Það var lagið

Lag dagsins/Þú gætir mín

Lagið í dag er ekkert smá fallegt og rólegt. Það er enginn annar en Óskar Pétursson sem syngur lagið.
Meira

Hver elskar ekki mánudaga

„Lagið heitir Mánudagur, er um það hvað mánudagar eru æðislegir,“ segir JoeDubius eða Andri Már Sigurðsson um nýja lagið sitt sem hægt er að nálgast m.a. á YouTube. Kassagítar og söng sér Andri um en upptaka og rest af hljóðfæraleik meistari Fúsi Ben en lagið er einmitt tekið upp í studíó Benmen á Sauðárkróki.
Meira

Aukasýningar á Fylgd

Vegna glimrandi góðrar aðsóknar á leikritið Fylgd sem Leikfélag Sauðárkróks sýnir þessa dagana hafa verið settar á aukasýningar í næstu viku. Fullt hefur verið á allar sýningar og uppselt í kvöld og á 10. sýningu sem er á sunnudaginn.
Meira

Stuðningsfólk og leikmenn boðaðir á uppskeruhátíð KKD Tindastóls

Uppskeruhátíð körfuknattleiksdeildar Tindastóls verður haldin laugardaginn 11. maí nk. í Síkinu. Húsið opnar kl 19:00 og skemmtunin hefst kl 19:30. Í tilkynningu frá deildinni segir að um kjörið tækifæri að ræða fyrir alla velunnara, stuðningsmenn og leikmenn Tindastóls til að þjappa sér saman eftir tímabilið og njóta samverunnar en allir eru velkomnir.
Meira

Komdu með seinnipartinn Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga

Það bregst ekki að þegar glittir í vorið og stutt er í Sæluviku Skagfirðinga lyftist brúnin á skáldagyðjunni, sem er merki þess að vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga er einnig á næsta leiti.
Meira

Enn meira af Rabbi og Tón-lyst

Síðustu vikuna hefur verið dritað inn á Feykir.is Rabb-a-babbi og Tón-lyst frá síðasta ári sem ku hafa verið númer 2018 í röðinni frá fæðingu Jesú Krists. Vonandi gleður það einhverja lesendur að geta kíkt ofan í kjölinn á nokkrum sérvöldum Norðvestlendingum.
Meira

Félagsvist á Hofsósi á morgun

Þau leiðu mistök urðu við gerð Sjónhornsins, auglýsingabæklings Nýprents, að ein smáauglýsing gleymdist um félagsvist á Hofsósi en spilað verður á morgun fimmtudag.
Meira

Ljóni snapar sér nudd hjá albínóa

Hundurinn Ljóni og hryssan Gletta náðu ágætlega saman í hesthúsi einu á Sauðárkróki þegar Ljóni náði að snapa sér smá nudd hjá Glettu. „Hundurinn er mikill nautnaseggur og notar hvert tækifæri til að fá klór eða nudd,“ segir Helga Rósa Pálsdóttir, eigandi hans.
Meira

Jón var kræfur karl og hraustur

Þursaflokkurinn gaf út plötuna Þursaflokkurinn – Á hljómleikum 1994 þar sem lagið um Jón, sem var kræfur karl og hraustur, sló rækilega í gegn. Það var hinn mikli bassaleikari Tómas Tómasson sem hreinsaði hálsinn svo rækilega með gaddavírssöng og vakti gríðarlega athygli með flutningi sínum.
Meira

Jólastund – Stuðkompaníið

Stuðkompaníið var hljómsveit frá Akureyri og starfaði um ríflega tveggja og hálfs árs skeið (1986-88), hún kom fyrst fram vorið 1986 og starfaði fram á haust 1988 við nokkrar vinsældir en sveitin sigraði Músíktilraunir Tónabæjar vorið 1987, segir á Glatkistunni. Um jólin 1987 hafði sveitin sent frá sér lagið Jólastund á samnefndri safnplötu en það lag hefur einnig komið út á safnplötunum Rokk og jól og Pottþétt jól. Jólastund hefur fyrir löngu síðan orðið ómissandi þáttur í jólahaldi Íslendinga.
Meira