„Man best eftir Ragga Bjarna og Jóni Bassa syngja Úti í Hamborg“ / GUNNI RÖGG
feykir.is
Tón-Lystin
17.12.2015
kl. 11.45
Það er alltaf stutt í gleðina og glensið hjá Gunnari Rögnvaldssyni á Löngumýri í Skagafirði. Hannar er fæddur á Hrauni á Skaga árið 1967, sonur heiðurshjónanna Valda og Gillu. Gunni er gítareigandi og er lunkinn að setja saman texta og syngja, oftar en ekki með Jóni Halli Ingólfssyni. Nú á dögunum setti hann, í félagi við marga fína tónlistarmenn í Skagafirði, á svið barnalagatónleikana Ara og Alladín í Miðgarði í Varmahlíð. Helsta afrek sitt á tónlistarsviðinu segir hann þó vera að eiga helminginn í þremur músíkkölskum börnum, en það eru þau Jakob, Sigvaldi Helgi og Dagný.
Meira