Ólíklegt að Hafíssetrið verði opnað aftur
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
08.01.2019
kl. 12.34
Óvissa ríkir um framtíð Hafíssetursins á Blönduósi og hefur svo verið um nokkurt skeið eða síðan því var lokað í sumarlok árið 2015. Fréttavefurinn Húni.is fjallaði um málið í gær og birti meðal annars viðtal við Þór Jakobsson veðurfræðing og upphafsmann að Hafíssetrinu. Setrið var opnað sumarið 2006 í öðru af tveimur elstu húsum Blönduóss, Hillebrandtshúsinu, og gekk starfsemi þess vel fyrstu árin en þegar á leið reyndist ekki grundvöllur fyrir áframhaldandi starfsemi með tilliti til aðsóknar.
Meira