Aðsent efni

Verndum störf á landsbyggðinni

Fyrir nokkrum dögum boðaði Landsbankinn styttingu afgreiðslutíma í ellefu útibúum á landsbyggðinni. Fjórtán starfsmönnum var sagt upp samhliða breytingunum. Landsbankinn hefur skilgreinda samfélagsstefnu sem segir: „Landsbankinn hefur markað stefnu í samfélagsábyrgð þar sem efnahags-, samfélags- og umhverfismálum er fléttað saman við starfshætti bankans. Stefnan miðar að því að stuðla að sjálfbærni í íslensku samfélagi, vera hreyfiafl og starfa að ábyrgum stjórnháttum í rekstri bankans.“
Meira

Grálúða og baunasúpa

Þrátt fyrir nýafstaðnar sveitarstjórnarkosningar er Feykir tileinkaður sjómönnum að þessu sinni enda sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur um allt land um næstu helgi. Undirritaður hefur minna en ekkert að segja af sinni sjómennsku enda landkrabbi langt aftur í ættir. Þó er hann eigandi að smájullu nú og hefur fært fisk að landi í litlu magni þó.
Meira

Er gott að búa á Íslandi? Áskorandi Gunnar Pálmason

Við hjónin fórum til Gran Canary í byrjun febrúar og dvöldum þar í fjórar vikur. Við höfum ekki komið á þessar slóðir líklega um 17 ár, höfum í staðinn dvalið í Suður Evrópu á haustin til að lengja sumarið.
Meira

Fyrstu göngurnar - Áskorendapenninn Ásmundur Óskar Einarsson Grænuhlíð

Ég fór í mínar fyrstu göngur á Auðkúluheiði árið 1998, seinni göngur, sem farnar eru eftir réttir til að smala því fé sem eftir hefur orðið eftir fyrri göngur. Við fórum saman við pabbi heitinn en hann hafði ekki farið í mörg ár og langaði til að líta á heiðina aftur.
Meira

Sjálfstæðisflokkurinn leiðandi afl í Skagafirði

Undanfarnar vikur eru búnar að vera ákaflega skemmtilegar en erfiðar og gríðarlega gefandi. Þessar vikur höfum við frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins hitt kjósendur út um allan fjörð og átt gott samtal um sveitafélagið okkar.
Meira

Við erum tilbúin í slaginn!

ByggðaListinn er ferskur andblær á sviði sveitarstjórnarmála í Skagafirði og samanstendur af fjölbreyttum hópi fólks sem sækir rætur sínar um allt héraðið. Við teljum að við getum bætt okkar góða samfélag með samvinnu og samheldni að leiðarljósi og höfum við unnið eftir þeim sjónarmiðum frá því listinn var stofnaður. Þekking og reynsla frambjóðenda er víðtæk, en það er ótvíræður styrkleiki.
Meira

Tryggjum Álfhildi í sveitarstjórn

Álfhildur Leifsdóttir, frá Keldudal skipar nú baráttusæti VÓ (vinstri græn og óháð) í Skagafirði í kosningum til sveitarstjórnar. Það væri mikill fengur að fá Álfhildi í sveitarstjórn, hún hefur góða tilfinningu fyrir því sem mestu máli skiptir um allt héraðið. Sú sköpunargleði og dugnaður sem einkennir störf hennar mun sannarlega nýtast vel.
Meira

Heildstæð orkutenging á Norðurlandi strax

Eitt stærsta hagsmunamál Eyfirðinga er raforkuöryggi. Það er óþolandi staðreynd að Akureyri og Eyjafjörður allur skuli búa við raforkuskort þrátt fyrir að næg orka sé til í landinu. Áralöng barátta um úrbætur hefur litlu skilað og hafa fyrirtæki og sveitarfélög þurft að koma sér upp varaafli með díselvélum og olíukötlum sem er algjörlega úr takti við baráttuna gegn loftlagsbreytingum. Orkuskorturinn hamlar uppbyggingu atvinnulífs á Eyjafjarðarsvæðinu og á hún sér enga framtíð við þessi skilyrði enda samkeppnishæfni svæðisins skert.
Meira

Byggjum upp gott samfélag

Sumir sjá bara það sem þeir vilja sjá og heyra bara það sem þeir vilja heyra. Einn góður maður spurði mig um daginn: „Eru virkilega fíkniefni í Skagafirði og er fíkniefnaneysla í Skagafirði?“ Svarið við því er „JÁ“. Eða bara nákvæmlega eins og allstaðar annarsstaðar á landinu.
Meira

Ferðaþjónusta - sóknarfæri fyrir Skagafjörð

Skagafjörður geymir mikla sögu og er bæði fallegur og áhugaverður heim að sækja. Við megum vera stolt af fjölda ferðamanna sem leggja leið sína hingað. Hér er meðal annars ein af fallegustu sundlaugum landsins á Hofsósi, með stórbrotnu útsýni yfir fjörðinn og Drangey. Glæsileg söfn prýða héraðið, má þar nefna Byggðasafnið í Glaumbæ, Samgönguminjasafnið í Stóragerði og Vesturfarasetrið á Hofsósi. Fyrirtæki eins og Gestastofa sútarans á Sauðárkróki og afþreyingarfyrirtæki á borð við flúðasiglingar, eyjasiglingar og hestaleigur laða að sér ferðamenn.
Meira