V-Húnavatnssýsla

Fyrsti símalausi dagurinn í Grunnskóla Húnaþings vestra

Í gær var fyrsti símalausi dagurinn í Grunnskóla Húnaþings vestra og tókst hann vel eftir því sem kemur fram á heimasíðu skólans. Þar segir að greinilegt hafi verið í samtölum við nemendur og í fasi þeirra að þessi breyting reynist sumum erfið enda margir vanir að skilja símann aldrei við sig en tekið er fram að nemendur eigi hrós skilið fyrir góðar undirtektir.
Meira

Vatnstjón vegna ofna á 3ja daga fresti

Vatnstjón vegna leka út frá ofnum eru algeng á íslenskum heimilum en 3ja hvern dag er slíkt tjón tilkynnt til VÍS en á heimasíðu þess kemur fram að oft megi sjá fyrirboða slíks tjóns á ofnum, til dæmis ryðbletti eða útfellingar á samskeytum. Það er því mikilvægt að skoða ofnana og skipta þeim út, ef þessi einkenni eru sýnileg.
Meira

100.000 gestir á ÍSLENSKUR LANDBÚNAÐUR 2018

Um hundrað þúsund gestir komu í heimsókn á sýninguna Íslenskur landbúnaður 2018 er haldin var í Laugardalshöll um helgina. Slík aðsókn hefur vart sést á sýningu á Íslandi. Að sögn Ólafs M. Jóhannessonar framkvæmdastjóra sýningarinnar voru undirtektir afar jákvæðar:
Meira

Kollóttur hrútur frá Syðri-Reykjum hrútur sýningarinnar á Bergstöðum - Myndasyrpa

Lambhrúta og gimbrasýning var haldin í Miðfjarðarhólfi föstud. 12.okt. að Bergsstöðum í Miðfirði. Keppt var í þremur flokkum lambhrúta, hvítir hyrndir, mislitir og kollóttir, ásamt tveimur hópum gimbra, mislitar gimbrar, sem voru verðlaunaðar eftir átaki og skrautgimbrar en þá var einungis horft til litar eða sérstöðu. Elín Skúladóttir á Bergsstöðum segir að ekki hafi verið stigað á staðnum, heldur látið dagsformið ráða.
Meira

Birnur gerðu gott mót

Fyrsta keppnishelgin af þremur á Íslandsmótinu í blaki fór fram um helgina og fór keppnin í 4. deildinni fram á Hvammstanga. Birnur frá Hvammstanga, sem keppa undir merki Kormáks, nýttu sér heimavöllin og stemninguna sem var í stúkunni vel og kræktu í 6 stig og 6. sætið í 4. deild en þar tóku tólf lið þátt.
Meira

Hefurðu áhuga á að virkja lækinn þinn?

Smávirkjanasjóður SSNV auglýsir eftir umsóknum í Skref 1 sem er frummat smávirkjana. Tilgangur sjóðsins er að styrkja fyrstu skrefin í rannsóknum á mögulegum rennslisvirkjunum á Norðurlandi vestra sem eru undir 10 MW að stærð. Miðað er við fyrirliggjandi yfirlit á mögulegum rennslisvirkjunum sem upp eru taldir í skýrslu Mannvits 2018: Frumúttekt á smávirkjanakostum á Norðurlandi vestra. Þó er heimilt að bæta við fleiri virkjunarkostum með samþykki SSNV.
Meira

Fjögur bú af Norðurlandi vestra tilnefnd sem ræktunarbú ársins 2018

Fagráð í hrossarækt hefur valið þau tólf hrossaræktarbú sem tilnefnd eru til árlegrar heiðursviðurkenningar Bændasamtaka Íslands, ræktunarbú ársins. Á hestafrettir.is kemur fram að valið hafi staðið á milli 49 búa sem náð höfðu athyglisverðum árangri á árinu. Þrjú þeirra eru skagfirsk og eitt úr Húnaþingi. Tilnefnd bú munu hljóta viðurkenningu á ráðstefnunni Hrossarækt 2018 sem haldin verður í Spretti, Samskipahöllinni, laugardaginn 27. október næstkomandi.
Meira

Markviss með byssusýningu á Blönduósi

Afmælissýning Skotfélagsins Markviss verður haldið næsta laugardag 20. Október í Félagsheimilinu á Blönduósi. Þar verður dregið fram í dagsljósið það helsta úr eigu félagsmanna og segir í tilkynningu að fjölbreytileikinn sé í fyrirrúmi, herrifflar, skammbyssur, veiðibyssur, keppnisbyssur, byssur smíðaðar af Jóni Þorsteinssyni og Jóni Björnssyni o.fl. Byssusýning er í tilefni af 30 ára afmæli félagsins.
Meira

Hvað varð um Helgu? - Út í nóttina

Komin er út bókin Út í nóttina eftir Sigurð H. Pétursson. Út í nóttina er spennusaga, 156 bls. sem gerist í afskekktu héraði á Norðurlandi. Höfundur er dýralæknir og hefur búið og starfað sem héraðsdýralæknir í Austur Húnavatnssýslu síðan 1973 og útgefandi er Bókaútgáfan Merkjalæk sem er staðsett í Svínadal í Austur-Húnavatnssýslu.
Meira

Það sem JFK kenndi mér – Áskorendapenni Unnur Valborg Hilmarsdóttir

Fræg eru orð Johns F. Kennedys Bandaríkjaforseta við embættistöku hans í janúar 1961: „Þess vegna, landar mínir, spyrjið ekki, hvað landið ykkar geti gert fyrir ykkur, – spyrjið, hvað þið getið gert fyrir landið ykkar." Þessi orð JFK koma oft upp í huga minn við hin ýmsu tækifæri. Þau má nefnilega heimfæra upp á svo margt. Hvað get ég gefið í samskiptum við fjölskyldu og vini, vinnufélaga, sveitunga? Hvað get ég gefið í félagsskap hverskonar? Hvað get ég gert fyrir samfélagið mitt? Og áfram mætti halda. Það er jú sælla að gefa en þiggja segir einhversstaðar í frægri bók.
Meira