Aðsent efni

Menningarhús í Skagafirði

Laust fyrir síðustu aldamót kynnti ríkisstjórn Íslands áform um að styðja við byggingu menningarhúsa í fimm sveitarfélögum, og var Skagafjörður þar með talinn. Sums staðar voru byggð ný hús, eins og Hof á Akureyri, annars staðar voru eldri hús gerð upp eins og á Ísafirði.
Meira

Dagur ljósmæðra

Alþjóðlegur dagur ljósmæðra er 5. maí. Á þessum tímamótum heldur þessa mikilvæga stétt daginn hátíðlegan með blendnum hug vegna kjaradeilna og félagskonur gagnrýna stjórnvöld fyrir fálæti og skilningsleysi.
Meira

Skín við sólu

Það má með sanni segja að sólin skíni við okkur Skagfirðingum þessa dagana. Það er ekki bara að vorið og sumarið séu á næsta leiti heldur upplifum við nú eina mestu uppgangs- og uppbyggingartíma seinni ára í fallega firðinum okkar.
Meira

Íbúalýðræði - Inga Katrín D. Magnúsdóttir

Ýmislegt kemur upp í hugann þegar ég hugsa um mitt nánasta umhverfi, Skagafjörðinn. Margt af því sem er að gerast í kringum okkur er framúrskarandi, annað síður en svo. Hægt væri að ræða fjölmörg verkefni og ýmsar áskoranir sem við íbúarnir stöndum nú frammi fyrir, en það sem sækir hvað fastast að mér þessa stundina er hugtakið íbúalýðræði.
Meira

Sexþúsund áttatíu og fimm milljónir

Í 64. gr. sveitarstjórnarlaga (138/2011) er fjallað um viðmiðanir um afkomu og fjárhagsstöðu sveitarfélaga og tekið fram að heildarskuldir og skuldbindingar A- og B-hluta sveitarsjóðs í reikningsskilum séu ekki hærri en nemur 150% af reglulegum tekjum.
Meira

Gerir það besta úr öllu -Áskorandinn Bjarki Benediktsson Breiðavaði

Nú lét ég plata mig. Að skrifa hugleiðingar sínar á blað er ákveðin áskorun þegar maður veit ekkert hvað maður á að skrifa um. Nú myndi Zophonías vinur minn í Hnausum hnussa og segja „og þú sem ert alltaf kjaftandi“.
Meira

Litlar breytingar geta breytt miklu fyrir marga

Eftir tíu ára fjarveru og tvær háskólagráður flutti ég aftur á heimaslóðir í Skagafirði árið 2007. Ég var efins í fyrstu, hélt að hér væri lítið að gerast og ætlaði að stoppa stutt. Annað kom á daginn, hér er ég enn, horfi á börnin mín blómstra í námi, íþróttum og tómstundum og er sjálf í frábæru starfi á góðum og framsæknum vinnustað, Árskóla.
Meira

Öruggari og öflugri strandveiðar í sumar!

Þverpólitísk samstaða hefur náðst á Alþingi um breytingar á fyrirkomulagi strandveiða þar sem öryggi sjómanna var haft að leiðarljósi. Í sumar verða strandveiðar efldar með auknum aflaheimildum og bátar á hverju svæði fá 12 fasta daga til veiða í hverjum mánuði.
Meira

Hólar í hundrað ár

„Áhrif skólahalds á Hólum á samfélagsþróun: Frá fullveldi til framtíðar“ var yfirskrift ráðstefnu sem haldin var á Hólum nú um sumarmálin. Fjöldi fyrirlesara flutti ákaflega áhugaverð erindi á þessari tveggja daga ráðstefnu auk þess sem fulltrúar afmælisárganga brugðu birtu á veruna á Hólum hvert á sínum tíma. Hjalti Pálsson rakti svo myndasögu Hólastaðar síðustu hundrað árin en augljóslega er til mikið af heimildarefni þaðan af ýmsum toga.
Meira

Gamli góði vinur - Áskorendapenni Guðrún Þórbjarnardóttir, brottfluttur Skagstrendingur

Það góða við að eldast er lífsreynslan, maður róast og fer að skoða hlutina í öðru ljósi. Forgangsröðin verður önnur. Bernskan og vinir bernskunnar birtast manni í öðru ljósi heldur en áður.
Meira