Ég er íbúi í Skagafirði
feykir.is
Skagafjörður, Aðsendar greinar
17.05.2018
kl. 09.54
Það er svo margt sem ég elska við Skagafjörð, við eigum magnaðar náttúruperlur sem við erum svo heppin að fá að njóta á hverjum degi, við eigum stórkostlegt mannlíf og afar mörg virk starfandi félagssamtök. Við getum verið afar stolt af allri uppbyggingunni sem á sér stað í Skagafirði í íþrótta og tómstundastarfi. Við eigum endalaust af glæsilegum viðburðum og glæsilegu fólki sem er tilbúið að gefa tíma sinn og vinnu í óeigingjarnt starf fyrir samfélagið sitt, hvort sem það er í þágu menningar, íþrótta, einstaklinga, fjölskyldu eða sérstaks málefnis. Samfélagið okkar hefur þá sérstöðu að vera umhugað um hvert annað, þá sérstöðu þurfum við að passa upp á.
Meira
