Tón-Lystin

Bítlarnir eru alltaf í fyrsta sæti / BJÖRN MAGNÚS

Björn Magnús Árnason er fæddur 1985 og hefur spilað á gítar frá því hann var 12 eða 13 ára, líka banjó sem hann segist hafa verið alltof latur við að spila á. Hvað varðar helstu tónlistarafrek sín segir Björn Magnús: -Lenti einhvern tíma í 2. sæti á órafmagnaðri tónlistarkeppni í MA auk þess að hafa sungið Nínu á söngvakeppni þar sem við lentum óformlega í 4. sæti. Annars er það alltaf afrek útaf fyrir sig þegar við félagarnir frá Króknum tökum Twist and Shout í partíum. Það er móment sem enginn ætti að fara á mis við.
Meira

Mest hlustaði ég á Glám og Skrám / SVERRIR BERGMANN

Nýlega kom út diskur Sverris Bergmann, Fallið lauf, sem hlotið hefur einróma lof gagnrýnenda, hugljúf plata sem vel þess virði er að tékka á. Sverrir Bergmann Magnússon ólst upp í góðu yfirlæti í Drekahlíðinni á Sauðárkróki, fæddur árið 1980. Hann segist hafa byrjað að glamra eitthvað á píanó í tónlistarskólanum á Króknum en það hefði dugði skammt. Í seinni tíð hefur Sverrir rifið frekar í kassagítarinn og glamrað á hann.
Meira

Það situr enginn kyrr með Gibba-gibb í eyrunum / HAUKUR FREYR

Tón-lystar-spekingurinn í þetta skiptið er Haukur Freyr Reynisson, oft kenndur við Bæ á Höfðaströnd. Haukur er fæddur á fyrsta ári áttunda áratugarins, fyrstu árin alinn upp í Hveragerði en síðan í skagfirsku sælunni. Haukur segist spila á svuntuþeysi (gamalt orð yfir hljóðgerfil eða hljómborð) og hans helstu afrek í tónlistinni eru að vinna ekki hljómsveitakeppni í Húnaveri, komast ekki í úrslit í músíktilraunum en spila svo á dansiböllum um allt land.
Meira

Raular eitthvað úr Vesalingunum / STJÁNI GÍSLA

Tón-lystar-maðurinn að þessu sinni er Kristján Gíslason, árgerð 1969, uppalinn í Vestmannaeyjum og á Króknum. Kristján spilar á hljómborð en er þekktur raddbandatæknir og elstu menn muna vart eftir undankeppnum Júróvisjóns hér á landi öðru vísi en Kristján beiti þar rödd.
Meira

James Blake heillar þessa dagana / ÁSGEIR TRAUSTI

Ásgeir Trausti Einarsson (1992) er ungur tónlistarmaður sem kom fyrst fram á sjónarsviðið í sjónvarpsþættinum Hljómskálanum í vor. Þar söng hann lagið Sumargestur sem fangaði vorstemninguna og um leið huga þjóðarinnar. Ásgeir Trausti fylgdi vinsældum þess lags eftir með smáskífunni Leyndarmál sem náði gífurlegri hylli og kom honum endanlega á kortið sem einum efnilegasta tónlistarmanni landsins.
Meira

Ég var í tónlistarlegu uppeldi hjá frændum mínum / SIBBI

Að þessu sinni er það Sigurbjörn Björnsson, sem svarar spurningum varðandi tón-lyst. Sibbi er fæddur 1963 og alinn upp á Króknum þar sem hann býr enn. Hann segist vera hljóðfæraeigandi en helstu afrek hans á tónlistarsviðinu er þátttaka í Lúðrasveit Tónlistaskóla Sauðárkróks og Lúðrasveit Sauðárkróks auk þess sem hann var rótari hjá Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar og hjá Magnúsi Kjartanssyni.
Meira

Úff.... stórt er spurt / PÁLL BJÖRNS

Páll Sigurður Björnsson býr á Hvammstanga en ólst upp á Bessastöðum í Hrútafirði. Páll sem er af árgangi 1972 hefur lært á ýmis hljóðfæri en þau sem hann spilar nú á eru trompet - sem hann segist þó vera slakur á-, píanó - sem hann væri til í að vera betri á - og bassi.
Meira

Myndi frekar tromma í sturtunni ef það væri hægt / KALLI JÓNS

Karl Jónsson, eða bara Kalli Jóns, ólst upp í syðri bænum á Sauðárkróki, nánar tiltekið á Hólaveginum og nágrenni. Hann býr nú heldur utar í bænum. Hljóðfærið hans Kalla eru trommur en hann lék reyndar á trompet í 5 ár. Hann er fæddur árið 1969.Myndi frekar tromma í sturtunni ef það væri hægt
Meira

Geirmundur var aðalmálið á mínu heimili þegar ég var gutti / FÚSI BEN

Helstu tónlistarafrek: Vinna músíktilraunir 2009 með Bróðir Svartúlfs, spila í böndum eins og Fúsaleg Helgi, Contalgen Funeral, Multi Musica og fleirum. Taka upp og produsera nokkrar plötur. Einn af skipuleggjendum Tónlistarhátíðinni Gæran.
Meira

Zepparnir eru líka alltaf æði / ÞÓRÓLFUR STEFÁNS

Helstu tónlistarafrek: Eru að eigin mati að hafa haldið 90 mínútna langa klassíska gítartónleika í Hvammskirkju í Laxárdal á sama tíma og ísbirnir voru á vappi á Skaganum og sloppið lifandi. Kirkjan var troðfull af Skagabændum og öðru góðu fólki. Svo hef ég spilað alveg fullt við allskonar aðstæður en er alltaf stoltur yfir því að hafa fengið að frumflytja gítarverkið "Dulcinea" f. gítar og strengjasveit e. Þorkel Sigurbjörnsson í Dómkirkjunni í Linköping.
Meira