Tón-Lystin

Dreymdi um að vera 2Pac og Tom Waits / HELGI SÆMUNDUR

Helgi Sæmundur Guðmundsson (Úlfur Úlfur), fæddur 1987, búsettur á Rauðarárstígnum í Reykjavík, segist hafa eytt bestu árum ævi sinnar í Jöklatúni og Eyrartúni á Sauðárkróki. Helgi segist ekki vera sérstaklega góður á neitt hljóðfæri en spilar á gítar, píanó, bassa, ukulele, mandolin, tölvur og syngja smá.
Meira

Páll Óskar fær mig til að rífa í handbremsuna, stökkva út og dansa í bílljósunum / HRAFNHILDUR ÝR

Hrafnhildur, sem er árgerð 1978, býr nú á Sámsstöðum í Fljótshlíð en ólst upp í Dæli í Víðidal eða upp á engilsaxnesku Pumping in Wide Valley. Hún segist hafa náð ótrúlegri frægð í Húnaþingi vestra en líklega er hún hvað þekktust fyrir að vinna Söngkeppni framhaldsskólanna, fyrir heldur mörgum árum eins og hún segir sjálf, eða árið 1995. Þegar Hrafnhildur er spurð að því hvert sé hennar aðalhljóðfæri svarar hún því til að það séu raddböndin.
Meira

Langar að sýna konunni hve mikill snillingur Tom Waits er / ÆGIR ÁSBJÖRNS

Fjöllistamaðurinn Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson er Króksari, fæddur árið 1963, ólst upp á Hólmagrundinni en býr nú á Suðurgötu 10. Óhætt er að segja að Ægir sé fjöllistamaður af Guðs náð en auk þess að rækta myndlistina leikur hann á gítar, ukulele og hljómborð en einnig er hann liðtækur söngvari.
Meira

Syngur ítalskar aríur í sturtu / ÁSDÍS GUÐMUNDS

Minn tónlistarsmekkur er afar óreiðu- og jaðarkenndur en þessa dagana er ég að hlusta á margvíslega tónlist frá Suður-Ameríku, td. Mexícó og Kúbu. Ég var svo heppin að komast á tónleika í Mexícó nýlega með Lilu Downs sem er ein af mínum uppáhaldssöngkonum. Einnig sperrast eyrun upp ef ég heyri tónlist frá framandi menningarheimum eins og Tyrklandi eða Balkan skaganum, nefna má í þeim efnum Mercan Dede frá Tyrklandi, Balkan Beat box og búlgörsk þjóðlög sem ég er nýbúin að uppgötva. Svo er tangó og flamenco einnig í uppáhaldi, í tango fer fremstur Piazolla og flamenco snillingurinn Diego el Cigala frá Spáni blandar saman tango og flamenco.
Meira

Mundi banna óperutónlist og fiðlur / KIDDI BALDA

Kristján Baldvinsson býr á Akranesi um þessar mundir. Kappinn er fæddur 1968 og ólst upp í gamla bænum á Sauðárkróki. Hljóðfærið hans Kidda er trommur og sá hann í nokkrar vertíðir um að halda taktinum í skagfirsku sveiflunni svo eitthvað sé nefnt.
Meira

Það er löngu búið að sanna hver er besta plata allra tíma / SÉRA FJÖLNIR

Séra Fjölnir Ásbjörnsson er prestur í Holti í sveitarfélaginu Ísafjarðarbæ. Hann er fæddur árið 1973, alinn upp á Króknum frá 8 ára aldrei og segist skilgreina sig sem Króksara þegar spurt er eftir uppruna. Hljóðfærið hans Fjölnis er Yamaha BB1600 bassi sem var til sölu í Radíólínunni fyrir rúmum 20 árum en kom óvænt í hans hendur fyrir nokkrum árum og hefur ekki farið úr þeim síðan.
Meira

Búkalú kemur öllum í stuð / BERGLIND ÓLA

Berglind Óladóttir er íbúi í sveitarfélaginu Reykjavík og af þeim ágæta árgangi´77. Helstu tónlistarafrek: Fyrsta stigs, og þá meina ég fyrsta, próf á píanó og fumlaus flutningur með The Big Band, skólahljómsveit Tónlistarskóla Sauðárkróks, á tónleikum í Danmörku árið 1992.
Meira

Fyrsta plata Megasar best / GÍSLI ÞÓR

Nýr þáttur í Feyki er Tón-lystin þar sem tónlistaráhugi og lyst viðfangsefnis á tónlist er könnuð. Fyrstur í sviðsljósið er Gísli Þór Ólafsson til heimilis í Hlíðahverfi á Sauðárkróki og alinn upp á sömu slóðum. Gísli er árgangur 1979, með kassagítar sem sitt hljóðfæri en hann telur þó (kontra)bassaleik í hljómsveitinni Contalgen Funeral sitt helsta afrek á tónlistarsviðinu.
Meira