Tvær rútur enduðu utan vegar í umdæmi Lögreglunnar á Norðurlandi vestra
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla
10.01.2020
kl. 19.02
Seinni partinn í dag varð alvarlegt umferðarslys á þjóðvegi 1, skammt sunnan Blönduóss er hópbifreið endaði utanvegar og valt. Allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu var sent á vettvang og hafa farþegar verið fluttir á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi sem og í fjöldahjálparstöð Rauða krossins. Samkvæmt Facbooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra voru einhverjir slasaðra fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur. Þjóðvegur 1. var lokaður vegna þessa.
Meira
