Aðsent efni

Miðflokkurinn – við ætlum!

Miðflokkurinn býður nú fram í fyrsta sinn, undir tryggri forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sem er sá stjórnmálaforingi nú um stundir sem hefur sýnt það best að hafa hæfileika og festu til að takast á við stór og flókin úrlausnarefni og ná árangri.
Meira

Um gagnsæi, spillingu, traust og samvinnu

Þegar gagnsæi og traust almennings hefur verið aukið fylgir því óhjákvæmilega aukið traust og samvinna milli ólíkra stjórnmálaflokka inni á þingi. Allir stjórnmálaflokkar ættu nefnilega að vera að vinna að sama markmiðinu: að bæta hag almennings í landinu. Við höfum ef til vill ólíka sýn á hvernig er best að standa að því en það er einmitt ástæðan af hverju það er mikilvægt að hafa breiðan, ólíkan hóp fólks á Alþingi.
Meira

Langtímasýnin er gölluð

„Það vantar langtímasýn í landbúnaðarmálin“ höfum við heyrt fleygt fram í kosningabaráttunni. Að einhverju leyti er það satt, en að öðru leyti ekki. Þannig er til dæmis í gildi búvörusamningur sem tekur til næstu tíu ára. Leitun er að slíkri langtímasýn í íslenskri pólitík, nema ef vera skyldi þegar kemur að húsnæðislánunum okkar sem yfirleitt eru til 40 ára.
Meira

Mennt er máttur!

Menntun á að vera öllum aðgengileg óháð aldri, búsetu og efnahag. Allir eiga að geta lært það sem þá langar til, þar sem þá langar til. Til að það sé hægt þarf að standa vörð um rekstur framhaldsskólanna um land allt og bjóða upp á fjölbreytt nám. Nám á framhaldsskólastigi þarf í auknum mæli að vera einstaklingsmiðað og hagnýtt, auk þess sem auka þarf námsframboð tengt iðn- og tæknimenntun og skapandi greinum. Með því búum við okkur undir samfélags- og tæknibreytingar framtíðarinnar. Talið er að meirihluti þeirra sem eru börn í dag muni í framtíðinni gegna störfum sem enn eru ekki til.
Meira

Kjóstu!

Ég hvet alla, sem lesa þessar línur, til að nota kosningaréttinn. Láttu engan halda því fram að þú hafir ekkert vit á þessum málum eða að atkvæði þitt skipti ekki máli. Taktu eftir því hverju þú veitir athygli, það hjálpar þér að sjá hvað má betur fara í samfélagi okkar og hverju þú myndir vilja breyta.
Meira

Ofbeldi er samfélagsmein

Ofbeldi er stórt samfélagsmein á Íslandi og stærra er marga grunar. Við verðum að horfast í augum við meinið og takast á við það. 22% kvenna hafa upplifað kynferðis og/eða heimilisofbeldi í nánu sambandi. Ein af hverjum fjórum til fimm! Flestar konur og margir karlar hafa upplifað kynferðislega áreitni. Á fyrstu 6 mánuðum Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, komu tæplega 200 manns og leituðu ásjár. 130 konur og 79 börn dvöldu í Kvennaathvarfinu í fyrra, en ekkert slíkt athvarf er til fyrir karla og börn þeirra. Árlega leita um 120 einstaklingar á Neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis. Meirihluti þeirra eru ungir þolendur sem eru 25 ára og yngri. Konur eru um 97% brotaþola. Alvarleiki brota mikill en um 70% þeirra er nauðgun og ekki er nema helmingur brotanna kærður.
Meira

Landbúnaður í sókn- Gerum betur

Heilsuprótín er ný verksmiðja við Mjólkurstöðina á Sauðárkróki, sem vinnur prótin efni úr allri þeirri mysu sem fellur til við ostagerð í mjólkurvinnslunum á Vestur-, Norður- og Austurlandi. Áætluð ársframleiðsla verksmiðjunnar er um 350 tonn af prótínefni og framleiðslan fer á markað bæði hér innanlands og erlendis m.a. til stórra kaupenda í Bandaríkjunum. Verksmiðjan var opnuð formlega við hátíðlega athöfn sl.laugardag.
Meira

Byggðamál

Byggðamál snúast fyrst og fremst um að byggja upp innviði í landsbyggðunum. Gott vegasamband tryggir vöru og þjónustu að og frá landsbyggðunum og treystir atvinnuuppbyggingu. Samgöngur í lofti og á sjó tryggir enn betur öryggi íbúa landsbyggðanna. Öruggt raforkukerfi treystir viðgang atvinnulífsins. Gott fjarskiptakerfi stuðlar að jafnari stöðu allra íbúa til orðs og æðis. Traust heilbrigðis- og velferðakerfi er öllum nauðsynlegt sem og aðgengi að góðu menntakerfi. Sauðfjár- og hrossabúskapur skapar festu í mörgum byggðum.
Meira

Framtíð sauðfjárbænda

Meðal sauðfjárbænda ríkir veruleg óvissa. Óvissa um innkomu fyrir afurðir, óvissa um hvort afurðaverð í ár hrökkvi til að borga fyrir helstu nauðsynjum á venjulegu heimili, óvissa um hversu mikið heimilið verður skuldsett eftir sláturtíð. Óvissa um framtíðina.
Meira

Forsendubrestur í sauðfjárrækt

Nú sér fyrir endann á annasömum tíma í sveitum landsins. Út um allt land hafa vaskir smalar hlaupið uppi fé og rekið heim og dilkar sjaldan verið vænni að hausti. En nú horfir svo við að afurðarstöðvar hafa lækkað verð umtalsvert, eða um það bil 35%, og hafa bændur miklar áhyggjur af lífsafkomu sinni. Þeir sem hafa lagt í fjárfestingar á tækjum og húsakosti sjá fram á að geta ekki greitt af lánum að öllu óbreyttu.
Meira