Það var lagið

Jólalag dagsins – Jólasveinninn kemur í kvöld

Nú fara jólasveinarnir að tínast til byggða hver af öðrum og sá fyrsti, Stekkjastaur, leggur af stað í kvöld og kíkir á skóbúnað í gluggum barna í nótt. Þá er nú við hæfi að spila lagið um það þegar sveinki mætir á svæðið.
Meira

Jólalag dagsins – Rauð jól

Það er sosum ekki búið að gefa það út hvort jólin í ár verði hvít eða rauð en veðrið í dag gefur tilefni til að ætla að sá snjór sem þegar er kominn á láglendið muni minnka eða hverfa með öllu. Eitt lag fannst í einfaldri leit Feykis á Google þar sem sungið er um rauð jól en þá er reyndar ekki verið að syngja um snjólausa jörð.
Meira

Jólalag dagsins - Dansaðu vindur

Lagið Dansaðu vindur kom út á plötu Frostrósa, Heyr himnasmiður, árið 2008, sungið af hinni færeysku Eivøru Pálsdóttur, við texta Kristjáns Hreinssonar. Lagið er sænskt að uppruna, samið af Peter Grönvall en sænska textann samdi kona hans Nanne Grönvall.
Meira

Jólalag dagsins - Einmana á jólanótt

Ekkert virðist sorglegra en hírast einmana á jólanótt líkt og Diddú syngur um í jólalagi dagsins. „Hvers vegna fórstu frá mér? Lítið jólatré, einmana og yfirgefið eins og ég. Öllum sama er, halda sína leið og eftir er ég hér, einmana á jólanótt.“
Meira

Jólalag dagsins - Ég hlakka svo til

„Ég hlakka svo til“, er eins og mörg önnur íslensk jólalög, eftir ítalska höfunda. Lagið heitir „Dopo La Tempesta“ á frummálinu og er eftir Gianni Bella og Alberto Salerno. Á Rúv.is segir að lagið hafi upphaflega verið flutt í undankeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á Ítalíu árið 1988 en náði ekki alla leið, eins og sagt er.
Meira

Jólalag dagsins - Ef ég nenni

Heima með Helga hefur lokið göngu sinni á Skjá einum, í bili að minnsta kosti, en þættirnir nutu mikilla vinsælda í kófinu eins og flestir landsmenn vita. Þrátt fyrir að Helgi hafi ekki verið á skjánum í gærkvöldi er algjör óþarfi að kíkja ekki á kallinn.
Meira

Jólalag dagsins - Í Syngjandi Jólasveiflu

Þar sem kominn er laugardagur er tilvalið að koma sér í sannkallaða jólasveiflu. Skagfirski tónlistarmaðurinn Geirmundur Valtýsson gaf út jólaplötu með frumsömdum lögum fyrir jólin 2013, Jólastjörnur Geirmundar. Þá hafði ekki komið plata frá Geirmundi frá árinu 2008.
Meira

Jólalag dagsins - Það koma vonandi jól

Spéfuglarnir í Baggalúti voru vongóðir um að það kæmu jól eftir hrunið árið 2008 og sendu frá sér lagið Það koma vonandi jól við texta Braga Valdimars Skúlasonar. Upphaflega sömdu Gibb-bræður lagið árið 1980 og nefndu „Woman in Love“ og Barbaru Streisand sem flutti.
Meira

Jólalag dagsins - Nú mega jólin koma fyrir mér

Jólaplatan Nú stendur mikið til varð sígild um leið og hún kom út fyrir jólin 2010 en nokkur lög hafa verið ansi vinsæl og Nú mega jólin koma fyrir mér kannski það sem þykir hvað best. Það er Sigurður Guðmundsson og Memfismafían sem hér flytja það skemmtilega lag.
Meira

Jólalag dagsins - Alein um jólin

Þær Svala Björgvins og Ragga Gísla sungu lagið Alein um jólin í Jólagestum 2016. En eins og segir í textanum ætti enginn að þurfa að vera aleinn um jólin. Pössum upp á náungann og þá sem á stuðningi þurfa að halda og þá geta allir átt góð jól.
Meira