Tón-Lystin

Hlustaði ansi oft á Pearl með Janis Joplin / ÍSABELLA LEIFS

Dagrún Ísabella Leifsdóttir er óperusöngkona sem býr í Reykjavík. Hún er alin upp á Sauðárkróki en bjó líka í Kópavogi, Hafnarfirði, Þingeyri og á Hjaltlandseyjum. Dagrún Ísabella lærði lengi á blokkflautu og kann á píanó. Henni finnst ekki rétt að dömur séu spurðar að aldri.
Meira

James Hetfield er guðinn / VALDIMAR GUNNLAUGS

Valdimar Gunnlaugsson er Tón-lystar maður Feykis að þessu sinni en hann býr Hvammstanga en ólst upp bæði í Húnaþingi Vestra og á Dalvík. Helsta hljóðfæri hans eru raddböndin og helstu tónlistarafrek eru þau að fá þann heiður að syngja í brúðkaupum og svo Pink Floyd show á Hvammstanga 2005 með algjörum meisturum. Ógleymanlegt, segir Valdimar. Hann er úr árgangi 1985 en uppáhalds tónlistartímabil spannar nokkur ár eða frá árinu 1900-2011.
Meira

Síendurtekinn indjánasöngur á heimilinu / SARA RUT

Sara Rut Fannarsdóttir heitir ung og efnileg tónlistarkona frá Skagaströndinni góðu sem hefur gert garðinn frægan með hljómsveitinni Fúsaleg Helgi þar sem hún var harmonikkuleikari og söng en fyrr á þessu ári fluttist Sara til Hafnafjarðar. Helstu tónlistarafrek fyrir utan að spila í fyrrnefndri hljómsveit þá segist Sara eitt sinn hafa spilað fyrir biskupinn sjálfan. Þá hefur hún verið í lúðrasveit og spilað og sungið hér og þar.
Meira

George Michael er flottastur / RÓBERT ÓTTARS

Stórbakarinn Róbert Óttarsson býr í Túnahverfinu á Sauðárkróki en kappinn er fæddur 1973 og ólst upp í Norðurbænum á Siglufirði. Róbert kann ekkert á hljóðfæri að eigin sögn. -„Frá því ég var krakki þá hefur mér fundist gaman að flauta (blístra) en svo syng ég mikið. Helstu afrekin á tónlistarsviðinu er útgáfan á Æskudraumum, disknum mínum, og svo útgáfutónleikarnir sem fylgdu í framhaldinu,“ segir Róbert.
Meira

Hefur dreymt um að vera Vivaldi / GUÐMUNDUR ST.

Guðmundur St. Sigurðsson er fæddur 1953 og ólst upp í Víðidalstungu II í Víðidal Vestur Húnavatnssýslu. Orgelið er hljóðfærið sem Guðmundur velur að spila á en hans helstu tónlistarafrek er að vera organisti frá 1984-2006 ásamt því að stjórna karlakór frá 2003.
Meira

Dreymdi um að vera 2Pac og Tom Waits / HELGI SÆMUNDUR

Helgi Sæmundur Guðmundsson (Úlfur Úlfur), fæddur 1987, búsettur á Rauðarárstígnum í Reykjavík, segist hafa eytt bestu árum ævi sinnar í Jöklatúni og Eyrartúni á Sauðárkróki. Helgi segist ekki vera sérstaklega góður á neitt hljóðfæri en spilar á gítar, píanó, bassa, ukulele, mandolin, tölvur og syngja smá.
Meira

Páll Óskar fær mig til að rífa í handbremsuna, stökkva út og dansa í bílljósunum / HRAFNHILDUR ÝR

Hrafnhildur, sem er árgerð 1978, býr nú á Sámsstöðum í Fljótshlíð en ólst upp í Dæli í Víðidal eða upp á engilsaxnesku Pumping in Wide Valley. Hún segist hafa náð ótrúlegri frægð í Húnaþingi vestra en líklega er hún hvað þekktust fyrir að vinna Söngkeppni framhaldsskólanna, fyrir heldur mörgum árum eins og hún segir sjálf, eða árið 1995. Þegar Hrafnhildur er spurð að því hvert sé hennar aðalhljóðfæri svarar hún því til að það séu raddböndin.
Meira

Langar að sýna konunni hve mikill snillingur Tom Waits er / ÆGIR ÁSBJÖRNS

Fjöllistamaðurinn Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson er Króksari, fæddur árið 1963, ólst upp á Hólmagrundinni en býr nú á Suðurgötu 10. Óhætt er að segja að Ægir sé fjöllistamaður af Guðs náð en auk þess að rækta myndlistina leikur hann á gítar, ukulele og hljómborð en einnig er hann liðtækur söngvari.
Meira

Syngur ítalskar aríur í sturtu / ÁSDÍS GUÐMUNDS

Minn tónlistarsmekkur er afar óreiðu- og jaðarkenndur en þessa dagana er ég að hlusta á margvíslega tónlist frá Suður-Ameríku, td. Mexícó og Kúbu. Ég var svo heppin að komast á tónleika í Mexícó nýlega með Lilu Downs sem er ein af mínum uppáhaldssöngkonum. Einnig sperrast eyrun upp ef ég heyri tónlist frá framandi menningarheimum eins og Tyrklandi eða Balkan skaganum, nefna má í þeim efnum Mercan Dede frá Tyrklandi, Balkan Beat box og búlgörsk þjóðlög sem ég er nýbúin að uppgötva. Svo er tangó og flamenco einnig í uppáhaldi, í tango fer fremstur Piazolla og flamenco snillingurinn Diego el Cigala frá Spáni blandar saman tango og flamenco.
Meira

Mundi banna óperutónlist og fiðlur / KIDDI BALDA

Kristján Baldvinsson býr á Akranesi um þessar mundir. Kappinn er fæddur 1968 og ólst upp í gamla bænum á Sauðárkróki. Hljóðfærið hans Kidda er trommur og sá hann í nokkrar vertíðir um að halda taktinum í skagfirsku sveiflunni svo eitthvað sé nefnt.
Meira