Tón-Lystin

Jólalögin best beint frá hjartanu / HILDUR EIR

Í þessari jólaútgáfu af Tón-lystinni er það brottfluttur Skagfirðingur, Hildur Eir Bolladóttir, sóknarprestur við Akureyrarkirkju, sem situr fyrir svörum. Hildur Eir, fædd 1978, ólst upp í Laufási við Eyjafjörð til 13 ára aldurs en bjó á Hólum í Hjaltadal þangað til hún fór 16 ára gömul í Menntaskólann á Akureyri. Hildur Eir lærði á fiðlu, orgel og gítar sem barn, lengst þó á fiðlu, en um helstu tónlistarafrek sín segir hún: -Það var visst afrek að hafa ekki gert fjölskyldu mína vitstola af fiðluleiknum en annars er nýjasta tónlistarafrekið það að hafa stofnað prestatríó með séra Oddi Bjarna og séra Hannesi Blandon, við tróðum upp á Handverkshátíðinni á Hrafnagili í ágúst síðastliðnum.
Meira

Syngur bara alls ekki í sturtu / SIGGI DODDI

Sigurpáll Aðalsteinsson, í daglegu tali nefndur Siggi Doddi, svarar nú Tón-lystinni. Siggi Doddi (1970) býr í Fellstúninu á Króknum en er alinn upp á Húsavík. Hann spilar á hljómborð og oftar en ekki með hljómsveitinni Von. Þá er kappinn í landsliðsflokki í veitinga- og skemmtanabransanum en Siggi Doddi rekur ásamt konu sinni veitinga- og skemmtistaði á Króknum og á Akureyri.
Meira

Sperrir eyrun yfir Bach / JÓN ÞORSTEINN

Tónlistarneminn Jón Þorsteinn Reynisson býr þessa dagana á Mozartsvegi í Kaupmannahöfn. Hann er fæddur 1988 og segist hafa verið heppinn „...að alast upp í Mýrakoti á Höfðaströnd, sem almennt er talinn fallegasti staður jarðarinnar.“ Harmonika er hljóðfæri Jóns Þorsteins sem er líka partýfær á píanó og blokkflautu.
Meira

Syngur Söng um lífið í sturtunni / BIRKIR RAFN

Birkir Rafn Gíslason, fæddur 1981, var alinn upp á Skagaströnd. Birkir Rafn er bráðsnjall gítarleikari og meðal helstu afreka á tónlistarsviðinu segir hann hafa verið að spila á Glastonbury tónlistarhátíðinni 2008 og gefa út sólóplötuna Single Drop árið 2007. „Ég túraði um Bretland í haust með söngkonunni Beth Rowley og spiluðum við t.d. á sögufrægum stað í London sem heitir Sheperd's Bush Empire þar sem meðal annars Led Zepplin og Rolling Stones spiluðu í gamla daga.“
Meira

Hefur aldrei þolað Júróvisjón / GUÐBRANDUR ÞORKELL

G. Þorkell Guðbrandsson hefur lengi alið manninn á Sauðárkróki en segist fæddur árið 1941 í Ólafsvík, „...sem er lítið fiskimannaþorp á Snæfellsnesi.“ Af lítillæti segist hann spila á hárgreiðu og þegar hann er spurður út í helstu tónlistarafrek svarar hann: „Afrek?“
Meira

Glaðasti hundur í heimi er algjör viðbjóður / ANDRI MÁR

Andri Már Sigurðsson (1984), sem stundum skúrar blúsheiminn undir nafninu Joe Dubius, er sennilega best þekktur sem aðalrödd og gítar- og banjóleikari í framlínu Contalgen Funeral. „Þegar ég var yngri komst ég í plöturnar hans pabba, hlustaði mikið á Queen, Bubba, CCR , Deep Purple og allskonar. Svo voru það bílferðir með mömmu til Hólmavíkur þar sem Abba og Sálin voru ráðandi. Núna er ég aðallega að hlusta á upptökur sem fara á næstu plötu með Contalgen Funeral, maður spilar þetta þar til maður fær hálfgert ógeð á þessu.“
Meira

Fékk Panasonic græjuskáp í fermingargjöf / ELÍSABET JÓNA

Tónlistaráhugakonan Elísabet J. Gunnarsdóttir er Króksari í húð og hár, uppalinn á Öldustígnum frá því snemmsumars 1970 og síðan á Suðurgötunni. Elísabet spilar ekki á neitt hljóðfæri en hefur þó verið beðin um að syngja sem henni finnst nokkuð merkilegt afrek.Uppáhalds Júróvisjónlagið hennar er Wild Dances með hinn úkrönsku Ruslönu.
Meira

Heimsfræga íslenska krúttpoppið heillar ekki / SIGGI SVEINS

Að þessu sinni er það skífuþeytarinn Sigurður Sveinsson – Siggi Sveins – sem svarar Tón-lystinni. Einhverjir ættu að kannast við hann ef þeir stunduðu Hótel Mælifell á pastellituðum eitís áratugnum en þar þeytti kappinn skífum af miklum móð. Siggi eyddi æskuárunum á Hjallalandi í Skagafirði og á Króknum. Siggi segir Purple Rain með Prince koma sterklega til greina sem bestu plötu allra tíma.
Meira

Væri til í að vera Beyoncé í einn dag / INGA HEIÐA

Inga Heiða Halldórsdóttir (1975) er alin upp á Miklabæ í Óslandshlíðinni. Helstu tónlistarafrek sín segir hún hafa verið að þeyta skífum á skólaböllum á Hofsósi en hún spilar ekki á hljóðfæri. „Eldri systkini mín fóru í blokkflautunám með þeim afleiðingum að það var ekkert tónlistarnám í boði fyrir örverpið,“ segir Inga Heiða sem nú er búsett í Reykjavík.
Meira

Halaði Boston og Led Zep á milli herbergja / HALLDÓR ÞORMAR

Halldór Þormar Halldórsson er af árgangi 1964, uppalinn á Sauðárkróki en hefur um þó nokkurn tíma alið manninn á Siglufirði og meðal annars verið fastamaður í Útsvars-liði Fjallabyggðar síðustu árin. Halldór spilar á gítar og bassa en spurður út í helstu tónlistarafrek segir hann: „Reyndi aldrei alvarlega að feta þá slóð af virðingu fyrir tónlistinni og hef verið dyggari hlustandi en þátttakandi. Er með útvarpsþátt á FMTrölli 103,7 sem heitir Orðlaus. Það er mitt framlag í augnablikinu.“
Meira