Aðsent efni

Keppnis- og kynnisferð Molduxa til Evrópu 1994 - Annar hluti :: The Icelandic Old Star National team

Íþróttafélagið Molduxar var stofnað í nóvember 1981 með það að markmiði að iðka körfuknattleik af meiri kappi en forsjá, en það var ekki síðri tilgangur félagsmanna að hafa gaman af lífinu í góðum félagsskap. Síðan þá eða í tæp 41 ár hafa félagsmenn æft körfuknattleik allan ársins hring og sótt mót bæði hérlendis og til útlanda og skemmt sér og öðrum með alls kyns uppákomum með anda ungmennafélaganna að leiðarljósi.
Meira

Frá Tónlistarskóla Skagafjarðar

Lokatónleikar og skólaslit Tónlistarskóla Skagafjarðar voru haldnir Í Frímúrarasalnum 20. maí kl.16. Þar komu fram nemendur með fjölbreytta og skemmtilega dagskrá. Þá voru tveir kennarar kvaddir vegna starfsloka, þeir Rögnvaldur Valbergsson, eftir 43 ár í kennslu, og Thomas R. Higgersson, eftir 30 ár við kennslu.
Meira

Við bjóðum þér til Sturluhátíðar 13. ágúst

„Hugmyndin er að þessi hátíð verði upphafið að þróunarverkefni sem beinist að því að sett verði upp Sturlusetur sem dragi að sér fólk í framtíðinni”. Þannig komst Svavar Gestsson fyrrverandi alþingismaður og ráðherra að orði þegar hann lýsti hugmyndum um Sturluhátíð í Dalabyggð til að minnast þess að 800 ár voru þá liðin frá fæðingu Sturlu Þórðarsonar, skálds og sagnaritara á Staðarhóli í Dölum.
Meira

Aðsent - Valdleysi þolenda gagnvart samfélagi og kerfum sem eru gegnsýrð af þöggun og gerendameðvirkni.

Hér ætla ég að taka aðeins 3 dæmi af ótalmörgum “meintum” kynferðisbrotum úr skagfirskum samtíma. Athugið að dæmin eru mjög einfaldaðar frásagnir af raunverulegri reynslu þolenda og aðeins til þess ætlaðar að gefa almenningi hugmynd um hvernig þessi mál koma þolendum og aktívistum fyrir sjónir.
Meira

Hefur þú öskrað?

Hefurðu tekið þátt í mótmælum? Verið með skilti og öskrað? Tekið þátt í samstöðufundum? Flest svara játandi, enda eiga Íslendingar heimsmet í mótmælum miðað við okkar frægu höfðatölu.Rétturinn til mótmæla er líka sterkur hér og flest fara mótmæli friðsamlega fram...
Meira

Gerum betur!

Strandveiðar hafa sýnt og sannað að vera ein öflugasta byggðaaðgerð sem VG kom á sumarið 2009. Vinstri græn undir minni forystu í atvinnuveganefnd leiddu þverpólitíska vinnu á sl. kjörtímabili í að endurskoða strandveiðikerfið í ljósi reynslunnar.
Meira

Af ökuþórum og óþokkum :: Áskorandapenndinn Anna Margrét Sigurðardóttir

Þegar áskorunin um að skrifa í Feyki barst mér vildi svo til að ég var stödd úti á Tenerife með fjölskyldunni. Þegar kom að því að byrja að skrifa ræddi ég við manninn minn um hvað ég ætti mögulega að skrifa og sagði honum að ég nennti eiginlega hvorki að skrifa um skóla- eða sveitarstjórnarmál (vanalega fyrsta val), enda í fríi og það er mikilvægt að taka fríin sín alvarlega.
Meira

Norðvesturgönguleiðin :: Leiðari Feykis

Gönguferðir hafa í gegnum tíðina ekki verið í uppáhaldi hjá mér af neinu tagi nema tilgangurinn sé á hreinu; ganga meðfram girðingum og athuga hvort staurar séu óbrotnir eða rölta á eftir búpeningi. Þrátt fyrir að ég hafi hingað til talið göngur frá A til B án verkefnis vera tímasóun þá hef ég tekið þátt í slíku og komið á óvart hvað þær geta verið skemmtilegar og gefandi sérstaklega ef gönguhópurinn er vel mannaður.
Meira

Nú falla öll vötn til Skagafjarðar

Þannig hóf Hjalti Pálsson Byggðasöguritari mál sitt þegar hann bauð gesti velkomna til afmælisfagnaðar í Miðgarði á eftirmiðdegi sunnudaginn 26. júní. Daginn áður hafði hann fyllt 75 árin og hélt upp á þau tímamót og jafnframt að lokið var nú útgáfu Byggðasögu Skagafjarðar en tíunda og síðasta bindi hennar kom út fyrir síðustu jól. Hjalti auglýsti opið hús í félagsheimilinu og voru allir boðnir velkomnir.
Meira

Ráðherra í stríð við strandveiðar

Fyr­ir­hugaðar breyt­ing­ar sjáv­ar­út­vegs­rá­herra um að taka upp svæðaskipt­ingu á kvóta strand­veiðanna á nýj­an leik er at­laga að brot­hætt­um sjáv­ar­byggðum lands­ins. Ákvörðunin er óskilj­an­leg m.t.t. fag­ur­gala VG í kosn­inga­bar­átt­unni sl. haust. Flokk­ur fólks­ins for­dæm­ir þess­ar hug­mynd­ir sjáv­ar­út­vegs­ráðherra.
Meira