Aðsent efni

Algjör draumur að fá að spila fyrir landið sitt - Íþróttagarpurinn

Jón Gísli Eyland Gíslason hefur vakið mikla athygli fyrir hæfileika sína á knattspyrnuvellinum og náði að sanna sig, þrátt fyrir ungan aldur, sem meistaraflokksleikmann hjá Tindastóli en hann spilar sem hægri bakvörður. Jón Gísli, sem er á 16. aldursári, er enn skráður leikmaður í 3. flokki og er, eins og gefur að skilja, lykilmaður þar. Þá hefur hann verið leikið átta U17 landsleiki frá því í haust, fyrst í undankeppni EM og nú í janúar í umspili fyrir sömu keppni. Jón Gísli er Íþróttagarpur Feykis að þessu sinni.
Meira

Mikill áhugamaður um íþróttir

Þingmaðurinn - Ásmundur Einar Daðason Framsóknarflokki Ásmundur Einar Daðason kom á ný inn í þingflokk Framsóknarflokksins í síðustu kosningum eftir árs fjarveru og er nú oddviti flokksins og 2. þingmaður Norðvesturkjördæmis. Ásamt þingstörfum gegnir hann starfi ráðherra félags- og jafnréttismála í velferðarráðuneytinu. Ásmundur býr, ásamt konu sinni, Sunnu Birnu Helgadóttur í Borgarnesi og saman eiga þau þrjár dætur. Ásmundur Einar er þingmaðurinn í Feyki þessa vikuna.
Meira

Mjólk er góð! - Áskorandapenni - Vala Rós Ingvarsdóttir

Ég er fædd og uppalin á Skagaströnd 1966, þar var gott að alast upp, endalaus ævintýri í fjörunni á höfðanum og engar dauðar stundir hjá okkur krökkunum.
Meira

Byggðasafn og Bardagi (Sýndarveruleiki) - bæði í boði

Í ljósi umræðu um málefni Byggðasafns Skagfirðinga og húsin við Aðalgötu 21 undanfarið fannst mér tímabært að sem formanni atvinnu-, menningar og kynningarnefndar að skýra málefni safnsins út eins og þau snúa að mér.
Meira

Árangursríkur sveitarstjórnarfundur í Skagafirði

Í Sveitarfélaginu Skagafirði blossaði óvænt upp heit umræða um framtíð verðlaunaðs Byggðasafns Skagfirðinga. Umræður fóru fram um málið á sveitarstjórnarfundi í dag. Umræðan var bæði afar kurteis og málefnaleg, enda bera allir fundarmenn með tölu hag sveitarfélagsins mjög fyrir brjósti. Eina skuggann sem bar á fundinn var óvænt upphlaup sveitarstjóra í lok fundar sem ég vonast til að jafni sig á næstunni.
Meira

Hver er munurinn á safni, setri og sýningu og fyrir hvað stendur Byggðasafn Skagfirðinga?

Í ljósi frétta um sýndarveruleikasafn, -setur eða -sýningu á Sauðárkróki, eftir því hvaða fjölmiðill hefur fjallað um þann veruleika, er ekki úr vegi að útskýra hver munurinn á þessu þrennu er. Sömuleiðis langar mig til að benda á hvaða áhrif uppsetning og rekstur sýndarveruleikasafns, -seturs eða -sýningu á Aðalgötu 21 a-b mun hafa á Byggðasafn Skagfirðinga. Ef Byggðasafnið missir húsnæðið sem það átti að fara inn í, af því að búið er að selja Minjahúsið þar sem safnið hefur haft safngeymslu, rannsóknaraðstöðu, skrifstofur og sýningar, mun það þrengja mjög að starfsemi þess. Í framhaldi er mér ljúft og skylt að útskýra fyrir hvað Byggðasafn Skagfirðinga stendur.
Meira

Að þora að taka skrefið

Áskorandi María Eymundsdóttir Sauðárkróki og Huldulandi Eitt af hlutverkum manneskjunnar er að finna sinn stað í lífinu þar sem henni líður sem best. Snýr það að búsetu og ekki síður hvernig manneskja maður vill ver(ð)a og hvað á að gera. Það er ekki eitthvað verkefni sem klárast á einu kvöldi eða degi heldur lýtur stöðugum breytingum eftir, auknum, þroska einstaklinga og þeim áskorunum sem tekist er á við. Þá er gott að reyna reglulega á sig og stíga út fyrir þægindarammann.
Meira

Í tilefni 98. ársþings UMSS sem haldið var 10. mars síðastliðin

Ágætu Skagfirðingar! Markmið ungmennasambandins er að stuðla að auknu samstarfi aðildarfélaga, vinna að öðrum sameinginlegum hagsmunamálum þeirra og vera málsvari þeirra og tengiliður við UMFÍ og ÍSÍ. Sterk staða og traust til sambandsins skiptir því miklu fyrir allt íþróttalífið í firðinum. Ungmennasamband Skagafjarðar er elsta starfandi ungmennsamband landsins. Hlutverk þess hefur legið svolítið á milli hluta undanfarin ár en síðastlið ár leyfi ég mér að fullyrða að spítt hefur verið allveruleg í.
Meira

Söguhéraðið Skagafjörður

Stuttu eftir að ég flutti til Sauðárkróks skrifaði faðir minn bréf til ömmu, í bréfinu stóð; Sigrúnu finnst svo leiðinlegt í sögu, henni finnst hún alls ekkert þurfa að búa yfir þekkingu á því sem búið er og hvað þá mönnum sem eru löngu dauðir. Þetta hefur þó breyst. Kannski var það flutningurinn í Skagafjörðinn sem einmitt breytti þessu áhuga mínum, söguhéraðið Skagafjörður. En hvað er það sem gerir Skagafjörð svo eftirtektaverðan, það er hversu rík sagan er í öllu okkar umhverfi, hér er faglegt lifandi safnastarf og m.a. eigum elsta starfandi Héraðsskjalasafn á landinu.
Meira

Svo kemur febrúar

Áskorandapenninn – Þóra Margrét Lúthersdóttir Forsæludal
Meira