Hver er munurinn á safni, setri og sýningu og fyrir hvað stendur Byggðasafn Skagfirðinga?
feykir.is
Skagafjörður, Aðsendar greinar
19.03.2018
kl. 09.57
Í ljósi frétta um sýndarveruleikasafn, -setur eða -sýningu á Sauðárkróki, eftir því hvaða fjölmiðill hefur fjallað um þann veruleika, er ekki úr vegi að útskýra hver munurinn á þessu þrennu er. Sömuleiðis langar mig til að benda á hvaða áhrif uppsetning og rekstur sýndarveruleikasafns, -seturs eða -sýningu á Aðalgötu 21 a-b mun hafa á Byggðasafn Skagfirðinga. Ef Byggðasafnið missir húsnæðið sem það átti að fara inn í, af því að búið er að selja Minjahúsið þar sem safnið hefur haft safngeymslu, rannsóknaraðstöðu, skrifstofur og sýningar, mun það þrengja mjög að starfsemi þess. Í framhaldi er mér ljúft og skylt að útskýra fyrir hvað Byggðasafn Skagfirðinga stendur.
Meira