Aðsent efni

Sýndarveruleiki minnihluta sveitarstjórnar

Í ljósi umræðna og bókana fulltrúa minnihlutans í sveitarstjórn vill meirihluti sveitarstjórnar leiðrétta þær rangfærslur sem komið hafa fram í málflutningi þeirra. Mikilvægt er að rétt sé farið með staðreyndir.
Meira

Byggðasafn Skagfirðinga flaggskip í héraði

Byggðasafn Skagfirðinga hefur með starfi sínu og uppbyggingu verið eitt helsta flaggskip íslenskra safna á undanförnum árum. Þar hefur safnstjórinn unnið brautryðjendastarf með því öfluga teymi sem með henni hefur starfað í gegnum árin. Það var því ánægjuleg viðurkenning þegar safnið fékk íslensku safnaverðlaunin árið 2016 fyrir framúrskarandi starfsemi. Það var hátíðleg stund þegar Sigríður Sigurðardóttir safnstjóri Bygggðasafnsins um áratugi veitti þessum verðskuldaða heiðri viðtöku.
Meira

Aukin áhersla í samgöngu- og byggðamálum

Nú stendur yfir umræða um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Þar er gert ráð fyrir sérstöku átaki í samgönguframkvæmdum á árunum 2019-2021, samtals um 16,5 milljarða króna. Áhersla verður á greiðar og öruggar samgöngur allt árið í þeim verkefnum sem unnin verða. Strax á fyrsta ári áætlunarinnar er aukningin til málefnasviðsins 4,3 milljarðar króna frá fjárlögum 2018. Ætlunin er að klára Dýrafjarðargöng og tvöfalda Kjalarnesveg. Unnið er að samgönguáætlun sem á að leggja fyrir í haust.
Meira

Á Þveráreyrum 1954 - Kristinn Hugason skrifar um hesta og menn

Yfirskrift greinarinnar er raunar fengin úr öðru bindi rits Gunnars Bjarnasonar; Ættbók og saga íslenzka hestsins á 20. öld. Gunnar birti í bókaflokki þessum sem var 7 bindi, starfssögu auk ættbókar BÍ. Bókasamningin var einkaframtak Gunnars, en útgefandi var Bókaforlag Odds Björnssonar á Akureyri.
Meira

Af flutningum til Danmerkur - Áskorandapenninn Turid Rós

Nú sit ég fyrir framan arineldinn með tölvuna í kjöltunni og velti því fyrir mér hvernig Þóra náði að plata mig til þess að taka áskoruninni um að setjast niður og skrifa í blaðið. Það brýst um í huga mínum hvað ég eigi nú að skrifa tek svo ákvörðun um að skrifa um nýlega flutninga fjölskyldunnar til Danmerkur. Það er nú ekki langt síðan að við fjölskyldan tókum þá ákvörðun um að svala ævintýraþránni og flytja til annars lands. Við fórum nú svo sem ekkert mjög langt í burtu.
Meira

Algjör draumur að fá að spila fyrir landið sitt - Íþróttagarpurinn

Jón Gísli Eyland Gíslason hefur vakið mikla athygli fyrir hæfileika sína á knattspyrnuvellinum og náði að sanna sig, þrátt fyrir ungan aldur, sem meistaraflokksleikmann hjá Tindastóli en hann spilar sem hægri bakvörður. Jón Gísli, sem er á 16. aldursári, er enn skráður leikmaður í 3. flokki og er, eins og gefur að skilja, lykilmaður þar. Þá hefur hann verið leikið átta U17 landsleiki frá því í haust, fyrst í undankeppni EM og nú í janúar í umspili fyrir sömu keppni. Jón Gísli er Íþróttagarpur Feykis að þessu sinni.
Meira

Mikill áhugamaður um íþróttir

Þingmaðurinn - Ásmundur Einar Daðason Framsóknarflokki Ásmundur Einar Daðason kom á ný inn í þingflokk Framsóknarflokksins í síðustu kosningum eftir árs fjarveru og er nú oddviti flokksins og 2. þingmaður Norðvesturkjördæmis. Ásamt þingstörfum gegnir hann starfi ráðherra félags- og jafnréttismála í velferðarráðuneytinu. Ásmundur býr, ásamt konu sinni, Sunnu Birnu Helgadóttur í Borgarnesi og saman eiga þau þrjár dætur. Ásmundur Einar er þingmaðurinn í Feyki þessa vikuna.
Meira

Mjólk er góð! - Áskorandapenni - Vala Rós Ingvarsdóttir

Ég er fædd og uppalin á Skagaströnd 1966, þar var gott að alast upp, endalaus ævintýri í fjörunni á höfðanum og engar dauðar stundir hjá okkur krökkunum.
Meira

Byggðasafn og Bardagi (Sýndarveruleiki) - bæði í boði

Í ljósi umræðu um málefni Byggðasafns Skagfirðinga og húsin við Aðalgötu 21 undanfarið fannst mér tímabært að sem formanni atvinnu-, menningar og kynningarnefndar að skýra málefni safnsins út eins og þau snúa að mér.
Meira

Árangursríkur sveitarstjórnarfundur í Skagafirði

Í Sveitarfélaginu Skagafirði blossaði óvænt upp heit umræða um framtíð verðlaunaðs Byggðasafns Skagfirðinga. Umræður fóru fram um málið á sveitarstjórnarfundi í dag. Umræðan var bæði afar kurteis og málefnaleg, enda bera allir fundarmenn með tölu hag sveitarfélagsins mjög fyrir brjósti. Eina skuggann sem bar á fundinn var óvænt upphlaup sveitarstjóra í lok fundar sem ég vonast til að jafni sig á næstunni.
Meira