„Er ekkert að festast í fortíðinni“ / INGVI HRANNAR
feykir.is
Tón-Lystin
16.04.2015
kl. 15.02
Ingvi Hrannar Ómarsson, kennari, er fæddur árið 1986, alinn upp á Króknum og sonur Maríu Bjarkar Ingvadóttur og Ómars Braga Stefánssonar. Ingvi Hrannar lærði á blokkflautu eins og svo margir en spurður um helstu tónlistarafrek segist hann hafa verið bjartasta vonin í Tónlistarskóla Skagafjarðar vorið 1992. „Reyndar held ég að það hafi ekki verið formleg kosning en ég var að verða mjög frambærilegur á blokkflautuna og hefði líklega átt að halda áfram á þeirri braut,“ segir Ingvi Hrannar fjallbrattur.
Meira