Aðsent efni

Baráttusætið

Á morgun göngum við til kosninga og vonandi verður þú kjósandi góður búinn að fara vel yfir málin, kynna þér hvað flokkarnir hafa fram að færa og velja það fólk sem þú telur að vinni af sem mestum heilindum fyrir samfélagið okkar.
Meira

Við stöndum við bakið á foreldrum

Fjárhagsáhyggjur eru líklega algengustu áhyggjur verðandi foreldra. Ekki nóg með það að fæðingarorlof er að hámarki 80% af meðallaunum hvors foreldris 18-6 mánuðum fyrir fæðingu, þá eru það eingöngu hærri barnabætur (á næsta ári) sem taka við tekjulausum foreldrum ef ekki fæst leikskóla- eða dagforeldrapláss að loknu fæðingarorlofi.
Meira

Það sem skiptir máli

Ég ætla að fara hér yfir nokkur mál sem ég legg áherslu á og finnst virkilega skipta máli svo sveitarfélagið geti haldið áfram að vaxa og verði samkeppnishæft við önnur sveitarfélög um búsetu fólks og framþróun.
Meira

Við viljum samtalið

Í sveitarstjórn sitja fulltrúar sem íbúar hafa kosið til að standa vörð um hagsmuni sína og taka ákvarðanir fyrir þeirra hönd. Það hefur verið gríðarlega lærdómsríkt að hafa fengið traust til þess að sitja í sveitarstjórn sveitarfélagsins Skagafjarðar síðastliðin fjögur ár. Eiginlega eins og að vera í námi með vinnu, því að kvöld og helgar fara í að setja sig inn í ákveðin málefni eða eiga samtöl við íbúa um hvað má gera öðruvísi eða betur.
Meira

Höldum áfram að gera þetta saman – Gerum gott betra

Undirbúningur kosninga í okkar nýja sveitarfélagi í Skagafirði, eftir sameiningarkosningar Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps sem voru samþykktar 19 febrúar sl., hefur verið stuttur og snarpur en virkilega skemmtilegur tími. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins hafa farið um fjörðinn og hitt kjósendur og rætt við þá um þeirra áherslur og hvað má betur fara.
Meira

Hvernig eflum við mannauðinn?

Það dýrmætasta sem við eigum er góð heilsa. Hér á orðatiltækið ,,enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“ einstaklega vel við. Að vera hluti af heild, hvort sem það er á vinnustað eða í félags- og tómstundastarfi, tel ég afar mikilvægt, því öll viljum við eiga samleið með öðrum í gegnum lífið. Nú á tímum er aukin umræða um mikilvægi andlegrar heilsu og áhrif hennar á líkamlega heilsu einstaklings.
Meira

Nýtum sóknarfærin

„Að koma saman er upphafið; að halda saman eru framfarir; að vinna saman er árangur.“ Fyrstu kosningar til sameinaðs sveitarfélags Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar eru framundan næstkomandi laugardag. Á þeim tímamótum er ágætlega við hæfi að rifja upp framangreind orð bílaframleiðandans og brautryðjandans Henry Ford. Með sameiningunni komum við saman og nú gildir ekki eingöngu að standa saman heldur leggja grunn að góðum árangri með því að vinna saman. Vonandi er að ný sveitarstjórn beri gæfu til þess að gefa tóninn í þeim efnum og ekki er síður vonandi að samstaða á meðal íbúanna verði lyftistöng framfara á ýmsum sviðum.
Meira

Nýtt og betra samfélag

Nú styttist í kosningar sem haldnar verða laugardaginn 14. maí næstkomandi. Yfir kjósendur hvolfast stefnuskrár og loforð frambjóðenda um hvernig þeir vilji vinna að því að gera samfélagið okkar enn betra. Mikill samhljómur er í þeim loforðum og allir vilja leggja sitt að mörkum fyrir hið nýja sveitarfélag. En hvað einkennir góð samfélög? Hvernig má byggja upp samfélag sem hlúir að öllum þeim þáttum sem sem íbúar telja mikilvæga?
Meira

Við biðjum um þinn stuðning!

Næstkomandi laugardag ganga íbúar Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar til kosninga í nýju sameinuðu sveitarfélagi. Sjálfstæðismenn og óháðir hafa undanfarnar vikur unnið hörðum höndum að stefnuskrá framboðsins. Við ætlum að láta íbúa sveitarfélagsins njóta góðs af rekstrarhagræðingu sameiningar og búa til fjölskylduvænt, framsýnt og metnaðarfullt samfélag meðal annars með lækkun leikskólagjalda. Með stuðningi samfélagsins ætlum við að byggja okkar starf á vinnu sameiningarnefndar þar sem grunnur var lagður af skipulagi nýs sveitarfélags. Við viljum efla innviðina í samfélaginu okkar enn frekar, samhliða því að ástunda ábyrga fjármálastjórn sem er forsenda framfara.
Meira

Hvernig á að tryggja okkur nægt rafmagn til að geta ráðist í stórtæk orkuskipti?

Ljóst er að Íslendingar verða að auka raforkuframleiðslu þjóðarinnar talsvert ef við eigum að geta fylgt eftir áætlun stjórnvalda um orkuskipti. Skagfirðingar verða að gæta hagsmuna sinna og tryggja afhendingaröryggi á nægjanlegri orku fyrir fólkið sem býr í héraðinu og atvinnulífið. Jafnframt ber að leggja áherslu á að vera með hleðslustöðvar sem víðast, ekki aðeins fyrir bílana okkar heldur einnig fyrir skip og jafnvel flugvélar, ef við erum hæfilega framsýn . Ef spár ganga eftir þurfum við á komandi árum umtalsvert meira magn af rafmagni en við notum í dag. Þá er um leið eðlilegt að spyrja sig að því hvar og hvernig við náum í þetta rafmagn?
Meira