Valin í lið ársins í 2. deild - Íþróttagarpurinn : Vigdís Edda Friðriksdóttir
feykir.is
Skagafjörður, Aðsendar greinar
27.12.2018
kl. 13.24
Stelpurnar í meistaraflokki Tindastóls voru í miklum ham í 2.deildinni í fótbolta sumar, unnu ellefu leiki, gerðu eitt jafntefli og töpuðu tveimur. Endaði liðið með 34 stig, jafnmörg og Augnablik sem stóð uppi sem sigurvegari deildarinnar með betra markahlutfall. Vigdís Edda Friðriksdóttir stimplaði sig rækilega inn í liðið með góðum leik og mikilli hörku, skoraði tíu mörk í 14 leikjum og krækti í fjögur gul spjöld. Árangur hennar vakti athygli víðar en á Króknum því hún var valin í lið ársins hjá Fótbolta.net þar sem þjálfarar og fyrirliðar liðanna í deildinni völdu á listann. Vigdís Edda býr á Sauðárkróki er af árgangi 1999 og er íþróttagarpur Feykis að þessu sinni.
Meira
