Tindastólsmenn með fimm sigurleiki í röð
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Lokað efni
13.09.2025
kl. 22.49
Lið Tindastóls hefur verið á mikilli siglingu í 3. deildinni síðustu vikurnar og í dag vann liðið fimmta sigurinn í röð í lokaumferðinni. Andstæðingarnir voru lið KFK úr Kópavogi sem heimsóttu Krókinn og þurfti nauðsynlega á sigri að halda til að forðast fall. Líkt og í síðasta leik gegn botnliði ÍH voru Stólarnir gjafmildir í fyrri hálfleik og tvívegis komust gestirnir yfir. Það var hins vegar jafnt í hálfleik og í síðari hálfleik voru heimamenn í essinu sínu. Lokatölur 6-2.
Meira