Hvað viljum við ? - Ekki gera ekki neitt
feykir.is
Skagafjörður, Aðsendar greinar
03.05.2022
kl. 16.01
Staða raforkumála á Íslandi er í miklu lamasessi og þarf að grípa til aðgerða til að laga þá stöðu strax!
Miðað við nýútkomna skýrslu um stöðu og áskoranir í orkumálum þá er fyrirsjáanlegur skortur á raforku á Íslandi. Í Skagafirði er staðan ekki góð hvorki í sambandi við afhendingaröryggi eða varðandi aðgang að orku til atvinnuuppbyggingar og þeirra orkuskipta sem eru fram undan í íslensku samfélagi. Þó hefur náðst að bæta afhendingaröryggi á Sauðárkróki með jarðstreng milli Varmahlíðar og Sauðárkróks, en það er fjarri því að vera nóg því allur fjörðurinn er undir þegar kemur að raforkuöryggi og þarf að grípa til aðgerða til að laga þá stöðu án tafar, við munum öll veturinn 2019-2020.
Meira