V-Húnavatnssýsla

Smá rumpa um páskana - Veðurspá Veðurklúbbsins á Dalbæ

Föstudaginn 5. mars kl 14:00 mættu átta félagar til fundar í Veðurklúbbnum á Dalbæ og spáðu fyrir veðrinu í mars. Í skeyti Dalbæinga kemur fram að fundarmenn hafi verið sáttir með veðrið í febrúar sem var þó heldur hlýrra en þeir áttu von á.
Meira

Hvar vilt þú búa?

Að alast upp í litlu sjávarþorpi veitti mér ómetanlega lífsánægju. Þó var samtal milli unglingana í þorpinu svo oft þannig að allt það sem ég elskaði við þorpið mitt var sett í sorglegt ljós. Við töluðum um að festast ekki fyrir vestan. Eina leiðin til að eiga heillavænlega framtíð væri að fara suður í nám og finna vinnu í bænum. Þessi ímynd af því að festast fyrir vestan var það versta sem krakkarnir gátu ímyndað sér.
Meira

Annaðhvort gýs eða ekki - Leiðari Feykis

Það hefur mikið gengið á á Reykjanesinu eins og öllum ætti að vera kunnugt. Órói, gosórói og óróapúlsar mælast á tækjum Veðurstofunnar og almenningur fylgist spenntur með framvindu mála. Þá má nú ekki gleyma öllum sviðsmyndunum sem dregnar hafa verið upp um yfirvofandi atburðarrás. Hvort gos sé í vændum eða ekki er erfitt að segja og alveg sérstaklega svona fyrirfram. Það eina sem vitað er með vissu er að það mun gjósa, kannski á morgun eða eftir viku, mánuð, ár eða öld, enginn veit. Vissulega mun gjósa.
Meira

Sextán landanir á Norðurlandi vestra

AFLATÖLUR | Dagana 28. febrúar til 6. mars 2021 á Norðurlandi vestra Á Króknum var aðeins landað þrisvar sinnum í síðustu viku og voru það allt togarar, Arnar HU 1, Dragney SK 2 og Málmey SK 1. Heildaraflinn var 761.339 kg en það var Arnar sem landaði mest eða rúmum 528 tonnum. Á Skagaströnd voru aftur á móti þrettán landanir og var það Ólafur Magnússon HU 54 sem landaði oftast eða þrisvar sinnum. Heildaraflinn á Skagaströnd var 25.908 kg og það var Alda HU 112 sem landaði mest eða tæpum 8 tonnum. Heildaraflinn á Norðurlandi vestra var 787.247 kg.
Meira

Bragðmikill kjúklingaréttur og klikkuð kókosbolluterta

Þegar kólnar svona í veðri þá langar mig helst til að skríða undir teppi upp í sófa og horfa á Netflix, þegar ég kem heim úr vinnunni á virkum dögum. Þá endar kvöldmaturinn yfirleitt með því að það er eitthvert snarl í matinn, krökkunum til mikillar gleði. En um helgar er annað upp á teningnum en þá nenni ég að brasa aðeins í eldhúsinu og þá er gott að eiga nokkrar góðar uppskriftir til að matreiða.
Meira

Stormur, snjókoma og gul viðvörun

Nú er í gildi gul viðvörun vegna veðurs fyrir Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði og Strandir og Norðurland vestra, þar sem íbúar svæðisins mega búast við hvassviðri, stormi, snjókomu og skafrenningi. Þá er varað við versnandi akstursskilyrði en blint getur orðið einkum á fjallvegum. Á heimasíðu Vegagerðarinnar kemur fram að á Holtavörðuheiði sé hálka og hvassviðri og vegna vinnu við Heiðarsporð er umferðarhraði lækkaður niður í 50 km/klst. og gæti komið til stuttra lokana næstu vikur.
Meira

Óskað eftir samráði íbúa með útvistarsvæði í Kirkjuhvammi

Á fundi byggðarráðs Húnaþings vestra þann 11. janúar sl. var samþykkt að skipa starfshóp um framtíðarsýn íþrótta- og útivistarsvæðisins í Kirkjuhvammi ofan Hvammstanga sem hefði það hlutverk að koma með tillögur að framtíðarnýtingu svæðisins sem rúmast skuli innan gildandi deiliskipulags.
Meira

Gærurnar mubbluðu upp setustofu dreifnámsins á Hvammstanga

Í byrjun árs keypti Húnaþing vestra nýja sófa í setustofu nemenda í dreifnámi FNV á Hvammstanga. Nemendur höfðu áhuga á að gera setustofuna aðeins huggulegri og brugðu á það ráð að senda styrkbeiðni til Gæranna sem brugðust vel við og réttu fram hjálparhönd.
Meira

Mottukeppnin fær frábærar viðtökur

Nú í mars fór mottukeppnin í gang eftir fimm ára hlé og er samkvæmt tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu er hún í fullum gangi og fær frábærar viðtökur. Yfir 300 keppendur eru skráðir og þar á meðal eru skemmtilegir hópar. Þar má til dæmis finna Karlakór Hveragerðis, Skokkhóp Vals og bændurna á Gilsbúinu í Skagafirði.
Meira

Skuggi nagar allt nema dótið sitt

Það eru fáir sem ekki eiga orðið gæludýr í dag en gæludýraeign hefur án efa margvísleg áhrif á okkur bæði andlega og líkamlega, sérstaklega á þessum furðulegu tímum sem við lifum í í dag. Það gæludýr sem ekki finnst á öðruhvoru heimili eins og hundar og kettir eru kanínur en þær eru orðnar hluti af dýralífi Íslands því þær finnast villtar víða á landinu. Á Blönduósi býr hún Hulda Birna Vignisdóttir, dóttir Sigrúnar Óskarsdóttur og Vignis Björnssonar, ásamt dóttur sinni, Sigrúnu Birnu, en þær eiga lítinn krúttlegan loðbolta sem heitir Skuggi og kom nýlega inn á heimilið þeirra.
Meira