A-Húnavatnssýsla

Ferðamenn ánægðir með söfn á Norðurlandi

Ferðamenn sem fara á söfn á Norðurlandi eru ánægðir með heimsóknir þangað, innlendir sem erlendir ferðamenn. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar sem Rannsóknarmiðstöð ferðamála vann að beiðni Markaðsstofu Norðurlands, en niðurstöður hennar voru kynntar á ráðstefnu á Hótel Kea fyrir helgi. 97% svarenda í könnun RMF sögðust annað hvort vera ánægðir eða mjög ánægðir með heimsóknir á söfnin og 90% sögðust ætla mæla með því við fjölskyldu og vini að þeir gerðu slíkt hið sama.
Meira

Jólabasar í Skagabúð

Kvenfélagið Hekla í Skagabyggð verður með sinn árlega Jólabasar í Skagabúð sunnudaginn 1. desember nk. en þar verður ýmislegt til sölu, s.s. jólakort og pappír, gott úrval af heimaunninni vöru og handverki. Basarinn stendur yfir milli klukkan 14 og 17.
Meira

Íbúafundur í Húnavatnshreppi

Vilt þú taka þátt í að skapa framtíð samfélagsins? er yfirskrift fundar sem sveitarstjórn Húnavatnshrepps boðar til í Húnavallaskóla nk. fimmtudag, 28. nóvember, klukkan 20:00. Á fundinum verður farið yfir áherslur sveitarstjórnar í fjárhagsáætlun ársins 2020 og sameiningarmálin verða meðal fjölmargra umfjöllunarefna.
Meira

SSNV auglýsa eftir hugmyndum að áhersluverkefnum

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra auglýsa eftir hugmyndum að áhersluverkefnum fyrir árin 2020 og 2021 Áhersluverkefni eru hluti af sóknaráætlun landshlutans og eru skv. samningi um sóknaráætlanir: „ verkefni sem hafa beina skírskotun til sóknaráætlunar landshlutans og styðja við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.“
Meira

Annar sjúkrabíla Brunavarna Skagafjarðar farinn að „flagga rauðu“

Ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um kaup á 25 nýjum sjúkrabílum liggur fyrir í kjölfar útboðs Ríkiskaupa og er endurnýjun sjúkrabílaflota landsins þar með hafin í samræmi við samkomulag Sjúkratrygginga Íslands og Rauða krossins á Íslandi frá 11. júlí síðastliðnum. Reiknað er með að fyrstu bílarnir verði afhentir fullbúnir til notkunar í september á næsta ári.
Meira

Ljósmyndasýning á bókasafninu á Blönduósi

Á morgun, miðvikudaginn 27. nóvember, verður haldin ljósmyndasýning á Héraðsbókasafninu á Blönduósi. Sýndar verða valdar myndir frá 19. og 20. öld.úr bæjarlífinu á Blönduósi og nágrenni. Sýningin hefst klukkan 16:30 og stendur til 17:30.
Meira

Roðagyllum heiminn - vitundarvakning gegn kynbundnu ofbeldi

Alþjóðasamband Soroptimista hefur barist gegn kynbundnu ofbeldi í áratugi og boðar til 16 daga vitundarvakningar gegn ofbeldi 25. nóvember til 10. desember, en Sameinuðu þjóðirnar hafa valið 25. nóvember dag vitundarvakningar um útrýmingu kynbundis ofbeldis og markar hann jafnframt upphaf 16 daga átaks gegn því. Þessu sérstaka átaki lýkur á mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna, 10. desember, sem jafnframt er alþjóðlegur dagur Soroptimista.
Meira

Nemendur lutu í gras fyrir starfsfólki FNV

Árleg golfkeppni nemenda og starfsfólks Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra fór fram á Hlíðarendavelli í haust. Fyrirkomulagið var Texas scramble og hafði starfsfólkið betur að þessu sinni og fékk nöfn sín á bikarinn.
Meira

Mamma Mía á fjalir Bifrastar - Falleg sýning og bráfyndin

Nemendafélag Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra frumsýnir söngleikinn heimsfræga Mamma mía í Bifröst Sauðárkróki föstudaginn 22. nóvember nk. klukkan 20:00. Með hlutverk Donnu fer Rannveig Sigrún Stefánsdóttir, Helena Árnadóttir leikur Sophie og svo eru það pabbarnir, þeir Sam, Bill og Harry en með hlutverk þeirra fara Sæþór Már Hinriksson, Eysteinn Guðbrandsson og Ásbjörn Waage.
Meira

Klassísk „Sloppy Joe“ og jólaís.

Matgæðingur vikunnar í 46. tbl. Feykis árið 2017 var hinn 23 ára Andri Freyr sem þá hafði búið á Hvammstanga í fjögur ár og starfaði sem kokkur á Heilbrigðisstofnuninni þar en áður hafði hann unnið á veitingastaðnum Sjávarborg. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á matargerð og mikið unnið við hana og elska að læra einhvað nýtt frá öðrum,“ sagði Andri Freyr sem gaf lesendum uppskrift að girnilegum hakkrétti, sem er einföld og hægt að breyta að smekk, og jólalegum Toblerone-ís.
Meira