Aðsent efni

Úkraínuforseti ávarpar Alþingi

Ávarp Volodímírs Selenskís, for­seta Úkraínu, til alþing­is­manna og ís­lensku þjóðar­inn­ar í gegn­um fjar­funda­búnað sl. föstu­dag við sér­staka at­höfn í þingsal Alþing­is var sögu­legt. Þetta var í fyrsta skipti sem er­lend­ur þjóðhöfðingi flyt­ur ávarp í þingsal Alþing­is og mark­ar tíma­mót.
Meira

Áhætta sýndarveruleikans

Fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar var ég sem íbúi þessa sveitarfélags einhart á móti þeirri ákvörðun meirihluta að taka þátt í þeirri áhættufjárfestingu sem aðkoma sveitarfélagins hefur verið að Sýndarveruleika ehf. Það er ágætt að rifja aðeins upp hver sú aðkoma var og er enn í dag og hvernig sú aðkoma heftir sveitarfélagið í rekstri og framkvæmdagetu. Samningur sveitarfélagsins við Sýndarveruleika er að hluta til bundinn trúnaði og bindandi til 30 ára.
Meira

Skagafjörður á tímamótum

Íbúar Skagafjarðarhéraðs ganga nú til kosninga, sameinað í einu sveitarfélagi. Það mun því skipta máli að hafa í forsvari reynslumikið og öflugt sveitarstjórnarfólk. Sem hefur sýnt að það nær árangri.
Meira

Stefnumótun til framtíðar er grunnurinn að góðu samfélagi

„Hver er munurinn á ByggðaListanum og öðrum listum?“ var ég spurður að um daginn og ég áttaði mig á að nauðsynlegt væri að koma helstu hugðar- og áhersluefnum hópsins betur á framfæri.
Meira

Jarðgöng og aðrar samgöngur

Við hjá Framsókn viljum beita okkur fyrir samtali við stjórnvöld um að stórbæta samgöngur í Skagafirði með betri vegum og jarðgangagerð samkvæmt nýrri samgöngu- og innviðaáætlun sem samþykkt hefur verið af öllum sveitarfélögum á Norðurlandi vestra.
Meira

Torskilin bæjarnöfn :: Keta á Skaga

Jeg hefi ekki fundið Ketunafnið í eldri skjölum en í registri yfir „máldagabók“ Auðunar biskups rauða á Hólum. Þar er minst á „Kietu“ á Skaga, og registrið er frá 1318, eða þó yngra, ef til vill (sjá Dipl. II. b., bls. 488). Rúmri öld síðar, eða 1449 er „Keito“ (Keta) á Skaga talin í kúgildaskrá Hólastóls (Dipl. V. b., bls. 38).
Meira

Árangursrík skólaganga með okkar besta fólki

Leikskólinn er einn af hornsteinum samfélagsins og hefur margbreytilegu hlutverki að gegna. Hann er menntastofnun, þjónustustofnun og fjölmennur vinnustaður. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og þar er grunnurinn lagður að öllu frekara námi og menntunarhlutverk hans því óumdeilt. Starfshættir, áherslur og markmið hvers skóla eru vel ígrundaðar og grundvallast af lögum, reglugerðum og námskrám sem mynda leiðbeinandi ramma utan um starfið.
Meira

Þess vegna þurfum við menningahús!

Forsaga hugmynda um menningarhús á Sauðárkróki er að árið 2005 undirrituðu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þáverandi menntamálaráðherra, Gísli Gunnarsson, þáverandi forseti sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Agnar H. Gunnarsson, oddviti Akrahrepps, samkomulag um uppbyggingu menningarhúss í Skagafirði. Grundvöllur þessa samkomulags var ákvörðun ríkisstjórnar Íslands frá árinu 1999 um að veita stofnstyrki til uppbyggingar menningarhúsa utan höfuðborgarsvæðisins með það að markmiði að bæta þar aðstöðu til menningar- og listastarfsemi.
Meira

Styrkur skiptir máli

Á tíma okkar sem þingmenn NV-kjördæmis hefur verið ánægjulegt að eiga samstarf við alla sveitarstjórnarmenn í Húnaþingi vestra. Samhugur, samtakamáttur og öflug málafylgja eru orð sem koma í hugann. Það hafa líka náðst fram stór og mikil framfaramál og sveitarfélagið verið í fararbroddi margra metnaðarfullra verkefna. Til að bæta búsetuskilyrði og efla mannlíf. Mörg verkefni hafa náð fram, en okkur eru vafalaust líka ofarlega í huga verkefnin sem blasa við og hafa ekki náð fram, eins og við helst vildum.
Meira

Að eldast í Skagafirði, á öðru póstnúmeri en 550

Mig langar að benda á forgangsröðun og þau réttindi sem íbúar Skagafjarðar eiga að búa við en er því miður ekki enn búið að koma í forgang. Skagafjörður getur betur. Lög um grunnþjónustu félagsþjónustu fyrir aldraða á ekki að einangrast við póstnúmer. Lögin eru sett fyrir alla íbúa Íslands. Ef réttindi allra íbúa til grunnþjónustu samkvæmt lögum er ekki forgangsmál, hvað er það þá?
Meira