Þegar óskirnar rætast - Áskorendapenninn Jóhanna Helga Halldórsdóttir, Brandsstöðum
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar
22.09.2018
kl. 08.03
Þessar óskir okkar. Við vitum ekki hvaðan þær koma, eða hvers vegna þær verða til í hugum okkar. Við vitum ekki af hverju okkur langar til einhvers sérstaks og vitum ekki alltaf hvað drífur okkur áfram í þá átt sem við veljum hverju sinni. En óskirnar eru þarna og þráin til þess að fá þær uppfylltar. Kannski skilgreinir þessi þrá okkar um framvindu tilverunnar svolítið hver við erum og hvaða lífsgildi við höfum og höldum í heiðri. Ég veit það ekki. Við erum allavega, svo dásamlega mismunandi og við höfum öll þennan hæfileika, þennan neista, sem eru óskirnar okkar.
Meira
