Aðsent efni

Ég er íbúi í Skagafirði

Það er svo margt sem ég elska við Skagafjörð, við eigum magnaðar náttúruperlur sem við erum svo heppin að fá að njóta á hverjum degi, við eigum stórkostlegt mannlíf og afar mörg virk starfandi félagssamtök. Við getum verið afar stolt af allri uppbyggingunni sem á sér stað í Skagafirði í íþrótta og tómstundastarfi. Við eigum endalaust af glæsilegum viðburðum og glæsilegu fólki sem er tilbúið að gefa tíma sinn og vinnu í óeigingjarnt starf fyrir samfélagið sitt, hvort sem það er í þágu menningar, íþrótta, einstaklinga, fjölskyldu eða sérstaks málefnis. Samfélagið okkar hefur þá sérstöðu að vera umhugað um hvert annað, þá sérstöðu þurfum við að passa upp á.
Meira

Íþróttasamfélagið Skagafjörður

Ég vil byrja á því að þakka íbúum Skagafjarðar fyrir stuðninginn við okkur strákana í Tindastól á nýliðnu tímabili. Það er ekki sjálfgefið að fólk hafi áhuga á því sem maður fæst við og ekki hægt annað en að vera auðmjúkur yfir stuðningnum og áhuganum sem við höfum fundið fyrir í vetur og í vor.
Meira

Á tímamótum

Nú er fjögurra ára kjörtímabili að ljúka og þar með hef ég ákveðið segja staðar numið við sveitarstjórnarstörf fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð. Það voru blendnar tilfinningar við þá ákvörðun að segja skilið við þennan starfsvettvang, því kynni mín af samstarfsfólki jafnt í sveitarstjórn og í almennum störfum hjá sveitarfélaginu hafa verið afar ánægjuleg og gefandi. Það var ekki fyrir að ég nyti ekki stuðnings að ég ákvað að stíga til hliðar, það var alfarið mín ákvörðun, þrátt fyrir að hljóta afgerandi kosningu í skoðanakönnun sem gerð var innan flokksins.
Meira

Umhverfismál í Skagafirði

Ég hef verið svo heppin að vera formaður umhverfis- og samgöngunefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar síðustu tvö kjörtímabil. Á þessum tíma hefur margt gerst í umhverfismálum í Skagafirði þótt sumt sé ekki komið eins langt á veg og maður hefur viljað.
Meira

Það er gott að búa í Skagafirði – gerum gott samfélag enn betra.

Í aðdraganda kosninga er rétt að staldra við, líta yfir farinn veg en einnig að horfa til framtíðar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið þátttakandi í meirihlutasamstarfi með Framsóknarflokknum sl. fjögur ár. Samstarfið hefur gengið vel og hefur margt áunnist.
Meira

Heilsueflandi samfélag - vellíðan fyrir alla

Góð heilsa er gulli betri. Heilsa snýst um líkamlega, andlega og félagslega vellíðan og þegar samfélag leggur heilsu og líðan íbúa til grundvallar í heildarstefnumótun er hægt að tala um heilsueflandi samfélag.
Meira

Er Skuldahlutfall mikilvæg tala?

Umræður hafa verið í gangi um skuldir sveitarfélagsins Skagafjarðar að undanförnu og hafa þær umræður snúist um krónutölur skulda en ekki getu sveitarfélagsins til að standa undir þessum skuldum eða tilurð þeirra. Skuldahlutfall er einmitt mælikvarði á getu sveitarfélagsins til að standa undir skuldum sínum og það gerir okkar sveitarfélag mjög vel og má benda á, því til staðfestingar, að í skýrslu Íslandsbanka um fjármál sveitarfélaganna frá 2017 segir um sveitarfélagið Skagafjörð: „Lítil skuldsetning og rekstur stendur vel undir núverandi skuldsetningu“.
Meira

Skagafjörður til framtíðar – gerum gott samfélag enn betra

Þar sem yfirstandandi kjörtímabil er senn á enda, er vert að staldra við og horfa yfir farinn veg. Mikill uppgangur hefur átt sér stað í íslensku samfélagi og er Skagafjörður engin undantekning frá því. Atvinnulíf hefur blómstrað, mikil uppbygging hefur verið í firðinum og íbúðarhúsnæði hafa risið upp úr moldinni sem aldrei fyrr – lífið hefur verið svo sannarlega gott í Skagafirði.
Meira

Skipurit Sveitarfélagsins Skagafjarðar

Það gætir einhvers misskilnings í aðdraganda kosninga um breytt verklag á fjölskyldusviði hjá Sveitarfélaginu Skagafirði. Álfhildur Leifsdóttir, starfsmaður Sveitarfélagsins Skagafjarðar og frambjóðandi á lista Vinstri grænna og óháðra, ritar grein sem birt er í fréttablaðinu Feyki. Þar fer hún yfir hvernig þessi tíðindi bárust henni og fullyrðir ranglega að stöður hjá sveitarfélaginu séu almennt ekki auglýstar. Sem sveitarstjóri og þar með æðsti yfirmaður starfsmanna sveitarfélagsins tel ég mig knúna til að leiðrétta þennan misskilning.
Meira

Þráðurinn frá Þveráreyrum 1954 ofinn áfram

Í síðustu grein minni hér í Feyki rakti ég ögn sögufræg dómstörf á landsmótinu á Þveráreyrum 1954. Þá varð sá einstaki atburður að meirihluti dómnefndar bar formanninn – hrossaræktarráðunautinn - ofurliði, Gunnar Bjarnason þáverandi hrossaræktarráðunautur segir á einum stað í starfssögu sinni, að: „Norðlendingarnir, undir forystu Jóns bónda á Hofi, höfðu ákveðið að láta til skarar skríða á þessu landsmóti og láta dæma hornfirzku hestana, ættirnar út af Blakk (129), Skugga (201), Nökkva (260) og Svip (385) út úr reiðhestarækt á Íslandi fyrir fullt og allt.“.
Meira