Aðsent efni

Sitthvað um sameiningu sveitarfélaga - Áskorandi Ólafur Magnússon Sveinsstöðum

Það styttist í það að við sem búum í Húnavatnshreppi og Blönduósbæ fáum að kjósa um sameiningu þessara tveggja sveitarfélaga. Ég hef beðið lengi eftir þessum degi og var í raun svo bjartsýnn að halda að við myndum vera búin að sameinast fyrir mörgum árum.
Meira

Hugleiðing inn í daginn varðandi kosningarnar næsta laugardag

Fólk á að hugleiða alla möguleika og kjósa það sem þeim finnst réttast. Okkar álit er það að þessi tvö sveitarfélög standa örugglega betur sameinuð við það að þjónusta börn og fjölskyldur þeirra, sem eru langveik og þurfa öðruvísi og meiri þjónustu en aðrir.
Meira

Horft til framtíðar

Á laugardaginn kemur, 19. febrúar, verður kosið um sameiningu Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar ásamt sameiningu Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar og Eyja- og Miklaholtshrepps og Snæfellsbæjar. Hinn 26. mars kjósa svo íbúar Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps um sameiningu sem og íbúar í Helgafellssveit og Stykkishólmsbæ.
Meira

Svandís staðfestir svikin við sjávarbyggðirnar!

Hinn 7. febrúar sl. spurði ég Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, á Alþingi hvort hún hygðist styðja frumvarp Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur um að tryggja 48 veiðidaga strandveiðanna, festa í lög og auka heimildir ráðherra til að flytja milli flokka innan atvinnu- og byggðakvótakerfisins. Svandís hafði þá nýlokið við að skerða þorskveiðiheimildir í strandveiðikerfinu um 1.500 tonn sem var fyrsta embættisverk hennar í nýrri ríkisstjórn. Ég fór fram á einfalt svar frá ráðherra, já eða nei.
Meira

Óveður og stórbrim - Þekking milli kynslóða „Hvað ungur nemur gamall temur“

Þau eru léttstíg sporin til baka um áratugi liðinnar aldar langt inn í liðna tíð þó ekki nema steinsnar í tíma. Árið er 1950. Aðfararnótt sunnudagsins 10. desember gekk norðan fárviðri yfir Norðurland með miklum áhlaðanda og stórbrimi. Hér á Króknum urðu miklir skaðar m.a. gróf undan nokkrum beitarskúrum, sem stóðu norðan við fyrrum híbýli og verkstæði Konráðs Þorsteinssonar og seinna íveruhús Pálma Jóns og Eddu.
Meira

Bjartsýnn á að fjórða sætið verði í höfn í vor - Liðið mitt Guðmundur Sigurbjörnsson West Ham

Guðmundur Sigurbjörnsson, flokksstjóri hjá Vegagerðinni, er Hofsósingur í húð og hár og segist alltaf verða það þrátt fyrir að hann búi nú á Sauðárkróki. Hann heldur með hinu fornfræga liði járnsmiðanna við Thames ána í London, West Ham United en það var sjóðheitur leikmaður Kormáks Hvatar sem skoraði á Guðmund að svara spurningum í Liðinu mínu í Feyki.
Meira

Torskilin bæjarnöfn - Dúkur í Sæmundarhlíð

Þær heimildir, sem jeg hefi um nafnið, hafa það óbreytt með öllu, eins og það er nú. En því miður ná ekki heimildirnar, nema til ársins 1446 (nafnið kemur allvíða fyrir; sjá meðal annars Dipl. Isl. IV. b., bls. 701 og IX. b., bls. 321) og því alls ekki loku fyrir það skotið, að nafnið hafi ekki að einhverju leyti breyzt. Ef til vill á nafnið eitthvað skylt við útlit umhverfisins, því að landið er grösugt mjög, niðri um sig; ellegar dregið af einhverjum sljettum bletti í túninu. En þetta er mjög óvíst, og býsna mikill frumleiki fólginn í þessu nafni, að líkja
Meira

Ég vil gjarnan að sveitarfélögin sameinist – Feykir spyr

Þyrey Hlífarsdóttir, grunnskólakennari, starfar í Varmahlíðarskóla, gift Degi Þór Baldvinssyni, hafnarstjóra Skagafjarðarhafna, og saman eiga þau þrjú börn. Síðasta sumar fluttu þau Dagur á æskuslóðir Þyreyjar í Víðiholt og segir hún þau því orðin sveitafólk, þó svo eitthvað fari minna fyrir búskapnum hjá þeim, a.m.k. enn sem komið er.
Meira

Akrahreppur verður áfram kallaður Akrahreppur – Feykir spyr

Berglind Þorsteinsdóttir á Glóðeyri í Akrahreppi starfar sem safnstjóri hjá Byggðasafni Skagfirðinga, gift Guðmundi Stefáni Sigurðarsyni, minjaverði MÍ á Norðurlandi vestra, og eiga þau þrjú börn sem öll eru í Varmahlíðarskóla; Jónu Karítas 14 ára, Matthías 11 ára og Katrínu 8 ára.
Meira

Sé ekkert jákvætt við sameiningu - Feykir spyr

Helgi Fannar Gestsson er búsettur á Höskuldsstöðum í „fríríkinu Akrahreppi“ eins og hann kemst sjálfur að orði. Þar býr hann ásamt bróður sínum með 100 vetrarfóðraðar ær og nokkur hross. Þá starfar hann einnig sem alhliða landbúnaðarverktaki, við afleysingar á búum ásamt rúning og hin ýmsu sveitastörf, og í haust hóf hann búfræðinám við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri.
Meira