Tón-Lystin

„Mig minnir að fyrsta platan hafi verið með The Shadows“ / SKARPHÉÐINN EINARS

Skarphéðinn H. Einarsson á Húnabrautinni á Blönduósi starfar dagsdaglega sem skólastjóri Tónlistarskóla Austur-Húvetninga. Hann ólst upp á Blönduósi, sonur hjónanna Einars Guðlaugssonar frá Þverá og Ingibjargar Þ Jónsdóttur frás Sölvabakka. Skarphéðinn byrjaði að læra á gítar eftir fermingu, og síðar básúnu og trompet. 24 ára fór hann í blásarakennaradeild Tónlistarskóla Reykjarvíkur og útskrifaðist þaðan 1981.
Meira

„Hefur lengi langað að fara á Bayreuth-óperuhátíðina“ / KRISTJÁN B.

Kristján B. Jónasson fæddist 1967, alinn upp á Syðri-Hofdölum og á Sauðárkróki, en býr nú Skerjafirðinum í Reykjavík og er eigandi og útgefandi hjá Crymogeu. Kristján kann ekki á hljóðfæri þannig að hann telur sitt helsta tónlistarafrek að hafa verið plötusnúður á Hótel Mælifelli árin 1982-83.
Meira

„Er ekkert að festast í fortíðinni“ / INGVI HRANNAR

Ingvi Hrannar Ómarsson, kennari, er fæddur árið 1986, alinn upp á Króknum og sonur Maríu Bjarkar Ingvadóttur og Ómars Braga Stefánssonar. Ingvi Hrannar lærði á blokkflautu eins og svo margir en spurður um helstu tónlistarafrek segist hann hafa verið bjartasta vonin í Tónlistarskóla Skagafjarðar vorið 1992. „Reyndar held ég að það hafi ekki verið formleg kosning en ég var að verða mjög frambærilegur á blokkflautuna og hefði líklega átt að halda áfram á þeirri braut,“ segir Ingvi Hrannar fjallbrattur. 
Meira

„Mér fannst Jóhanna Guðrún alveg æðisleg“ / INGUNN KRISTJÁNS

Ingunn Kristjánsdóttir, fædd árið 1990, er Króksari í húð og hár en foreldrar hennar eru Sigríður Margrét Ingimarsdóttir og Kristján Örn Kristjánsson. Ingunn hefur stundað nám í Bandaríkjunum síðustu árin og útskrifaðist með bachelor í sálfræði frá University of Florida í maí 2014 og stundar nú mastersnám í atferlisfræði við University of the Pacific í Stockon í Kaliforníu. Hún spilar smá á gítar en segist vera alveg „...pro á hristur en annars er það bara röddin sem er mitt aðal hljóðfæri.“ Hún söng sitt fyrsta lag inn á plötu árið sem hún fermdist. „En ætli það standi ekki uppúr að hafa verið í öðru sæti í söngkeppni framhaldsskólanna 2008 og svo var ég auðvitað í hljómsveitinni Batterý og SENSE – good times!“
Meira

Var á þriðja ári þegar hann heyrði Here Comes the Sun / EINAR ÞORVALDS

Einar Þorvaldsson býr á Hofsósi en kennir tónlist við Tónlistarskóla Skagafjarðar. Einar er fæddur árið 1966, sonur Huldu Þórðardóttur og Þorvalds Þórðarsonar sem bæði eru ættuð af Snæfellsnesi. - Ég er uppalinn í Kópavogi (gott að búa í Kópavogi) en í þá daga var Kópavogur einskonar bær í sveit og t.d. lítil sem engin byggð í Fossvogsdalnum fyrir utan sveitabýli náttúrulega, segir Einar.
Meira

„Dót hrundi úr hillum“ / HARALDUR ÆGIR

Það er Haraldur Ægir Guðmundsson, fæddur 1977 á Blönduósi, sem svarar fyrir sig í Tón-lystinni að þessu sinni. Foreldrar hans eru Erla Björg Evensen og Guðmundur Haraldsson og segist Halli hafa alist upp í músíklausri fjölskyldu. „Mamma spilaði aðeins á gítar þegar hún var unglingur og pabbi var allur í íþróttum. Ég held að ég hafi leiðst út í tónlistina vegna þessa að ég fann mig ekki í neinu sporti og leitaði því nýrra áhugamála. Ég byrjaði að spila á rafmagnsbassa þegar ég var 14 eða 15 ára og breytti svo um árið 2003 og fór að spila á kontrabassa sem ég geri nær eingöngu í dag.
Meira

Ef ég segi ekki Birta þá talar Stjáni minn aldrei við mig aftur… / ÁRNI ÞÓR

Árna Þór Þorbjörnsson kannast örugglega margir við en hann plokkaði bassa um árabil með hinum rómuðu Herramönnum og nokkrum undanförum þeirra. Í Herramönnum var Árni ásamt bekkjarbræðrum sínum Kristjáni Gísla, Kalla Jóns, Svabba Helenu og Birki Guðmunds svo einhverjir séu nefndir. Árni er fæddur 1970 og alinn upp á Króknum. Hann segist ekki eiga neitt uppáhaldstímabil í tónlistinni. „Ég hlusta á tónlist frá öllum tímabilum og er þessi alræmda alæta á tónlist,“ segir Árni.
Meira

Ég myndi vilja fara á Bítlana / EINAR JÓNS

Einar Örn Jónsson (1975) ólst upp á Blönduósi en býr nú í Reykjavík. Hljóðfæri Einars eru píanó eða hljómborð en það að vera þátttakandi í Í svörtum fötum ævintýrinu segir hann kannski ekki hafa verið afrek en það hafi verið ótrúlega skemmtileg upplifun. „Ég hef líka verið svo heppinn að fá að spila með mörgum af bestu tónlistarmönnum landsins. En stoltastur verður maður af að heyra lögin sín í útvarpinu. Ætli Jólin eru að koma sé ekki mesta afrekið!“
Meira

Jólalögin best beint frá hjartanu / HILDUR EIR

Í þessari jólaútgáfu af Tón-lystinni er það brottfluttur Skagfirðingur, Hildur Eir Bolladóttir, sóknarprestur við Akureyrarkirkju, sem situr fyrir svörum. Hildur Eir, fædd 1978, ólst upp í Laufási við Eyjafjörð til 13 ára aldurs en bjó á Hólum í Hjaltadal þangað til hún fór 16 ára gömul í Menntaskólann á Akureyri. Hildur Eir lærði á fiðlu, orgel og gítar sem barn, lengst þó á fiðlu, en um helstu tónlistarafrek sín segir hún: -Það var visst afrek að hafa ekki gert fjölskyldu mína vitstola af fiðluleiknum en annars er nýjasta tónlistarafrekið það að hafa stofnað prestatríó með séra Oddi Bjarna og séra Hannesi Blandon, við tróðum upp á Handverkshátíðinni á Hrafnagili í ágúst síðastliðnum.
Meira

Syngur bara alls ekki í sturtu / SIGGI DODDI

Sigurpáll Aðalsteinsson, í daglegu tali nefndur Siggi Doddi, svarar nú Tón-lystinni. Siggi Doddi (1970) býr í Fellstúninu á Króknum en er alinn upp á Húsavík. Hann spilar á hljómborð og oftar en ekki með hljómsveitinni Von. Þá er kappinn í landsliðsflokki í veitinga- og skemmtanabransanum en Siggi Doddi rekur ásamt konu sinni veitinga- og skemmtistaði á Króknum og á Akureyri.
Meira