Unnur Valborg kynnti framkvæmd sóknaráætlana í Wales
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
29.11.2019
kl. 13.35
Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, sótti á dögunum ráðstefnu sem haldin var á vegum OECD í Wales. Var ráðstefnan hugsuð fyrir welska ráðamenn en þar á bæ er uppi nokkur óvissa um fjármagn til svæðisbundinnar þróunar vegna Brexit þar sem stór hluti fjármuna í slík verkefni hefur komið frá Evrópusambandinu. Ennfremur er vilji til að leita leiða til að marka skýrari stefnu í landinu í tengslum við byggðaþróun og einfalda stjórnsýslu málaflokksins.
Meira