Lausnamið, nýtt bókhaldsfyrirtæki á Skagaströnd
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
11.01.2019
kl. 16.23
Nýtt sprotafyrirtæki á sviði bókhaldsþjónustu og rekstrarráðgjafar, Lausnamið, tók til starfa í síðustu viku á Skagaströnd. Í gær var opið hús og var gestum og gangandi boðið að þiggja veitingar og fræðast um reksturinn. Lausnamið er staðsett á Einbúastíg 2 og vinna þar tvær konur, eigandi fyrirtækisins Erla Jónsdóttir rekstrarfræðingur, og Sigríður Gestsdóttir, viðurkenndur bókari.
Meira