Sýndarveruleikinn í Aðalgötunni :: Stóra myndin
feykir.is
Skagafjörður, Aðsendar greinar
13.05.2022
kl. 20.44
Uppbygging atvinnustarfsemi að Aðalgötu 21 í Gránu og aðliggjandi húsum er stórt verkefni, sem Sveitarfélagið Skagafjörður og fyrirtækið Sýndarveruleiki ehf. undir forystu Ingva Jökuls Logasonar réðust sameiginlega í á árunum 2016-2019. Niðurstaðan varð samningur milli þessara aðila um samstarf og fjárfestingar af beggja hálfu. Sveitarfélagið Skagafjörður endurgerði áðurnefnd hús sem voru í niðurníðslu og Sýndarveruleiki ehf. setti á fót á eigin kostnað sýningu í húsinu um Sturlungaöldina þar sem áhersla er á notkun stafrænnar tækni við að miðla sögunni til gesta. Sýningin, sem kallast: 1238, Baráttan um Ísland, opnaði í júní 2019 með viðhöfn.
Meira