upp um 18 ár kom út á þriðju plötu hans Í fylgd með fullorðnum. Hún náði því að vera í öðru sæti yfir mest seldu plötur ársins 1987 enda lögin um týndu kynslóðina, þann sem er ekki alki og Járnkallinn hljómuðu oft og iðulega í viðtækjum landsmanna.
Meira

Eldur í Húnaþingi á næsta leiti

Unglist kynnir með stolti hina árlegu hátíð Eld í Húnaþingi sem nú er haldin í 16. sinn 25. – 29. júlí næstkomandi. Dagskráin er sneisafull af fjölskylduatburðum, tónlist, sviðslistum, fyrirlestrum, íþróttaviðburðum og leikjum sem allir geta tekið þátt í.
Meira

Skemmtileg ferð til Danmerkur - Skólaferðalag 10. bekkjar Árskóla

Þann 14. maí fór 10. bekkur Árskóla í sitt árlega skólaferðalag til Danmerkur. Við lögðum snemma af stað og keyrðum suður til Keflavíkur og þaðan beinustu leið til Danmerkur. Frá flugvellinum keyrðum við í vinaskóla okkar, Højelse skole, og hittum 8. bekk þar og var okkur skipt niður í gistihópa því við gistum á heimilum þeirra.
Meira

Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga

Þátttakan var geysigóð í Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga en úrslit voru kynnt á setningu Sæluviku sem fram fór um mánaðamótin síðustu. Eftirfarandi pistill var fluttur þar af því tilefni.
Meira

Stjórnin í Miðgarði síðasta vetrardag „Ævintýraljómi yfir þessum tíma“

Hin geysivinsæla hljómsveit Stjórnin fagnar 30 ára starfsafmæli um þessar mundir með pompi og prakt og leggur land undir fót. Það er vel við hæfi að fyrstu tónleikarnir verði í Skagafirði, þar sem sveitin átti mörg snilldar giggin áður fyrr, í Menningarhúsinu Miðgarði síðasta vetrardag, miðvikudagskvöldið 18. apríl 2018.
Meira

Smekklega settir ljóðstafir - Stefjagróður Ingólfs Ómars

Út er komin ljóðabókin Stefjagróður eftir Skagfirðinginn Ingólf Ómar Ármannsson. Hann er fæddur á Sauðárkróki 1966 og ólst þar upp, byrjaði snemma að yrkja og er í dag einn þekktasti hagyrðingur landsins.
Meira