A-Húnavatnssýsla

Unnur Valborg kynnti framkvæmd sóknaráætlana í Wales

Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, sótti á dögunum ráðstefnu sem haldin var á vegum OECD í Wales. Var ráðstefnan hugsuð fyrir welska ráðamenn en þar á bæ er uppi nokkur óvissa um fjármagn til svæðisbundinnar þróunar vegna Brexit þar sem stór hluti fjármuna í slík verkefni hefur komið frá Evrópusambandinu. Ennfremur er vilji til að leita leiða til að marka skýrari stefnu í landinu í tengslum við byggðaþróun og einfalda stjórnsýslu málaflokksins.
Meira

Tónlistarskóla Austur-Húnvetninga færð góð gjöf

Tónlistarskóla Austur-Húnvetninga barst í gær höfðingleg gjöf þegar hjónin Sigurlaug Þóra Hermannsdóttir og Hlynur Tryggvason á Blönduósi komu í heimsókn og færðu skólanum klarinett að gjöf til minningar um barnabarn þeirra, Hönnu Lísu, sem lést árið 2015, tæplega 18 ára að aldri.
Meira

Heilsueflandi móttökur settar á fót um allt land

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að ráðstafa 200 milljónum króna af fjárlögum næsta árs til að koma á fót heilsueflandi móttökum um allt land innan heilsugæslunnar. Framlagið kemur til viðbótar 130 milljónum króna sem ráðherra hefur ákveðið að verja til að efla þjónustu heimahjúkrunar.
Meira

Sérstök umræða um jöfnun dreifikostnaðar á raforku á Alþingi

Sérstök umræða um jöfnun dreifikostnaðar á raforku fór fram á Alþingi mánudaginn 25. nóvember. Málshefjandi var Halla Signý Kristjánsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, og til andsvara var Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, félags- og nýsköpunarráðherra.
Meira

Flettu JólaFeyki á netinu

Jólablað Feykis rann af stað á færibandinu í gær og er hluti upplagsins klár og kominn á Póstinn. Það er töluverð vinna við samsetningu blaðsins og lýkur henni ekki fyrr en í dag, þannig að það verða því miður ekki allir komnir með blaðið í hendur fyrir helgi. Beðist er velvirðingar á því.
Meira

Tendruð ljós á jólatré á Blönduósi

Ljósin verða tendruð á jólatrénu við Blönduósskirkju í dag klukkan 17:00. Tréð sem reist hefur verið við kirkjuna er fengið í Gunnfríðarstaðaskógi hjá Skógræktarfélagi Austur – Húnvetninga og er það hið glæsilegasta á að líta.
Meira

Umsókn um fjölgun hjúkrunarrýma á Sæborg hafnað

Heilbrigðisráðuneytið telur sér ekki fært að verða við beiðni hjúkrunarheimilisins Sæborgar á Skagaströnd frá því í september þess efnis að fá úthlutað einu hjúkrunarrými til viðbótar við þau níu sem fyriri eru . Öll hjúkrunarrými á Sæborg eru fullnýtt og hefur svo verið í nokkur ár.
Meira

Konukvöld Húnabúðarinnar á sunnudaginn

Húnabúðin á Blönduósi heldur árlegt konukvöld sitt nk. sunnudag, 1. desember, klukkan 20:00. Þetta er í fjórða skipti sem Húnabúðin stendur fyrir konukvöldi og hafa þau alltaf verið vel afar sótt.
Meira

Opið hús í Nes listamiðstöð

Í dag, miðvikudaginn 27. nóvember, milli kl. 16 og 18 verður opið hús í Nes listamiðstöð á Skagaströnd þar sem listamenn mánaðarins sýna vinnu sína.
Meira

Fyrirlestur í Verinu um örplast í hafinu við Ísland

Valtýr Sigurðsson, starfsmaður BioPol ehf. á Skagaströnd og Náttúrustofu Norðurlands vestra heldur fyrirlestur í Verinu á Sauðárkróki næstkomandi föstudag kl. 9:00. Fyrirlesturinn nefnist „Sources and Pathways of Microplastics to the Icelandic Ocean“ (Örplast í hafinu við Ísland - helstu uppsprettur, magn og farvegir í umhverfinu). Í fyrirlestri sínum mun Valtýr kynna niðurstöður skýrslu sem hann vann fyrir umhverfis- og auðlindaráðuneytið um örplast á Íslandi. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku.
Meira