Tón-Lystin

Færi með Höllu systur á Madonnu tónleika / BERGLIND STEFÁNS

Bergind Stefánsdóttir er búsett í Vesturbæ Reykjavíkur, fædd 1979. Hún ólst upp í Varmahlíð og er dóttir Margrétar Guðbrandsdóttur, skólaritara og Stefáns R. Gíslasonar, tónlistarmanns. Berglind spilar á þverflautu og segist bjarga sér á píanó. „Þegar ég var lítil stelpa fannst mér Withney Houston alveg meiriháttar söngkona og horfði óendanlega oft á myndina Bodyguard, bara til að sjá hana í myndinni,“ segir Berglind.
Meira

„Skil ekki enn að ég hafi ekki fengið raflost...“ / GUÐMUNDUR EGILL

Að þessu sinni vill svo skemmtilega til að það er spekingur í lögum sem svarar Tón-lystinni. Um er að ræða Skagstrendinginn Guðmund Egil Erlendsson (1975) sem víða hefur látið að sér kveða við strengjaslátt.
Meira

Lét sig dreyma um að syngja eins og Celine Dion / HUGRÚN SIF

Hugrún Sif Hallgrímsdóttir (1981) býr á Skagaströnd en var alin upp á Blönduósi, dóttir Raddýjar í bankanum og Svans frá Kringlu. Hugrún Sif er tónlistarséní, spilar á píanó, þverflautu, söngrödd, orgel og það sem til fellur – enda kennir hún í tónlistarskólanum og er organisti. Spurð út í helstu tónlistarafrek segir hún: „Ég get ómögulega valið einhver sérstök afrek en það sem stendur uppúr sem dýrmæt minning er að hafa sungið í Notre Dam kirkjunni í Frakklandi.“
Meira

„Mig minnir að fyrsta platan hafi verið með The Shadows“ / SKARPHÉÐINN EINARS

Skarphéðinn H. Einarsson á Húnabrautinni á Blönduósi starfar dagsdaglega sem skólastjóri Tónlistarskóla Austur-Húvetninga. Hann ólst upp á Blönduósi, sonur hjónanna Einars Guðlaugssonar frá Þverá og Ingibjargar Þ Jónsdóttur frás Sölvabakka. Skarphéðinn byrjaði að læra á gítar eftir fermingu, og síðar básúnu og trompet. 24 ára fór hann í blásarakennaradeild Tónlistarskóla Reykjarvíkur og útskrifaðist þaðan 1981.
Meira

„Hefur lengi langað að fara á Bayreuth-óperuhátíðina“ / KRISTJÁN B.

Kristján B. Jónasson fæddist 1967, alinn upp á Syðri-Hofdölum og á Sauðárkróki, en býr nú Skerjafirðinum í Reykjavík og er eigandi og útgefandi hjá Crymogeu. Kristján kann ekki á hljóðfæri þannig að hann telur sitt helsta tónlistarafrek að hafa verið plötusnúður á Hótel Mælifelli árin 1982-83.
Meira

„Er ekkert að festast í fortíðinni“ / INGVI HRANNAR

Ingvi Hrannar Ómarsson, kennari, er fæddur árið 1986, alinn upp á Króknum og sonur Maríu Bjarkar Ingvadóttur og Ómars Braga Stefánssonar. Ingvi Hrannar lærði á blokkflautu eins og svo margir en spurður um helstu tónlistarafrek segist hann hafa verið bjartasta vonin í Tónlistarskóla Skagafjarðar vorið 1992. „Reyndar held ég að það hafi ekki verið formleg kosning en ég var að verða mjög frambærilegur á blokkflautuna og hefði líklega átt að halda áfram á þeirri braut,“ segir Ingvi Hrannar fjallbrattur. 
Meira

„Mér fannst Jóhanna Guðrún alveg æðisleg“ / INGUNN KRISTJÁNS

Ingunn Kristjánsdóttir, fædd árið 1990, er Króksari í húð og hár en foreldrar hennar eru Sigríður Margrét Ingimarsdóttir og Kristján Örn Kristjánsson. Ingunn hefur stundað nám í Bandaríkjunum síðustu árin og útskrifaðist með bachelor í sálfræði frá University of Florida í maí 2014 og stundar nú mastersnám í atferlisfræði við University of the Pacific í Stockon í Kaliforníu. Hún spilar smá á gítar en segist vera alveg „...pro á hristur en annars er það bara röddin sem er mitt aðal hljóðfæri.“ Hún söng sitt fyrsta lag inn á plötu árið sem hún fermdist. „En ætli það standi ekki uppúr að hafa verið í öðru sæti í söngkeppni framhaldsskólanna 2008 og svo var ég auðvitað í hljómsveitinni Batterý og SENSE – good times!“
Meira

Var á þriðja ári þegar hann heyrði Here Comes the Sun / EINAR ÞORVALDS

Einar Þorvaldsson býr á Hofsósi en kennir tónlist við Tónlistarskóla Skagafjarðar. Einar er fæddur árið 1966, sonur Huldu Þórðardóttur og Þorvalds Þórðarsonar sem bæði eru ættuð af Snæfellsnesi. - Ég er uppalinn í Kópavogi (gott að búa í Kópavogi) en í þá daga var Kópavogur einskonar bær í sveit og t.d. lítil sem engin byggð í Fossvogsdalnum fyrir utan sveitabýli náttúrulega, segir Einar.
Meira

„Dót hrundi úr hillum“ / HARALDUR ÆGIR

Það er Haraldur Ægir Guðmundsson, fæddur 1977 á Blönduósi, sem svarar fyrir sig í Tón-lystinni að þessu sinni. Foreldrar hans eru Erla Björg Evensen og Guðmundur Haraldsson og segist Halli hafa alist upp í músíklausri fjölskyldu. „Mamma spilaði aðeins á gítar þegar hún var unglingur og pabbi var allur í íþróttum. Ég held að ég hafi leiðst út í tónlistina vegna þessa að ég fann mig ekki í neinu sporti og leitaði því nýrra áhugamála. Ég byrjaði að spila á rafmagnsbassa þegar ég var 14 eða 15 ára og breytti svo um árið 2003 og fór að spila á kontrabassa sem ég geri nær eingöngu í dag.
Meira

Ef ég segi ekki Birta þá talar Stjáni minn aldrei við mig aftur… / ÁRNI ÞÓR

Árna Þór Þorbjörnsson kannast örugglega margir við en hann plokkaði bassa um árabil með hinum rómuðu Herramönnum og nokkrum undanförum þeirra. Í Herramönnum var Árni ásamt bekkjarbræðrum sínum Kristjáni Gísla, Kalla Jóns, Svabba Helenu og Birki Guðmunds svo einhverjir séu nefndir. Árni er fæddur 1970 og alinn upp á Króknum. Hann segist ekki eiga neitt uppáhaldstímabil í tónlistinni. „Ég hlusta á tónlist frá öllum tímabilum og er þessi alræmda alæta á tónlist,“ segir Árni.
Meira