A-Húnavatnssýsla

Karlahlaup Krabbameinsfélagsins fer fram sunnudaginn 1. mars

Skráning er hafin í Karlahlaup Krabbameinsfélagsins sem fer fram sunnudaginn 1. mars næstkomandi. Markmið hlaupsins er að hvetja karlmenn af öllum stærðum og gerðum til að koma saman og hreyfa sig. Þetta fyrsta Karlahlaup markar upphaf Mottumars, árlegs átaksverkefnis Krabbameinsfélagsins sem tileinkað er baráttunni gegn krabbameinum hjá körlum.
Meira

Menn ársins í Austur-Húnavatnssýslu

Lesendur Húnahornsins völdu björgunarsveitarfólk í Björgunarfélaginu Blöndu sem menn ársins í Austur-Húnavatnssýslu árið 2019. Að vanda var tilkynnt um valið á Blöndublóti, þorrablóti Blönduósinga, sem haldið var á laugardagskvöldið. Þetta er í 15. sinn sem lesendur Húnahornsins velja mann ársins í Austur-Húnavatnssýslu.
Meira

Heimsóknum erlendra ferðamanna um Akureyrarflugvöll fjölgar

Fjölgun millilandafarþega um Akureyrarflugvöll hefur verið mikil undanfarin ár en samkvæmt tölum Isavia nam fjölgunin árið 2017 24% frá fyrra ári, árið 2018 var fjölgunin enn meiri eða 70% miðað við fyrra ár og árið 2019 nam fjölgunin 38% miðað við árið á undan, segir á vef Markaðsstofu Norðurlands. Það segir einnig að nú styttist í að ferðamenn á vegum hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel komi í fyrstu vetrarferð ársins til Norðurlands, en þær munu verða átta talsins frá 14. febrúar til 9. mars.
Meira

Einfalt og gott í saumaklúbbinn eða afmælið

Meira

Fiskikör skulu vera hrein

Eftirlitsmenn Matvælastofnunar hafa víða orðið varir við óhreinindi í fiskikörum eins og fram kemur á heimasíðu stofnunarinnar en reglulega berast kvartanir frá sjómönnum og fiskkaupendum um óhrein og skemmd löndunarkör. Kör sem notuð eru fyrir matvæli þurfa að vera hrein og er það eingöngu tryggt með hreinsun eftir hverja notkun en óæskilegt er að nota fiskikör fyrir annað en matvæli.
Meira

Uppfærsla á ferðamannabæklingi um Norðurland

Nú styttist í að uppfærsla á ferðamannabæklingnum North Iceland Official Tourist Guide hefjist. Í tilkynningu frá markaðsstofu Norðurlands er vakin athygli á því að samstarfsfyrirtæki hafa frest til 14. febrúar til að senda inn uppfærðar upplýsingar um sig. Einnig er bent á að gott er að kíkja á skráninguna á northiceland.is og sjá hvort gera þurfi breytingar þar.
Meira

Þverárfjallsvegur lokaður

Vetrarfærð er nú í öllum landshlutum en mikið hefur snjóað á Norðurlandi í nótt. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er unnið að hreinsun. Þegar þetta er skrifað, um kl. hálf tíu, hefur Þverárfjallsveginum verið lokað sem og Ólafsfjarðarmúla þar sem er snjóflóðahætta.
Meira

Blönduósbær stefnir á að verða heilsueflandi samfélag

Á fundi menningar,- tómstunda- og íþróttanefndar Blönduósbæjar sl. þriðjudag kom fram að sveitarfélagið hefur hafið ferlið að því að verða Heilsueflandi samfélag. Málið var kynnt fyrir nefndinni sem fagnaði þessu jákvæða skrefi, að því er segir í fundargerð.
Meira

Ræddu mikilvægi flugvalla í Norðvesturkjördæmi

Tveir varaþingmenn Norðvesturkjördæmis, þeir Bjarni Jónsson og Stefán Vagn Stefánsson, ræddu mikilvægi sjúkraflugs í Norðvesturkjördæmi undir fundarliðnum störf Alþingis í gær.
Meira

Aukasýningar hefjast á morgun á Mamma Mía

Vegna mikillar eftirspurnar ákvað Nemendafélag Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra að bæta við fjórum aukasýningum á Mamma Mía en frumsýnt var 22. nóvember sl. Aukasýningarnar hefjast á morgun 30. janúar, önnur sýning 31. jan. og síðustu tvær fara fram laugardaginn 1. feb. klukkan 16 og 20.
Meira