Tón-Lystin

Væri til í að vera Beyoncé í einn dag / INGA HEIÐA

Inga Heiða Halldórsdóttir (1975) er alin upp á Miklabæ í Óslandshlíðinni. Helstu tónlistarafrek sín segir hún hafa verið að þeyta skífum á skólaböllum á Hofsósi en hún spilar ekki á hljóðfæri. „Eldri systkini mín fóru í blokkflautunám með þeim afleiðingum að það var ekkert tónlistarnám í boði fyrir örverpið,“ segir Inga Heiða sem nú er búsett í Reykjavík.
Meira

Halaði Boston og Led Zep á milli herbergja / HALLDÓR ÞORMAR

Halldór Þormar Halldórsson er af árgangi 1964, uppalinn á Sauðárkróki en hefur um þó nokkurn tíma alið manninn á Siglufirði og meðal annars verið fastamaður í Útsvars-liði Fjallabyggðar síðustu árin. Halldór spilar á gítar og bassa en spurður út í helstu tónlistarafrek segir hann: „Reyndi aldrei alvarlega að feta þá slóð af virðingu fyrir tónlistinni og hef verið dyggari hlustandi en þátttakandi. Er með útvarpsþátt á FMTrölli 103,7 sem heitir Orðlaus. Það er mitt framlag í augnablikinu.“
Meira

Alls engan jazz! / VIGNIR KJARTANS

Vignir er af árgangi 1976 og hefur verið viðloðandi tónlist næstum frá þeim tíma og uppáhalds tónlistartímabil hans spannar breitt tímabil eð frá 1956-2013. Hljóðfærið er aðallega bassagítar en Vignir segist gutla einnig á gítar og nokkur önnur hljóðfæri. Þegar hann er spurður hver helstu tónlistarafrek séu segir hann: -Ég vona að þau séu enn ógerð. Vignir svarar hér spurningunum í Tón-lystinni.
Meira

Er að rifja upp gamlan bræðing sem ég hef gaman af / MARGEIR FRIÐRIKS

Friðrik Margeir Friðriksson er Skagfirðingur í húð og hár, býr á Sauðárkróki og af hinum eðalárgangi 1960. Margeir segist klæmast á kassagítar og basla við bassaleik og leikur hann núna í húsbandi Leikfélags Sauðárkróks en verið er að æfa nýtt leikrit sem samið er í kringum lög Geirmundar Valtýssonar. Margeir settist við tölvuna og svaraði nokkrum laufléttum spurningum í Tón-lystinni.
Meira

Skandall að Euróvísa fór ekki út / DANA ÝR

Helstu tónlistarafrek: Klárlega þegar ég söng í Skaffó með Sense um árið…. nei djók! Ég var einu sinni bókuð í afmæli og engin önnur en Eivör hitaði upp fyrir mig ( ég kannski tek það fram að hún var á hraðferð og varð að fá að vera á undan ). En ætli það hafi ekki verið toppurinn þegar ég var framlag íslands á norænni vísnahátíð í Stokkhólmi. Ég var 19 ára og fannst það ansi mikill heiður.
Meira

Bítlarnir eru alltaf í fyrsta sæti / BJÖRN MAGNÚS

Björn Magnús Árnason er fæddur 1985 og hefur spilað á gítar frá því hann var 12 eða 13 ára, líka banjó sem hann segist hafa verið alltof latur við að spila á. Hvað varðar helstu tónlistarafrek sín segir Björn Magnús: -Lenti einhvern tíma í 2. sæti á órafmagnaðri tónlistarkeppni í MA auk þess að hafa sungið Nínu á söngvakeppni þar sem við lentum óformlega í 4. sæti. Annars er það alltaf afrek útaf fyrir sig þegar við félagarnir frá Króknum tökum Twist and Shout í partíum. Það er móment sem enginn ætti að fara á mis við.
Meira

Mest hlustaði ég á Glám og Skrám / SVERRIR BERGMANN

Nýlega kom út diskur Sverris Bergmann, Fallið lauf, sem hlotið hefur einróma lof gagnrýnenda, hugljúf plata sem vel þess virði er að tékka á. Sverrir Bergmann Magnússon ólst upp í góðu yfirlæti í Drekahlíðinni á Sauðárkróki, fæddur árið 1980. Hann segist hafa byrjað að glamra eitthvað á píanó í tónlistarskólanum á Króknum en það hefði dugði skammt. Í seinni tíð hefur Sverrir rifið frekar í kassagítarinn og glamrað á hann.
Meira

Það situr enginn kyrr með Gibba-gibb í eyrunum / HAUKUR FREYR

Tón-lystar-spekingurinn í þetta skiptið er Haukur Freyr Reynisson, oft kenndur við Bæ á Höfðaströnd. Haukur er fæddur á fyrsta ári áttunda áratugarins, fyrstu árin alinn upp í Hveragerði en síðan í skagfirsku sælunni. Haukur segist spila á svuntuþeysi (gamalt orð yfir hljóðgerfil eða hljómborð) og hans helstu afrek í tónlistinni eru að vinna ekki hljómsveitakeppni í Húnaveri, komast ekki í úrslit í músíktilraunum en spila svo á dansiböllum um allt land.
Meira

Raular eitthvað úr Vesalingunum / STJÁNI GÍSLA

Tón-lystar-maðurinn að þessu sinni er Kristján Gíslason, árgerð 1969, uppalinn í Vestmannaeyjum og á Króknum. Kristján spilar á hljómborð en er þekktur raddbandatæknir og elstu menn muna vart eftir undankeppnum Júróvisjóns hér á landi öðru vísi en Kristján beiti þar rödd.
Meira

James Blake heillar þessa dagana / ÁSGEIR TRAUSTI

Ásgeir Trausti Einarsson (1992) er ungur tónlistarmaður sem kom fyrst fram á sjónarsviðið í sjónvarpsþættinum Hljómskálanum í vor. Þar söng hann lagið Sumargestur sem fangaði vorstemninguna og um leið huga þjóðarinnar. Ásgeir Trausti fylgdi vinsældum þess lags eftir með smáskífunni Leyndarmál sem náði gífurlegri hylli og kom honum endanlega á kortið sem einum efnilegasta tónlistarmanni landsins.
Meira