Þorleifur Feykir tók silfrið í sínum flokki á Norðurlandamótinu í MMA
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Lokað efni
21.01.2026
kl. 08.51
„Ég er bara ungur sveitastrákur úr Skagafirði með stóra drauma að keppa í blönduðum bardagaíþróttum,“ segir Þorleifur Feykir sem er nýjasta íþróttahetja Skagfirðinga. „Ég er fæddur og uppalinn í Skagafirði og bjó lengi á sveitabænum Eyhildarholti í Hegranesinu og á Sauðárkróki þegar ég varð eldri. Sumarið 2024 flutti ég suður til að elta langþráðan draum, að keppa í blönduðum bardagaíþróttum (MMA) fyrir Mjölni, enda hef ég verið stór aðdáandi íþróttarinnar og Gunnars Nelson síðan ég var lítill,“ segir Þorleifur í spjalli við Feyki.
Meira
