A-Húnavatnssýsla

KS greiðir viðbótargreiðslu á lambakjötsinnlegg

Kaupfélag Skagfirðinga sendi á dögunum frá sér tilkynningu til sauðfjárbænda þar sem kemur fram að ákveðið hafi verið að greiða viðbótargreiðslu á lambakjötsinnlegg síðasta hausts.
Meira

Margir kynna starfsemi sína á Mannamóti

Mannamót, árleg kaupstefna sem sett er upp af markaðsstofum landshlutanna, í samvinnu við flugfélagið Erni og Isavia, er haldin í dag í Kórnum í Kópavogi. Kaupstefnan er kynningarvettvangur ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni og jafnframt tækifæri til að koma á fundum fagaðila í greininni.
Meira

Tækifæri í ferðaþjónustu

Ferðaþjónustuaðilar frá öllu landinu fjölmenna nú í lok janúar til höfuðborgarinnar í sjötta skiptið til þess að taka þátt í ferðasýningunni Mannamóti. Mikill kraftur einkennir ferðaþjónustuna eins og áður og eru fyrirtæki frá landshlutunum 270 talsins en þeim fylgir hópur hátt í 400 einstaklinga sem munu taka á móti gestum sínum frá höfuðborgarsvæðinu og kynna fyrir þeim þjónustu, spennandi áfangastaði og ýmsar nýjungar.
Meira

Veginum um Holtavörðuheiði lokað í tvo tíma í dag

Holta­vörðuheiði verður lokuð í dag í um tvær klukku­stundir milli klukkan 13.30 og 15.30 meðan unnið verður að því að koma vöru­flutn­inga­bíl aft­ur á veg­inn. Samkvæmt frétt á mbl.is fór bíllinn út af veg­in­um í gærkvöld við Miklagil, norðanmegin í heiðinni, og valt. Eng­in slys urðu á fólki.
Meira

Lítil notkun endurskinsmerkja

Nýlega stóð VÍS fyrir könnun á endurskinsmerkjanotkun hjá tveimur ólíkum hópum, annars vegar nemendum unglingadeildar í grunnskóla og hins vegar starfsmönnum á vinnustað. Niðurstaða þeirrar könnunar sýndi að aðeins um 20% nota endurskinsmerki eða tveir af hverjum tíu. Frá þessu er greint á vef VÍS.
Meira

Sjávarútvegurinn vel í stakk búinn að stunda nýsköpun

Nú er afskurðurinn verðmæti, segir á Facebooksíðu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Samspil fræðasamfélagsins og sjávarútvegs, hefur leitt af sér fjölmargar nýjungar og í myndbandi sem birtist í morgun á síðunni segir dr. Hólmfríður Sveinsdóttir, framkvæmdastjóra Protís, frá spennandi hlutum í þeirri grein.
Meira

Reiknað með 50 manna hópi flóttafólks til Blönduóss og Hvammstanga

Sveitarstjórnir Blönduóss og Húnaþings vestra fengu í desember í hendur erindi frá velferðarráðuneytinu þar sem þess er farið á leit að sveitarfélögin taki á móti hópi sýrlenskra flóttamanna á þessu ári. Hópurinn sem hér um ræðir er fjölskyldufólk sem telur um 50 manns og er reiknað með að hann deilist jafnt á sveitarfélögin tvö. Auk þess er fyrirhugað að 25 einstaklingar fái samastað á suðvesturhorni landsins að því er segir í í Fréttablaðinu um helgina en þar var rætt við Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóra á Blönduósi.
Meira

Hámarkshraði við einbreiðar brýr lækkaður

Vegagerðin hefur ákveðið að lækka hámarkshraða í 50 km/klst. við allar einbreiðar brýr á þjóðvegum þar sem umferð er meiri en 300 bílar á dag að jafnaði alla daga ársins (ÁDU). Um er að ræða um 75 einbreiðar brýr, um helmingur á Hringvegi. Þá verður viðvörunarskiltum breytt og einnig bætt við undirmerki á ensku á viðvörunarskiltum. Kostnaður við merkingar er áætlaður um 70-80 milljónir króna.
Meira

Sagan af Bjarna vellygna - Þjóðsögur Jóns Árnasonar

Maður er nefndur Bjarni; hann bjó á Bjargi í Miðfirði; hann var kvongaður og átti Snælaugu dóttir Björns hins auðga austan af Meðallandi. Þeirra synir voru þeir Jón er síðar var kallaður tíkargola, og Ari. Koma þeir lítt við þessa sögu því ungir voru þeir er þetta gjörðist. Bjarni átti oft þröngt í búi; var hann þó búsýslumaður hinn mesti; fór hann árlega til sjóar og var formaður suður í Garði, en sem hér var komið var vetur í harðara lagi; byrjaði hann því verferð sína í seinna lagi og voru vermenn allir farnir af stað.
Meira

Fiskréttur rétt eftir jólin

„Okkur þykir gott að bera fram fiskrétt svona rétt eftir jólin en okkur finnst fiskur mjög góður og er hann oft á borðum hjá fjölskyldunni. Í eftirrétt bjóðum við upp á uppáhalds eplaköku til að slá á eftirköst eftir hátíðarnar,“ sögðu Svala Guðmundsdóttir og Guðmundur Ólafsson á Sauðárkróki sem voru matgæðingar vikunnar í öðru tölublaði Feykis árið 2017.
Meira