Aðsent efni

Af hverju þurfum við ný Hvalfjarðargöng?

Ég skrifaði þessa grein í Skessuhornið fyrir nokkrum mánuðum. En held að hún eigi erindi við fleiri í kjördæminu, því útgjöld til vegamála eru takmörkuð, og því getur stórframkvæmd í vegamálum á einum stað haft áhrif á framkvæmdir annarsstaðar. Hér fyrir neðan er það sem er sagt, og það sem er rétt í þessu máli. Ég bendi áhugasömum á að lesa evrópureglurnar. Það er linkur á þær neðst.
Meira

Bara Vinstri, ekki Græn

Það var athyglisvert að fylgjast með framgöngu Lilju Rafneyjar þingmanns Vinstri Grænna á borgarafundi sem haldinn var í Ísafjarðarbæ á dögunum undir yfirskriftinni „fólk í fyrirrúmi“. Þar tók hún m.a. til umræðu að leyfa skyldi eldi á frjóum norskum laxi í Ísafjarðardjúpi hið fyrsta og að náttúran skyldi fá að njóta vafans. Samt veit þingmaðurinn að sá vafi leyfir ekki laxeldið, þar sem fyrir liggur áhættumat Hafrannsóknarstofnar. Þar er varað við að slíkt eldi muni vafalaust stefna villtum laxastofnum í ám á svæðinu í hættu. Þrátt fyrir þetta krafðist þingmaðurinn þess að leyfi til laxeldis yrði veitt hið snarasta og virtist þarna alveg hafa gleymt pólitískum uppruna sínum.
Meira

Óður til kosninga

Nú er komið haust. Það kólnar í lofti, haustlægðirnar koma yfir landið hver á fætur annarri, gróðurinn tekur á sig sinn fallega lit sem einkennir árstíðina og börnin fara aftur í skólann sinn. Já og svo eru auðvitað líka kosningar. Þegar ganga á til kosninga í þriðja sinna sinn á aðeins fimm árum hlýtur að vera kominn tími til þess að staldra aðeins við og velta vöngum. Af hverju stafar þessi óstöðugleiki í stjórnmálunum?
Meira

„Stórauknir skattar á búsetu fólks“

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins boðar stórfellda skattheimtu á fjarlægðir frá höfuðborginni eða næsta stórþéttbýli. Samgöngur og flutningskostnaður ráða miklu um samkeppnishæfni búsetu fólks og atvinnureksturs í landinu. Ísland er strjálbýlt land með miklum vegalengdum. Fjarlægðir á milli fólks er eini reginmunurinn á dreifbýli og þéttbýli...
Meira

Námslán - eilífðar fylginautur

Skólar landsins hafa nú opnað dyr sínar að nýju eftir sumarhlé. Umræða um skóla- og menntamál er því mikil um þessar mundir og það er eðlilegt því þetta er málefni sem snertir okkur öll, hvar sem við búum á landinu. Rætt er um gildi skólastarfsins, lengd og fyrirkomulag, innihald og gæði menntunar og ófullnægjandi kjör kennara, kostnað nemenda og líðan þeirra í skólanum svo fátt eitt sé nefnt. Námslán, námsaðstoð og viðmót gagnvart námi er einn angi umræðunnar.
Meira

SAUÐFJÁRRÆKT-atvinnugrein eða áhugamál?

Enn og aftur kvörtum við sauðfjárbændur yfir verðlagningu afurðastöðva á innlegginu okkar á hausti komanda. Ástæður er margar segja forsvarsmenn afurðastöðva s. s. að erlendir markaðir eru lokaðir og framleiðslan er langt umfram eftirspurn. Hvernig bregðumst við við? Jú, við förum til stjórnvalda og biðjum um að þeir fari í aðgerðir til að bæta þetta ástand og það strax nú í haust.
Meira

Ég er heppna lamaða konan

Ég er ein af þeim sem er svo heppin að hafa fengið NPA samning (Notendastýrð persónuleg aðstoð), ég segi heppin af því að fáir hafa notið þeirra sjálfsögðu mannréttinda. Í dag er staðan sú að verið er að vinna að innleiðingu og lögfestingu NPA og var tími til kominn. Mér þykir þó furðu sæta hve langan tíma stjórnvöld ætla sér til að fjölga NPA samningum. Hægt, mjög hægt verður samningum fjölgað þannig að þörfinni sem fyrir liggur í dag, eða um 170 samningar, verður ekki svarað fyrr en árið 2022.
Meira

Stöndum með sauðfjárbændum

Staða og framtíð sauðfjárbúskapar í landinu er í uppnámi vegna boðaðrar 35% lækkunar afurðarverðs til bænda nú til viðbótar við 10 % lækkunar sauðfjárafurða síðastliðið haust. Gífurlegt tekjutap blasir við sauðfjárbændum sem erfitt verður að mæta, sérstaklega fyrir þá sem eru skuldsettir og hafa ekki möguleika á annarri vinnu meðfram sauðfjárbúskap. Þeim virðast engar útgönguleiðir færar aðrar en að hrekjast frá búskap. Sauðfjárrækt er grundvöllur byggðar í ákveðnum landshlutum sem mun bresta ef ekkert er að gert í þeim bráðavanda sem greinin stendur nú frammi fyrir.
Meira

Var í fernum úrslitum á Íslandsmótinu

Íþróttagarpurinn - Júlía Kristín Pálsdóttir
Meira

Smábæjar batterí

Áskorendapistill - Daníel Þór Gunnarsson Hvammstanga
Meira