Skotfélagið Markviss útnefnir skotíþróttafólk ársins
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
02.01.2019
kl. 13.27
Skotfélagið Markviss hefur að vanda útnefnt skotíþróttafólk ársins í lok keppnisárs félagsins. Það voru þau Snjólaug M. Jónsdóttir og Jón B. Kristjánsson sem hlutu útnefninguna en auk þess voru veitt sérstök hvatningarverðlaun til tveggja ungra skotíþróttamanna, þeirra Sigurðar Péturs Stefánssonar og Kristvins Kristóferssonar fyrir góða ástundun og framfarir á æfingum auk þess að stíga sín fyrstu skref í keppni á innanfélagsmótum í sumar. Sagt er frá útnefningunni á vef Skotfélagsins Markviss.
Meira