Söðulsessan sem breyttist í mynd og brúðan hennar Sissu :: Pistill Byggðasafns Skagfirðinga
feykir.is
Skagafjörður, Aðsendar greinar
22.05.2022
kl. 11.59
Í sparistofunni í Áshúsinu í Glaumbæ er útsaumuð mynd (BSk 1993:2) með blómamunstri á vegg. Myndin er eftir Kristínu Símonardóttur (1866-1956) frá Brimnesi. Upphaflega var myndin hluti af söðulsessu eins og konur notuðu til að smeygja undir sig í söðulinn, til að mýkja sætið. Kristín gaf hana vinkonu sinni Sigríði Pétursdóttur (1858-1930) í Utanverðunesi, þegar hún gifti sig 1880. Sú umsögn fylgdi myndinni að Kristín hefði byrjað á henni 1876 en það ártal er saumað í myndina. Þá var hún tíu ára gömul. Sagt er að hún hafi klárað verkið á fermingarári sínu. Hún hefur saumað myndina með mislöngu spori.
Meira