Ferðamenn ánægðir með söfn á Norðurlandi
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
27.11.2019
kl. 11.40
Ferðamenn sem fara á söfn á Norðurlandi eru ánægðir með heimsóknir þangað, innlendir sem erlendir ferðamenn. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar sem Rannsóknarmiðstöð ferðamála vann að beiðni Markaðsstofu Norðurlands, en niðurstöður hennar voru kynntar á ráðstefnu á Hótel Kea fyrir helgi. 97% svarenda í könnun RMF sögðust annað hvort vera ánægðir eða mjög ánægðir með heimsóknir á söfnin og 90% sögðust ætla mæla með því við fjölskyldu og vini að þeir gerðu slíkt hið sama.
Meira