Áfram Tindastóll, alltaf, alls staðar!
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla
25.08.2022
kl. 14.29
Yngriflokkastarf Kkd. Tindastóls fyrir tímabilið 2022/2023 er að hefjast og eru fyrstu æfingar þegar farnar að rúlla af stað. Í vetur eigum við von á um 200 iðkendum í öllum yngri flokkum Tindastóls, allt frá leikskólahópi (4-5ára) og upp í elsta aldurshóp. Haustið einkennist af spennu og eftirvæntingu hjá krökkunum að komast aftur á æfingar, hitta þjálfarana og liðsfélagana í íþróttahúsinu og komast aftur á reglulegar æfingar og að keppa í körfubolta eftir sumarleyfi.
Meira