Það var lagið

Frumsýna Fjarskaland í dag

10. bekkur Árskóla frumsýnir í dag leikritið Fjarskaland eftir Guðjón Davíð Karlsson, betur þekktur sem Gói, í leikstjórn Sigurlaugar Vordísar Eysteinsdóttur. Höfundur tónlistar er Vignir Snær Vigfússon og aðstoðarleikstjóri Eysteinn Ívar Guðbrandsson. Fjarskaland er staðurinn þar sem persónur gömlu, góðu ævintýranna eiga heima en hætta er á að ævintýrapersónurnar hverfi ef við höldum ekki áfram að lesa ævintýrin.
Meira

Sigrún Stella með eitt vinsælasta lag dagsins

Vestur-Íslendingurinn Sigrún Stella Bessason er að gera það gott með lag sitt Sideways, eitt það vinsælasta á Íslandi í dag, en það situr ofarlega á vinsældalistum bæði hjá Rás 2 og Bylgjunni. Þrátt fyrir að söngkonan hafi alist að hluta til upp á Akureyri náum við að sjálfsögðu að tengja hana vestur yfir Öxnadalsheiðina bæði í Skagafjörðinn og Austur-Húnavatnssýsluna.
Meira

Öskudagur framundan og kötturinn sleginn úr tunnunni

Öskudagsskemmtun foreldrafélags Árskóla fer fram í íþróttahúsinu á Sauðárkróki miðvikudaginn 26. febrúar klukkan 13:30 – 1:30. Á skemmtuninni verður margt um að vera og allir velkomnir.
Meira

Fjólan og Vordísin í Gránu nk. fimmtudag

Tónlistarkonurnar Aldís Fjóla Ásgeirsdóttir frá Borgarfirði Eystra og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir á Sauðárkróki, hafa verið vinkonur síðan þær límdust saman, líklega einhvern tímann um árið 2003. Nú ætla þær að rugla saman reytum næstkomandi fimmtudagskvöld og rifja upp sögur hvor af annarri, flytja þau lög sem hafa minnt þær á hvora aðra og sem hafa fylgt þeim í gegnum tíðina, ásamt því að flytja frumsamið efni.
Meira

Lífshlaupið hafið

Lífshlaupið, heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, var ræst í 13. sinn í morgun, í Skarðshlíðarskóla í Hafnarfirði. Lífshlaupið höfðar til allra landsmanna og er markmið þess að hvetja alla til að gera hreyfingu að föstum lið í lífi sínu, hvort sem er í frítímanum, í vinnunni, í skólanum eða við val á ferðamáta.
Meira

Aukasýningar hefjast á morgun á Mamma Mía

Vegna mikillar eftirspurnar ákvað Nemendafélag Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra að bæta við fjórum aukasýningum á Mamma Mía en frumsýnt var 22. nóvember sl. Aukasýningarnar hefjast á morgun 30. janúar, önnur sýning 31. jan. og síðustu tvær fara fram laugardaginn 1. feb. klukkan 16 og 20.
Meira

Tindastóll – Stjarnan :: Miðasala hafin á bikarleikinn

Miðasala á leik Tindastóls og Stjörnunnar í undanúrslitum bikarkeppni KKÍ 12. febrúar nk. er hafin hjá TIX.is. Stuðningsmönnum Tindastóls er bent á að kaupa miða í gegnum körfuknattleiksdeildina en þá rennur allur hagnaður af þeirri miðasölu beint til hennar.
Meira

Ljóðakvöld í Gránu á sunnudagskvöldið

Glöggir lesendur Sjónhornsins veittu því eftirtekt að dagsetningu vantaði í auglýsingu um ljóðakvöld sem verður haldið í Gránu, Aðalgötu 21 á Sauðárkróki, nk. sunnudagskvöld kl. 20:00. Fram koma Ingunn Snædal, Gísli Þór Ólafsson, Eyþór Árnason og Sigurður Hansen sem lesa munu upp eigin ljóð og segja frá sínum skáldskap. Húsið opnar 19:30. Aðgangseyrir er 1500 krónur og miðar eingöngu seldir við innganginn.
Meira

Allt getur nú skeð - Gamansögur af tónlistarmönnum

Í bókinni „Hann hefur engu gleymt ... nema textunum“ er að finna bráðsnjallar gamansögur af íslenskum tónlistarmönnum. Höfundur bókarinnar er Guðjón Ingi Eiríksson og hefur hann kallað marga fram á sviðið, „lifandi og látna!“, svo sem Bjögga Halldórs, Ragga Bjarna, Magga Kjartans, Greifana, Skriðjöklana, Ingimar Eydal og hljómsveitarmeðlimi hans, Álftagerðisbræður og eru þá sárafáir nefndir. Í Jólafeyki gat að líta nokkrar sögur úr bókinni og bætum við nokkrum við hér á Feyki.is.
Meira

Jólin á Króknum – Gömlu góðu jólalögin munu hljóma á Mælifelli

Það er enginn bilbugur á viðburðastjóranum Huldu Jónasar að halda jólatónleika á Sauðárkróki þrátt fyrir að dagsetningin lendi á föstudeginum 13. desember. Á dagskránni verða gömlu og góðu jólalögin sem fólk man eftir, segir Hulda og nefnir lög eins og Hvít jól, Hin fyrstu jól, Jólasveininn minn, Jóla á hafinu og Ég hlakka svo til í bland við nýrri lög.
Meira