Það var lagið

Jólalag dagsins – Haltu utan um mig

Jæja þar sem 1. desember er mættur er komið að því að jólalögin fái spilun á Feyki.is. Við byrjum á Króksaranum Sverri Bergmann sem syngur glænýtt jólalag með Jóhönnu Guðrúnu en hún sendi frá sér plötu á dögunum sem ber heitið Jól með Jóhönnu.
Meira

Tíminn flýgur :: Nýr diskur Guðmundar Ragnarssonar og Róberts Óttarssonar

Á dögunum kom út fimm laga geisladiskur Guðmundar Ragnarssonar og Róberts Óttarssonar á Sauðárkróki og fengu þeir félagar Úlf Úlfinn, Helga Sæmund, í lið með sér en hann sá um hljóðfæraleik, útsetningar og upptökur fjögurra laganna. Fimmta lagið var hins vegar unnið í Stúdíó Benmen á Króknum þar sem Fúsi Ben lék á trommur, bassa og undirgítar en Magnús Jóhann Ragnarsson á Hammond og Reynir Snær Magnússon á gítar.
Meira

Ásgeir Bragi eða Ouse gerir risasamning við Twelve Tones

Ásgeir Bragi Ægisson á Sauðárkróki, hefur heldur betur skotist upp á stjörnuhiminninn með tónlist sína en hann hefur nú gert plötusamning við útgáfufyrirtækið Twelve Tones í Bandaríkjunum. Ásgeir segir samninginn hefðbundinn en niðurstaðan varð sú að semja við þetta fyrirtæki eftir mikla vinnu og samtöl við ýmsa aðra útgefendur. „Okkur leist bara mjög vel á þetta og enduðum á að samþykkja samningin frá þeim,“ segir Ásgeir.
Meira

Ungir sem pínu eldri gefa út tónlist

Það er talsverð gróska í skagfirsku tónlistarlífi þessar vikurnar og nokkrir flytjendur að smella nýjum lögum á Spottann og jafnvel víðar. Feykir tók saman smá yfirlit yfir flóruna eða í það minnsta það sem rak á fjörurnar.
Meira

Malen syngur Please Don't Go

Nýlega gaf Malen Áskelsdóttir út frumsamið lag, Please Don't Go, en hún er Króksari, dóttir Völu Báru og Áskels Heiðars. Hún sendi frá sér lag í vor sem var hressilegt en nú er hún á ljúfari nótum. Malen var í söngnámi í Kaupmannahöfn í fyrra en auk þess að syngja spilar hún á hljómborð og gítar. Fyrst lærði hún þó á fiðlu hjá Kristínu Höllu. Malen segir lesendum frá því hvernig lagið varð til.
Meira

Stólastúlkur áberandi í Feyki vikunnar

Í tilefni glæsilegs árangurs kvennaliðs Tindastóls í fótbolta í sumar er Feykir vikunnar undirlagður viðtölum og umfjöllunum um ævintýri litla félagsins á Króknum. Að sjálfsögðu er annað bráðgott efni líka og dugar ekki minna en 16 síður þessa vikuna. Magnús Ásgeir Elíasson, bóndi á Stóru-Ásgeirsá í Húnaþingi setti á sig svuntuna og er matgæðingur vikunnar og býður upp á spennandi lambafille sem fyrsta rétt og svo kjötsúpu fyrir hálft hundrað manns. Í leiðara eru smá hugrenningar um nýja stjórnarskrá og gamla, fréttir á sínum stað og afþreying.
Meira

Stofu Stólarnir komnir í stellingarnar

Ekki virtist vanta í heiminn fleiri körfubolta-poddköst en svo fór stuðningsmönnum Tindastóls að berast vinabeiðnir í vikunni frá Stofu Stólunum. Fyrsta útsending var einskonar poddkasts- og Skype-fundarblanda sem Feykir ætlar ekki að skilgreina nánar. Í fyrstu útsendingu mátti sjá glerharðan stuðningsmann Stólanna úr Hlíðahverfi borgar óttans, Eika Hilmis, og flauelstenór TindastólsTV, Eystein Guðbrandsson, ræða mikilvæg körfumál og skella í andlit áhorfenda óritskoðuðum spám fyrir veturinn. Feykir reyndi að setja sig í samband við höfuðpaurinn.
Meira

Allir með Feyki á Blönduósi

Í nýjum Feyki vikunnar er aðalefnið tileinkað Blönduósi en miklar framkvæmdir hafa farið fram við kirkjugarð bæjarins. Óli Arnar hafði samband við Valdimar Guðmannsson, formann stjórnar kirkjugarðs Blönduóskirkju, og forvitnaðist um framkvæmdir.
Meira

Á móti straumnum, mynd Óskars Páls Sveinssonar, frumsýnd á laugardaginn

RIFF kvikmyndahátíð í Reykjavík var sett þann 24. september sl. og stendur fram á sunnudag, 4. október, en boðið er upp á úrval alþjóðlegra kvikmynda, viðburða og pallborðsumræðna í Bíó Paradís, Norræna húsinu og á netinu. Auk hefðbundinna bíósýninga í Bíó Paradís er boðið upp á yfir 100 myndir frá öllum heimshornum í gegnum netið. Á móti straumnum, mynd Óskars Páls Sveinssonar um transkonuna Veigu Grétarsdóttur sem siglir á kayak í kringum Ísland, verður frumsýnd nk. laugardag kl. 18.
Meira

Lukkuklukkur - Nýtt lag með Gillon

Út er komið lagið Lukkuklukkur með Gillon, Gísla Þór Ólafssyni, sem tekið var upp hjá Sigfúsi Arnari Benediktssyni í Stúdíó Benmen á Sauðárkróki, en þar vinna þeir félagar að 5. plötu Gillons, Bláturnablús, sem væntanleg er á næsta ári. Að sögn Gísla var texti viðlagsins upprunalega „klukkur klukkur klingja“ en Guja, kona Gísla, misskildi það sem Lukkuklukkur er hann flutti það fyrir hana í byrjun árs 2017.
Meira